Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Ég mátti...

...taka á honum stóra mínum fyrr í kvöld. Ég skrapp nefnilega til Grundarfjarðar og þurfti að bruna í gegnum göngin undir Hvalfjörð tvisvar - spáið í það - tvisvar sama kvöldið... konan sem þolir ekki þessi göng! Og hvað er málið með þessa hlíð með rúllandi steinum þegar maður er rétt sloppinn lifandi úr göngunum? Var ekki bara hægt að hafa þessi göng aðeins lengri? Ég er bara svo aldeilis rasandi....

Ég skrapp sumsé á Grundarfjörð í kvöld - þið getið sett skrapp í gæsalappir ef þið viljið - það veit sá sem allt veit að ég nenni því ekki Tounge Svo er það nú eitt! Hafiði spáð i það þegar gæsalappir eru gefnar út í loftið? Af hverju beygir fólki löngutöng og vísifingur tvisvar? Það er ekki eins og það séu fjórar gæsalappir! Hvaða bull er þetta? En aftur að sögunni.... mikið rosalega er þetta falleg leið! Þrátt fyrir að flest bæjarnöfn séu stolin af Suðurlandinu nema einna helst Fáskrúðsbakki Tounge

Talandi um bull! Hver ákvað að hámarkshraði í Hvalfjarðargöngum yrði 70 km/klst? Ég sló ekki af fyrr en Mömmusinnardúlludúskur bentir mér á að það væru myndavélar við hverja öldu..... Væri ekki frekar málið að standa drusluna eins og hún dregur í gegn? Ég er að segja ykkur þið eruð undir SJÓNUM? Ég meina 70 km. pr. klst? Hvað haldið þið að sjórinn væri lengi að ná ykkur?

Bara svona cirka..... en þó gæsalappalaust?


Af hetjum og hugarvíli

Ég er að lesa bókina Hetjur og hugarvíl eftir Óttar Guðmundsson. Mæli með þessai bók - hún er sjúklega góð LoL

Ég veit ekki hvort þið sáuð þá í sjónvarpinu um daginn, Óttar og Guðna Ágústsson þar sem Guðni horfði hneykslaður á Óttar lýsa skoðun sinni á því að Njáll á Bergþórshvoli hefði verið hommi. Guðni skældi sig ógurlega og spurði Óttar hvort eitthvað væri eðlilegra en vinskapur á milli tveggja manna? Og ég flissaði......

Ég flissaði aftur þegar ég las kaflann um persónurnar í Brennu- Njáls Sögu. Líka þegar ég las lýsinguna á Skarphéðni Njálssyni og hvað hann hefði helst afrekað í lífinu. Honum er lýst sem: „vöskum manni, óráðþægum og þverum í lund, ógæfulegum í útliti, stórskornum, kjaftforum og stóryrtum. Hann hafi alltaf verið í miklum metum og væri opinber fyrirmynd ungmenna á Suðurlandi þar sem Héraðssambandið Skarphéðinn ber nafn hans. Helstu afrek Skarphéðins í sögunni eru víg Þráins Sigfússonar á Markarfljóti og löngu síðar sonar hans, Höskuldar Þráinssonar, sem hafði skelfilegar afleiðingar.“ Já.... það er ekki leiðum að líkjast Tounge

Það hvarf hins vegar úr mér flissið þegar Óttar fór að lýsa mínum uppáhaldskarakter í Íslendingasögunum; Agli, vini mínum, Skallagrímssyni.

Ég hef dáðst í laumi að Agli allt frá því ég kynntist honum veturinn 1978 á Laugarvatni og hef ég leitað að honum logandi ljósi en ekki fundið enda vandfundnar þvílíkar hetjur. Ég endurnýjaði kynni mín við Egil í vetur þegar ég las sömu bók í íslensku á Keili. Flissaði aftur að því sem ég hafði krotað á spássíuna. Ég hef snemma byrjað að vera fyndin Cool Til dæmis hef ég teiknað hjarta og inn í það skrifaði ég Skallagrímur + Bera Elíf ást..... Já.... minnistæknin brást ekki þá frekar en nú - ef hægt er að hlæja að því þá man ég það Sideways Á öðrum stað hef ég krotað „Þetta er ótrúlegt“ en það er á þeim stað í sögunni þegar Egill og Atli hinn skammi eigast við í hólmgöngu á Gula þingi en þar bítur Egill Atla á háls þegar hvort exi né sverðið vinna á honum.  Já... eitthvað hef ég verið vantrúuð á söguna og kannski eins gott að ég fann ekki Egil á sínum tíma. Ég hefði flissað góðlátlega að honum þegar hann hefði komið heim með þessa sögu og líklega verið drepin fyrir vikið. Egill var svosem ekki þekktur fyrir gæzku sína né stöðugleika í skapi - svo ekki sé nú meira sagt. En hann var ansi góður að endurnýta kvenfólk. 

Hluti af því sem heillaði mig í Egilssögu eru þessu endalausu uppnefni; Atli skammi - hann hefur líklega verið aðeins of stuttur.... Göngu Hrólfur..... Kveld Úlfur...... Mér fannst samt bezta nafnið í Egils Sögu vera Bjálfi - en það var bara ekki uppnefni..,,

Ég var enda snögg að finna nýtt nafn á kennarann, ég kallaði hann Þorstein Gæsalöpp - enda var honum mjöööööög annt um að viið kynnum að setja réttar gæsalappir Halo

En sumsé ég týndi flissinu þegar ég las skrif Óttars um Egil: Hann greinir hann siðblindan með mótþróaþrjózkuröskun og alkóhóllista í þokkabót! Ég spyr nú bara og skæli mig í framan; Þarf maður endilega að vera mótþróaþrjózkuraskaður alki þótt maður vilji sigla með víkingum og höggva mann og annan? Ég vil ekki heyra eitt hnjóðsyrði um Egil. Ekki eitt!!

Sjúkkett að mamm´ans kunni að meta hann W00t 


Afmælis...

Ég á afmæli í dag Wizard Hugsið ykkur 50 ár síðan ég ákvað að eiga hér nokkra góða daga.

Hér koma nokkrar staðreyndir um 8. júní af wikipedia.com 

8. júní er 159. dagur ársins (160. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 206 dagar eru eftir af árinu.


Spáið í það - það eru 206 dagar þar til þið farið að skjóta upp flugeldum Tounge

 

[breyta]Atburðir

[breyta]Fædd

[breyta]

Ég bætti mér inní þarna hjá þeim strákunum á Wikki þeir hafa eitthvað aðeins gleymt sér.... en eins og þið vitið þá er vefurinn aldrei áreiðanleg heimild.

Ég vaknaði syngjandi Amazing Grace og sms frá Döggu frænku sem á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn Dagga Heart 

Sólin skín og fuglarnir syngja - enda eins gott því ég ætla að vera með veislu úti. Hlakka til að hitta vini og ættinga.

Jibbý Cola Wizard 


Framboð og skítkast!

Ég er orðin svo leið á þessu endalausa skítkasti í garð sitjandi forseta að það endar með því að ég kýs hann.

Fólk hrópar; puntudúkka, upprifjun, 2007, útrásarforseti og fleira og fleira. Hvert sem ég lít fylla skjáinn blogg, fjölmiðlafyrirsagnir og facebookstatusar um hvað maðurinn sé ómögulegur.

Þetta með puntudúkkuna breyttist að vísu úr skrautdúkku í meðförum manna - ef ég man rétt. Ég velti því fyrir mér hvar Ólafur Ragnar hefði kallað aðalkeppinaut sinn skraut/puntudúkku. Enginn virtist geta svarað því með sannfærandi hætti þannig að ég fór á stúfana og hlustaði á viðtöl við manninn og las mikið af því sem haft hefur verið eftir honum. Það næsta sem ég komst skrautdúkku var í viðtali sem Björn Ingi tók við hann á pressunni, ég held hann hafi verið á starfmannafundi á Landsspítalanum við það tækifæri. Þar svaraði hann aðspurður hvort hann hefði ekki verið ósanngjarn í gagnrýni sinni á Þóru - nokkurn veginn svona: "....á þetta framboð að vera einhver skrautsýning?" Man það svo sem ekki orðrétt en og nenni ekki að hlusta á þetta viðtal aftur. Endilega leiðréttið mig........... ekki ;) Ég ætla að þá að taka hinn sanna Íslending á það og hlusta ekki rassgat á ykkur. Því ég hlýt að hafa rétt fyrir mér.  Ekki satt?

Tölum aðeins um hænuna sem missti eina fjöður!

Varðandi útrásina þá skal ég viðurkenna það að ég var ekki mjög ánægð með hann þá en ég skil svo sem hvað hann var að gera. Hefði fólk ekki fjargviðrast ef hann hefði ekki stutt við vitleysingana sem svertu nafn víkinga - og var nú orðspor víkinga ekki fallegt fyrir!

Ekki ætla ég að ætlast til þess að sitjandi forseti lesi meira og minna feikaða ársreikinga meira og minna gjaldþrota fyrirtækja og banka. Ég var með aðra menn á launum við það. Mér finnst það fólk hinsvegar alls ekki hafa staðið sig en það kemur forsetanum ekkert við. Ekki í mínum huga. 

Svo er ég líka svo nísk að ég er ekki viss um að ég tími að borga enn einum forseta laun fyrir að frílista sig í útlöndum, Mosfellssveit eða hvar hann vill sóla sig. Er ekki betra að láta manninn vinna fyrir laununum sínum? 


Ég hitti...

...bóksalann á förnum vegi í dag. Hann hafði orð á því hvað ég væri orðin brún og innti mig eftir því hvort ég hefði verið erlendis. Ég sagði honum, sem satt var, að þetta væri afrakstur þess að labba úti með hundinn hátt í tvo tíma á dag; vetur, sumar, vor og haust. Fyrst yrði maður veðurbarinn, síðan útitekinn og síðast liti maður út eins og ég í dag Tounge

Hann spurði þá hvernig hundurinn liti eiginlega út og ég sagði að hann væri nánast orðinn alveg svartur Cool 

Ljónshjartað á góðum degi

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband