Eplakaka Mörtu Smörtu

Þessi er tekin úr smiðju Mörtu smörtu. Hrikalega góð, einföld og fljótleg. Var ég búin að segja góð? ;) 

Epli í sneiðum (græn epli), hnoðað deig, kanilsykur stráð yfir.

150 grömm smjörlíki,

150 gr sykur

150 gr hveiti (til helminga heilhveiti og hvítt hveiti)  

Tæp 1tsk lyftiduft

Bakað í 35-40 mín í 180 stigC

Leiðbeiningar fyrir óvana bakara: Eplin eru skorin í ca 2cm þunna báta og lögð neðst í eldfast mót. Gott er að hafa þykka botnfylli af eplum. Deigið (smjörlíki,sykur,hveiti og lyftiduft hnoðað saman) er hnoðað og dreift yfir eplin (í molum...). Kanilsykri stráð yfir. Betra er að hafa meiri kanil en sykur til að þetta verði ekki alltof sætt (því mikill sykur kemur úr eplunum). 

Borið fram heitt, með vanilluís eða þeyttum rjóma Wizard  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.