Fylltar kjúklingabringur

Ég eldaði hrikalega góðan mat í gærkvöldi og bauð þeim sem hringdu í mig á meðan á matargerð stóð í mat Happy

Ég blandaði saman fetaosti sem ég skar í minni bita, pestó úr sólþurrkuðum tómötum og spínati sem ég sótti út í garð. Skar rauf í bringurnar þar sem þær eru þykkastar og stakk sleifarenda inn um gatið til að búa til holu. Fyllti síðan holuna af blöndunni og steikti bringurnar smá stund á pönnu til að loka þeim og fá pínu grill fíling í þær. Setti þær síðan í eldfast mót, hellti yfir olíunni af fetaostinum og stakk þeim inn í ofn í ca tuttugu mínútur eða þann tíma sem tekur að sötra úr einu hvítvínsglasi og spjalla við  gestina.

Með þessu hafði ég salat úr spínatinu úr garðinum, tómötum, ólívum og fetaosti.

Þetta reyndist vera uppskrift að frábæru kvöldi með skemmtilegum konum Heart

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband