Gulrótarkaka með súkkulaði ♥

250 gr rifnar gulrætur
1öö gr möndlur, þurrristaðar og malaðar
325 gr spelt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/2 tsk engiferduft
1/4 tsk kardimommuduft
salt á hnífsoddi
100 gr gróft saxaðar döðlur
2 dl kókosolía
1½ dl Agave síróp
2-3 egg
sesamfræ eða kókos

Hitið ofninn í 180°, smyrjið kökuform og stráið sesam eða kókos í botninn. Setjið rifnar gulrætur, malaðar möndlur, spelt, lyftiduft, kanil, engifer, kardimommur, salt og saxaðar döðlur í skál og blandið með sleif. Setjið kókosolíu og agave í hrærivél (eða matvinnsluvél) og þeytið vel saman, bætið eggjum út í, einu í einu og blandið vel í 5-10 mín. Hrærið blönduna varlega saman við mjölið og setjið deigið síðan í formið og bakið v. 180° í 45-55 mín.

Súkkulaði

1 1/4 dl hreint kakó
3/4 dl kókosolía
1/2 dl agave
1/2 dl vanilluduft

Allt sett í skál og hrært vel saman. Síðan er kreminu hellt yfir kökuna.

Einnig er hægt að bræða 70% súkkulaði og smyrja á kökuna.

Berið fram með rjóma.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband