Bolludagur 2009

í tilefni bolludagsins ætla ég að setja inn uppskriftina hennar ömmu af vatnsdeigsbollum. Þetta er uppskrift að ca. 25 bollum.

100 gr. smjörlíki

2 1/2 dl. vatn

150 gr. hveiti

4-5 egg (þeytt)

2 tsk. sykur

vanilla, salt, hjartarsalt.

1 1/4 tsk. lyftiduft

Smjörlíki, vatn og sykur soðið í potti. Hveitið sett úti og suðu hleypt upp. Látið kólna og þeytt eggin látin út smám saman. Hrært í 10-15 mín. Lyftiduftið látið út í seinast. Sett með stórri teskeið á plötu. Bakað í 15 mín. við 150-200°

Súkkulaði brætt ofan á, sulta og rjómi á milli.

Namm!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.