Biluð hollusta

Eða öðru nafni hjónabandssæla

300 gr. spelthveiti

300 gr. tröllahafrar eða gróft haframjöl

100 gr. hrásykur

150 gr. brætt smjör

150 gr. jurtaolía

1 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

250 gr. sykurlaus sulta

Öllu hráefninu  - nema sultunni - blandað saman með sleif þannig að úr verði þykkt deig. Þá er ríflega helmingnum af deiginu þjappað vel í smurt eldfast mót. Sultunni smurt ofan á og restinni af deiginu sáldrað yfir sultuna.

Ég bæti möndluflögum ofaná og auka haframjöli......

Bakist í ofni við 170°C í 40-50 mín.

Kakan látin jafna sig áður en hún er skorin - enda talsvert sjokk að vera í 170 gráðum í tæpan klukkutíma :)

Verí gúd kaka - með eða án rjóma


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.