Fljúgandi Jakob með stílbragði

Ætla að skella inn þessari uppskrift af kjúklingarétti á meðan ég man svona nokkurn veginn hvernig ég gerði þetta.

1 stk. laukur.

2. hvítlauksrif

smábútur af engiferrót.

lítill rauður chillipipar

bacon

gulrætur

blómkál

spergilkál

kjúklingafillet

matreiðslurjómi

gráðostur

Laukurinn og hvítlaukurinn steiktur í ólívuolíu. Engiferrótinn söxuð smátt og sett saman við. Baconið skorið í bita og sett á pönnuna. Gulræturnar sneiddar niður í búta og settar saman við. Blómkálið hreinsað og skorið í litla búta ásamt broccolíinu og sett á pönnuna. Chilli bútað niður og steikt. Látið malla á pönnunni í nokkra stund. Vatn sett útá pönnuna og látið sjóða. Kjúklingafillet steikt á annari pönnu. Það þarf ekki mikinn tíma vegna smæðar. Sett útí stóru pönnuna og látið sjóða með í smástund. Matreiðslurjómanum hellt yfir (ég nota ekki alla eininguna) Gráðosturinn skorinn í búta og settur yfir allt saman.

Mjög gott með smá ostrusósu saman við og brauðbollum

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.