Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Strætóskólablogg

Ég tek strætó í skólann. Það er svakalega þægilegur ferðamáti - um daginn steinsofnaði ég og dreymdi að ég væri komin til Trindidad og Tobacco Sideways

Það er líka svo gaman að stúdera fólk í strætó - einn daginn var svakaleg hálka í minni sveit, þá örlaði á pirringi hjá sumum farþegum og þeir höfðu á orði að strætó ætti að halda áætlun. Bílstjórinn reddaði því nú, og var snöggur að - hann bað alla strætó í Mjódd að bíða eftir okkur Cool Annan dag var fullur kall með í för, bílstjórinn hótaði honum að hann mundi hringja á lögguna ef hann færi ekki að haga sér skikkanlega.... fulla kallinum var alveg sama. Enn annan dag voru tvær eldir konur að reima sig í strætó - þig megið gizka á hvað þær voru að gera Joyful Hápunktur hverrar strætóferðar er þó þegar ég er komin niður á Hringbraut og leiðakerfiskonan segir "næsta stopp er... Háskóli Íslands". Þá finn ég hvernig ég byrja að brosa öll - fyrst inn í mér og svo breiðist brosið út. Stundum lofa ég samt öðrum að dingla stopputakkanum. Hugsanlega eru fleiri jafnánægðir og ég að vera í HÍ Happy


Háskóli Íslands

Ég dró andann djúpt og fylltist lotningu þegar ég steig inn fyrir dyrnar í Odda í morgun í fyrsta skipti á ævinni og í fyrsta skipti sem ég stíg fæti inn fyrir HÍ sem nemandi.

Ég var að hugsa um að biðja manninn fyrir framan mig að taka mynd en lagði ekki í það enda strunsaði hann inn eins og hann væri búinn að vinna þarna í mööööörg ár og ekkert væri sjálfsagðara en að ganga inn um þessar dyr.

Gaman að segja frá því að fyrsta manneskjan sem ég hitti var Marta Heart það spillti nú ekki ánægju dagsins. Ég fékk mér te með henni og sagði frá því að ég hefði nánast ekkert sofið og því síður borðað af spenningi síðan ég var samþykkt inn í Háskólann. Þetta endar með því að ég verð há og grönn - verst að baugarnir koma til með að ná niður að hnjám.

Ég er enn í skýjunum yfir að vera orðin nemandi við Háskóla Íslands - langþráð markmið loks í höfn - og ætla mér svo sannarlega að njóta þessarar tilfinningar á meðan hún endist mér.

Rosalega er ég ánægð. 


Græn orka um áramót.

Ég var að hugsa, í nótt þar sem ég lá andvaka, um alla þessa hreinsunar- og heilsukúra sem eru í tízku um áramót. Einhverjir borða og drekka bara það sem er grænt - og þá á ég ekki við gamalt kjöt frá jólunum - aðrir drekka heitt vatn með sítrónusafa og sumir drekka heitt vatn með engifer svo las ég um daginn að þorskalýsi væri gott fyrir liðina. Einhverjir ganga svo langt í áramótahreinsunum að fara alla leið til Póllands í allsherjarhreinsun. Allt þetta les ég andaktug og kinka kolli um leið og ég hugsa: "já, þetta ætla ég líka að gera, þetta er sniðugt...." nema þetta með Pólland, svo langt geng ég ekki. Ef ég fer til Póllands einhverntíma þá verður sú ferð farin til að upplifa matarmenningu og horfa á arkitektúrinn þeirra, en það er nú önnur saga.

Það er bara einn galli, eða kannski ég ætti fremur að kalla það hæng, á þessu heilsufári öllu. Þetta byggist allt á því að það líði amk. klukkutími frá inntöku þar til innbyrða má morgunmat og þar kem ég að því sem ég var að hugsa í nótt. Því ef ég ætla að framkvæma alla þessa gjörninga og láta alltaf líða klukkutíma á milli þá reiknast mér til að fólk þurfi að vakna um þrjúleytið á morgnana sem er ansi snemmt og ég var jafnvel orðin of sein þar sem ég lá og bylti mér í nótt. Við vitum líka öll að svefn er svo nauðsynlegur fyrir heilsuna að ég tali nú ekki um útlitið.

En eins og segir í einhverri bók - örvæntið eigi - ég datt niður á lausnina. Ég blanda bara öllu saman í einn ógeðsdrykk og málið er dautt Sideways


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband