Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Manstu....

.....hvort ég á gulrætur heima? Spurði ég afgreiðslustúlkuna í Bónus í hádeginu, grafalvarleg. Hún horfði ráðvillt á mig og vissi greinilega ekki alveg hvernig hún átti að tækla þessa klikkuðu kerlingu.

Ég glotti svo og útskýrði fyrir henni hvað þetta gæti verið þægilegur fídus fyrir verslunina. Hugsið ykkur ef kassinn í Bónus væri bara beintengdur við ísskápinn þinn og afgreiðslustúlkan/drengurinn gæti bara sagt - hinkraðu aðeins - ég skal athuga það..... Tounge Hún áttaði sig mjög hratt og við vorum komnar með hinar ýmsustu útfærslur á þessu eftirliti.

En - ég meina - spáiði í hvað þetta væri þægilegt! Að því gefnu að eftirlitið væri takmarkað við ísskápinn og hugsanlega búrskápinn Cool 

 


Skipulag fyrir lengra komna.

Ég vaknaði óvenju snemma í morgun eða rétt rúmlega fjögur.... sumir mundu líklega kalla þetta nótt. Mömmusinnardúlludúskur segði líkast til að hann vissi ekki einu sinni að klukkan YRÐI fjögur um morgun Tounge

Þar sem ég bældi mig og reyndi að sofna aftur rann það upp fyrir mér af hverju ég vaknaði á þessum ókristilega tíma. Mér fannst ég nefnilega vera orðin á eftir í öllu og ekki síst lífi mínu! Ég fleygði bókinni, um Gamlingjann sem fór út um gluggann og hvarf, - ágætis bók bæþevei..... umsvifalaust frá mér, setti í vélina, stökk í sturtu, setti skrúbb framan í mig og fastan lit á augabrúnirnar. Reiknaði svo nokkur dæmi - bara svona til öryggis Tounge og fór út með hundinn. Ó..... og upphugsaði sjö hnyttna en um leið fræðandi feisbúkkstatusa. Einn fyrir hvern dag vikunnar.

Nú sit ég - klukkan rétt að skríða í hálfníu og er búin að öllu.

Hvílíkur munur Halo 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband