All bran kökur

Þessar baka ég í staðinn fyrir smákökur og ykkur að segja eru þetta beztu "smákökur" sem mömmusinnardúlludúskur fær - hugsanlega vegna þess að hann veit ekki hvað þær eru hollar Tounge

120 gr. spelthveiti eða heilhveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

200 gr. smjör

140 gr. hnetusmjör - fínt eða gróft - en vitaskuld alvöru. Ekkert sykursull

160 gr. hrásykur

50 gr. all bran

2 stór egg

1 tsk vanilla

200 gr. rúsínur

200 gr. haframjöl

Bræðið saman smjör, hnetusmjör og hrásykur við vægan hita í þokkalega stórum potti. Takið hitan af pottinum - eða pottinn af hitanum ef ykkur finnst það betra Tounge og bætið all bran út í. Látið doka í smástund. Hrærið eggjum og vanillu út í með sleif. Bætið nú rúsínum, haframjöli og öðru hráefni í pottinn. Hrærið saman með sleifinni.

Stórar kökur settar á bökunarplötu með skeið.

Bakað í ofni í 15 mín. við 180°C á blæstri ef þið eigið þannig græju - annars ekki.

Sjúklega gott InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband