Lífsins brauð

Muniði eftir brauðinu sem amma bakaði í denn? Hlutlaust, bragðgott, þétt í sér og saðsamt!

Hér kemur uppskriftin. Ég kalla það lífsins brauð vegna þess að ég togaði uppskriftina upp úr kokkinum á kaffi Amen ;)

 

500 gr. hveiti. Ég notaði heilhveiti en ykkur er frjálst að nota hvítt hveiti eða jafnvel spelt.

15 gr. smjör - best að kaupa bara litlu pakkningarnar.

1 dl. súrmjólk eða ab mjólk

500 ml. mjólk

1.5 msk sykur

hnífsoddur, eða svo, salt

6 tsk lyftiduft

hrært í hrærivél þar til kekkjalaust, bakað við 180° í klukkutíma og korter. Slökkva þá á ofninum og leyfa brauðinu að taka sig í 10. mín í viðbót.

Passar í tvö jólakökuform.

Verði ykkur að góðu Heart

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.