Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

:) mánudagur......

Byrjaði daginn á góðri heimsókn til Connýar, einstakrar konu, sem sýndi mér nokkra galdra í bókhaldskerfinu. Fór svo heim og prófaði að galdra og akrabradabra...... Gjörsamlega gleymdi mér. Eins og fyrir töfra leystust öll mín vandamál og ég krullaðist öll upp innan í mér af ánægju þegar allar tölur duttu á sinn stað. Hélt svo áfram að gera það sem ég geri bezt - rukka fólk Wink Það veitir mér ómælda gleði.

Endaði vinnudaginn á að hringja í minn nýja vinnuveitanda og spurði hvort hann væri búinn að kaupa handa mér jólagjöfina...... Hann sagðist ekki vera búinn að því en hann væri búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gefa mér....... Hann ætlaði að gefa okkur vinnufélögunum eitthvað saman - ég sagði honum að ég sæi það nú ekki aaaaaalveg vera að gera sig að strákarnir væru mikið með demanta!!!! Tounge

Var núna að koma heim af tízkusýningu þar sem ég - ok og hin modelin líka - stóðum okkur firnavel. Ég var ööörlítið stressuð að mér mundi skrika fótur á hálu gólfinu og detta ofan í laugina...... En auðvitað skeði það ekki....... Kona er nú búin að horfa á nokkra þætti af How to look good naked og innbyrða þar margskonar upplýsingar um hvernig á og á ekki að gera hlutina W00t

Frábær dagur. Svei mér þá ef þessi mánudagur slagar bara ekki hátt upp í Sunnudag InLove


Rúmri viku fyrir jól....

....held ég sé í fyrsta sinn á ævi minni haldin jólakvíða.

Nenni ekki að byrja á neinu sem tilheyrir undirbúningi jólanna. Hef mig ekki af stað í eitt eða neitt. Í dag ætlaði ég að pakka inn jólagjöfum og skrifa jólakort. Í staðinn sit ég og horfi á rigninguna út um gluggann og stend mig að því að velta fyrir mér eðlismassa dropanna! Ætli þeir séu eins og snjókornin - enginn eins? Eða eru þeir allir sömu tegundar úr sama skýi? Allir jafn þungir? Mér sýnast þeir allavega vera mjög svipaðir þar sem þeir renna niður rúðuna............

Get þó allavega huggað mig við að þeir komast ekki inn til mín! Einu sinni bjó ég í húsi þar sem mátti ekki koma dropi úr lofti án þess að hann þröngvaði sér í gegnum veggina og inn til mín. Allar skálar voru virkjaðar í gluggakistum og gólfum og dugði ekki til. Núna bý ég í allt öðru og miklu betra húsi og það er alveg sama hvað droparnir reyna, þeir komast ekki inn - enda húsið mitt ekki nema sextíu ára gamalt Wink Kannski er einhver af dropunum prins í álögum - og ef ég hleypi honum inn kemur hann til með að lifa happily ever after - spurning hvort ég mundi verða svo hamingjusöm með það þegar dropinn væri búinn að hreiðra um sig í sófanum og haggaðist ekki þaðan hvað sem á gengi. Ætli það mundi ekki enda með því að ég færi með hárblásarann á hann - sem væri kannski ekki ýkja fallegt, svona rétt fyrir jól.

Ég er þó þekkt fyrir þannig og þvíumlíkar aðgerðir þar sem ég fékk endanlega nóg af fyrrum eiginmanni mínum á Þorláksmessu og henti honum út. Gat hreinlega ekki hugsað mér að eyða, og takið eftir að ég nota sögnina að eyða, (er líklega enn undir áhrifum af lestri Njarðar P. í FB í gær....) enn einum jólum með honum. Síðan hef ég haldið upp á Þorláksmessu. Í ár er Þorláksmessa á Sunnudegi þannig að þar ég get sameinað tvo af mínum uppáhaldsdögum W00t 

Ég sé að ég þarf ekki að kvíða jólunum. Ástandið gæti verið verra - miklu verra!

Takk fyrir að hlusta. Mér líður miklu betur og er farin að pakka inn jólagjöfum Kissing


Sunnudagur

Við vorum að koma inn úr morgunröltinu, ég og Stubbalingur. Vinum mínum með bláu ljosin fannst við vera afar grunsamleg þar sem við lékum okkur á árbakkanum í skjóli myrkurs Tounge Þeir stoppuðu heillengi og horfðu á okkur. Voru líklega að spá í að handtaka okkur fyrir ærsl á almannafæri W00t

Í dag ætla ég að pakka inn jólagjöfum og skrifa jólakort sem ég ætla að reyna að muna að fara með í póst á morgun! Þið kannski minnið mig á það, þar sem ég man ekki fyrir horn og verð að öllum líkindum bæði búin að gleyma að ég skrifaði á jólakortin og hvar ég setti þau, á morgun!

Núna ætla ég hins vegar að skríða aftur upp í rúm. Er að lesa svo góða bók - Morðið í Rockville - eftir Stellu Blómkvist. Svo rignir úti og vindurinn hvín og blæs. Kjöraðstæður fyrir lestur undir rúmi LoL

Sunnudagar eru mitt uppáhald InLove


Í dag...

....hef ég afrekað ýmislegt!

Ég endurritaði bréf til ákveðinnar stofnunar hér á landi. Minn nýji yfirmaður kallar það sjö klúta bréfið ........... Ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér!! Kona er nú einu sinni þaulreyndur rithöfundur - allavega bloggari.  Nú er bara að bíða og sjá, ef vel tekst til skal ég gefa ykkur uppskriftina - annars ekki............W00t

Var mætt út í rokið um sexleytið í morgun, já já - Stubbalingur svaf út, þegar síminn minn hringdi. Ég var spurð óþægilega nærgöngulla spurninga um veðrið............

Tók svo til við þá iðju sem mér lætur bezt - að slíta peninga af fólki í desembermánuði!! Hringdi m.a. í einn sem spurði mig þeirrar frómu spuringar hvort ég væri sú eina sanna Hrönn!! Ég játti því að sjálfsögðu, án þess að blikka auga - enda er ég hún. Ég er ekki frá því að hann hafi verið glaður að heyra í mér Tounge

Enn ein lægðin nálgast landið, ég hef verið að reyna að rifja upp í dag hvað það heitir á fagmáli þegar fólk er orðið svo þreytt á veðurofsa að það verður alsljótt...... einhver? Pinch

Ég er búin að troða upp í bréfalúguna aftur, binda niður allt lauslegt - þar á meðal hundinn og bíð nú spennt að sjá hvaða hring innkaupakerrurnar taka á Bónusplaninu í nótt.

Þar til næst..... InLove


Ég er alfarið á móti plastruslatunnum!

Þær fjúka eftir þjóðvegi numero uno með tilheyrandi hávaða og látum og spilla fegurðarblundinum. Hvernig á að vera hægt að sofa þegar tunnur skellast í húsveggi?Svo þegar hann snéri sér, eins og sannir fellibyljir gera alltaf, byrjaði bréfalúgan að skrölta!! Kona þarf sína átta tíma - lágmark!!

Ég fór út um fimm í morgun og gretti mig framan í tunnuna sem hélt fyrir mér vöku í alla nótt. Þurfti ekki að leggja mikið á mig, rétt skældi mig - enda ekki falleg á svipinn fyrir!! Þegar ég var svo búin að sinna skyldu minni við Guð og menn - eða mig og hundinn - skreið ég aftur upp í rúm og steinsofnaði í tvo tíma í viðbót. Ég er á því að það hafi algjörlega bjargað geðheilsu minni. Tók svo til við vinnuna - að rukka fólk, sem er nú einu sinni það sem ég geri bezt Tounge Eiginleiki sem ekki er öllum gefinn........ Hrikalega sem ég er ánægð með nýju vinnuna og nýja vinnuveitandann Happy Ekki samt segja honum það því nógu er hann nú ánægður með sig....... LoL

Fór svo eftir vinnu og mátaði föt. Á mánudaginn verður tízkusýning í leikfiminni og ég glaptist á að taka þátt! Sjáiði mig fyrir ykkur svona ameríkansnexttopmodellæk rigsandi eftir vatnsyfirborðinu eins og systir Jesú? Ég verð allavega ekki sú sem grenjar í þeim steríótýpuraunveruleikaþætti. Hrædd um að ég sé meiri týpan sem grenjað er undan.......

Við Stubbalingur erum að æfa trix í skjóli nætur. Ég er að kenna honum ýmis brögð sem hann kemur aldrei til með að þurfa að nota annarsstaðar en með mér W00t- en ég hef gaman að því og hann ekki síður. Hver segir að hundar hafi ekki gaman af júsless trikkum? InLove

Í kvöld er önnur lægð væntanleg en ég er undirbúin. Ég hef troðið tusku í bréfalúguna og hrætt ruslatunnuna ærlega.

pís InLove


Annar dásemdardagur.....

.....er að renna sitt skeið á enda

Við Stubbalingur vorum komin út snemma. Sváfum, eins og ungabörn, af okkur allt sem hét óveður og vorum komin út rúmlega fimm í morgun. Það var undarlegt. Algjört logn, hrím yfir öllu og sindrandi hálka. Við læddumst yfir þjóðveg numero uno og ýttum á undan okkur ruslatunnudyngjum sem höfðu skutlast til og frá í óveðrinu. Ég sleppti Stúf fljótlega lausum, enda ekki nokkur leið að fóta sig á svellinu, sá að við áttum bæði betri möguleika á að komast heil heim þannig Wink

Þar sem ég svo, seinna um morguninn, staulaðist heim úr leikfimi gekk fram á mig kona sem hefur ábyggilega haldið að ég væri ca. 50 árum eldri en ég er. Hún gekk fjaðurmagnað um sem hásumar væri. Ég gat ekki á mér setið og hafði orð á því að hún léti eins og það væri engin hálka. Hún brosti út í annað og sagði mér að það væri heldur engin..............................

Hálkan hafði þá gufað upp á meðan ég var í leikfimi - ég hélt hins vegar áfram að hreyfa mig eins og belja á svelli Tounge og hef ekki hugsað mér að láta af þeim hreyfingum......

Finn núna hvernig þreytan læðist að mér - spurning hvort ég geri ekki bara eins og gamla fólkið og fari snemma í sæng........................

InLove


Snilldardagur

Minn nýji atvinnurekandi heimsótti mig í morgun. Hann dáðist að sjálfsögðu að nýja pilsinu mínu en vildi samt ekki leika hlutverk brúðgumans þegar ég sagði honum að þetta væri brúðkaupspilsið mitt........ Tounge Við fórum yfir verkefnastöðuna sem lofar ansi góðu! Ég sökkti mér síðan á kaf í tölur - á milli þess sem ég dáðist að sjálfri mér og pilsinu í hvert sinn sem ég átti leið fram hjá spegli W00t

Mundi allt í einu eftir því að ég steingleymdi að segja frá einum aðalviðburði Danmerkurferðarinnar!!!! Ég mætti Nikolaj - og ekki segja mér að þið munið ekki eftir þáttunum um Nikolaj og Julie - hann var að tala í símann, ábyggilega við Julie og hann leit upp og brosti til mín um leið og við mættumstInLove Ég verð máttlaus í hnjánum bara við endurminninguna, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég brosti gáfulega til baka, var sem betur fer með varalitinn - þið munið Bed head eða Bad hair eða hvað hann nú heitir, það bjargaði heilmiklu................................. Tounge

Regnið lemur rúðurnar og ég er á leið upp í rúm að lesa og hver veit, kannski dreymir mig Nikolaj!

Góða nótt Heart


Menningarferð með verzlunarlegu ívafi

Fór í bæinn með Möggu í gær. Þessar ferðir okkar eru frábærar!!

Við vourm snemma á ferðinni og byrjuðum á að rölta upp Skólavörðustíginn. Fórum inn til Eggerts Feldskera og þukluðum loðfeldi. Þar var einn úr kengúruskinni, fisléttur og algjörlega guðdómlegur. Kostaði "bara" rúmlega 400 þúsund kall....... Við vorum sammála um að sá sem keypti hann fengi ekki mikið fyrir peninginn.Tounge Afgreiðslumaðurinn sagðist eiga blý til að setja í vasana til að þyngja hann niður W00t Fórum líka inn í Keramik Kolbrúnar, þar var okkur gefið heitt súkkulaði á meðan við skoðuðum okkur um. Frábært!

Fengum okkur kaffi á Hótel Reykjavík Centrum á meðan við skoðuðum málverkasýningu Katrínar Snæhólm. Mæli með því að þið farið þangað og skoðið myndirnar hennar.

Áleiðis upp Laugaveginn héldum við svo og var þá heldur farið að fjölga í bænum. Hápunkti ferðarinnar var svo náð með viðkomu í Flash þar sem beið mín, á slá, sítt svart tjull- og blúndupils. Ég mátaði það, snéri mér í hringi og pilsið hvíslaði að mér að það væri mitt........ Ég hef ekki farið úr því síðan og er harðákveðin í að í þessu pilsi ætla ég að gifta mig InLove

Takk - enn og aftur Magga - fyrir frábæran dag Heart


Brot úr degi

Síðan ég opnaði mín eiturgrænu augu eftir góðan, en kannski of stuttan, nætursvefn hef ég afrekað; að hraðbanki át debetkortið mitt fyrir klukkan sjö í morgun!! Eftir að hafa hamast á cancel takkanum og sparkað í fargins hraðbankann, að við tölum nú ekki um hvað kom út úr mínum munni á meðan - það snyrtilegasta, og það EINA sem er prenthæft, var: "kallast þetta HRAÐbanki? Búin að standa hér í f...... fimm mínútur...." Þá vaknaði "hrað"bankinn og gerði allt fyrir mig. Eins gott að ég yfirgaf ekki svæðið og kortið!!

Læsa mig úti í 10 stiga gaddi!! Má þakka fyrir að hafa verið í hreindýrinu sem ég skaut þegar ég flaug yfir Finnland hér um árið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn aukalykill var geymdur neins staðar, var mér skutlað á vinnustað nágrannans sem lánaði mér sinn lykil og eftir japl og jaml tókst mér að skrúfa millihurðina úr í kjallaranum og brjótast þannig inn til mín. Hins vegar nenni ég ekki að skrúfa hurðina í aftur...... Á meðan að á þessu stóð uppgötvaði ég að ég er ekki efni í innbrotsþjóf. Það er líklega ekki vænlegt til árangurs í þeirra starfi að sótbölva eins og gamall sjóraftur og sparka í hluti......

Niðurstaðan só far: Ég er ekki líklegur kandidat í innbrot. Ég á góða skó. Ég kann ótrúlega mörg ljót orð Pinch

Farin að finna Lása Smið eða kannski bara út í BYKO........ 


Kossabókakaffi :)

Í kvöld ætla ég á Bókakaffið til Bjarna Harðar og hlusta á Unni, Elísabetu, Hrafn og Illuga Jökulsbörn lesa og kynna bækur sínar.

Alltaf gott að koma til Bjarna og svo kyssir hann mig alltaf á kinnina þegar við hittumst - allavega alltaf þegar Magga systir er með - kannski er hann bara svona hrifinn af henni......... Verður æsispennandi að sjá hvort ég fæ koss í kvöld þegar ég birtist - Möggulaus..... Læt ykkur vita síðar! Tounge

Fékk brandara sendan að utan í morgun sem ég ákvað að leyfa ykkur að njóta með mér

I badly needed a few days off work, but I knew the boss would not allow me to take leave. I thought that maybe if I acted "crazy", then he would tell me to take a few days off. So, I hung upside-down on the ceiling & made weird noises. My co-worker (who's blonde) asked me what I was doing. I told her that I was pretending to be a light bulb, so the boss might think I was "crazy" & give me a few days off. A few minutes later, the boss came into the office and asked "What in the name of good GOD are you doing?" I told him I was a light bulb. He said, "You are clearly stressed out. Go home and recuperate for a couple of days." I jumped down & walked out of the office... When my co-worker (the blonde) followed me, the boss asked her "and where do you think you're going?!" 

She said, "I'm going home too, I can't work in the dark"

Fariði vel með ykkur InLove 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband