Bollur ellegar langt brauð

Þetta brauð baka ég oft í viku. Það er einfalt fljótlegt og þægilegt.

Ég set 4 msk. vatn, tvo dl. mjólk og eina msk. hunang í bolla og hita. Hræri hunangið saman við mjólkina og vatnið. Set útí hálfan poka af 11gr. geri og bíð á meðan gerið vaknar. Ekki hrópa Jenný ;)

Set 200 gr. af hveiti í skál og ca. tvær msk. af olívuolíu eina tsk. salt - ég nota herbamare - og helli síðan mjólkinni, vatninu og hunanginu saman við. Bæti síðan við 200 af hveiti þannig að allt í allt fara 400 gr. af hveiti í þessa uppskrift.

Læt deigið lyfta sér í skálinni í ca. 20-30 mín og bý síðan til bollur eða rúlla lengjur úr deiginu sem ég set á bökunarplötu, legg viskustykki yfir og læt bíða í eina klst. Pensla síðan yfir með mjólk og strái rifnum osti yfir. Ef ég bý til lengjur þá strái ég einnig pharma osti yfir það gefur brauðinu örlítinn ítalskan blæ.

Bakað við 225° C í 10-15 mín.

Þetta brauð bragðast vel með nánast öllum mat. Uppskriftin gefur ca. 11 bollur eða 4 lengjur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband