Fyllt brauð með sólþurrkuðum tómötum, ólívum og fetaosti

Deig:
3 dl vatn, ylvolgt
1/2 tsk hunang
1 msk þurrger
500 gr hveiti
1 tsk salt
1 msk olífuolía

Fylling:
1 dós ólívur, grænar eða svartar eftir smekk
1 dós sólþurrkaðir tómatar
250 gr fetaostur í kryddolíu

Sigtið allan vökva frá og maukið í matvinnsluvél eða skerið smátt.

Velgið aðeins vatnið og setjið ger saman við og hunang, látið gerið freyða og bætið svo hveiti, salti og ólífuolíu smátt saman við. Hnoðið og mótið það svo í kúlu og látið það lyfta sér í 1-1 1/2 klst, þar til það hefur tvöfaldast, ef þið eigið Tuppewere hnoðskálina, þá er gott að setja deigið í hana og lofttæma og setja ofan í heitt vatn. Þegar deigið hefur svo tvöfaldast, þá er það tekið og slegið niður aftur og látið bíða í smá stund. Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út. Smyrjið fyllingunni vel á deigið og rúllið þétt upp. Hægt er að smyrja svo brauðið með pískuðu eggi og strá yfir það sesamfræum eða mosarella osti eftir smekk og skera í það eins og sjá má á mynd.
Bakað við 180°c í 20 mínútur.

Hægt er að tvöfalda uppskriftina og frysta helminginn.
Deigið flatt út
Fyllingin smurð vel á og rúllað þétt upp
Skerið á ská í deigið og pennslið með egginu og stráið sesamfræunum yfir eða ostinum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband