Brynhildur

Þessi gómsætu köku fékk ég við opnun Björgunarmiðstöðvar Suðurlands um daginn og að öðrum kræsingum ólöstuðum þá stóð þessi upp úr eins og hver annar björgunarstigi. Ég fór því á stúfana og varð mér úti um uppskriftina - nema hvað ;)

 

170 g. smjör
170 g. púðursykur
6 msk. ljóst sýróp
1/2 tsk salt
Sett í pott og hitað rólega. Tekið til hliðar og haldið áfram.

120 g. þurrkaðar aprikósur
220 g. haframjöl
60 g. rise krispies
60 g. kókosmjöl
60 g. rúsínur
20 g. graskersfræ.
Aprikósurnar skornar í litla bita og öllu blandað saman.Þá er bráðnu smjörblöndunni hellt yfir og hrært vel saman.
síðan er öllu hellt í ofnskúffu sem er klædd með bökunarpappír. Þrýst niður með skeið.
Bakað í 25 mín við 170 c hita eða þangað til kakan brúnast jöðrunum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband