Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)

Þessi uppskrift var einhvern tíma þulin upp í útvarpinu og látið fylgja með að þessi kaka væri Súkkulaðikakan sem bökuð væri á Kaffi Sólon. Ég var vitaskuld ekki lengi að rupla henni - enda alþekkt gangandi glæpagen......

200 gr. smjör

200 gr. suðusúkkulaði

4 egg
 
1 dl hveiti
 
2 dl sykur
 
Ís eða þeyttur rjómi (mér finnst ísinn betri ;))
Ávextir


200 gr smjör og 200 gr suðusúkkulaði brætt saman, kælt. 4
egg þeytt saman við 2 dl sykur.
1 dl hveiti blandað varlega saman við eggin og síðan er
súkkulaðiblandan sett út í.

Sett í smurt springform og bakað
við 160° C í 30 mínútur.

Ég skreyti hana með jarðarberjum og bláberjum, en vitaskuld má nota hvaða ávexti sem er, og borða hana heita með ís. Þessi kaka er hrikalega góð og krefst þess að hún sé eingöngu borðuð í góðum félagsskap ;)

Bon appetit Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.