Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Muniði...

....eftir gulrótarsalatinu sem mamma og amma bjuggu til í gamla daga? Þegar lífið var leikur og bestu vinir þínir hétu Óskar og Kristín? Þið vitið.... þetta með rifnu gulrótunum og rúsínunum?

Allt í einu langaði mig svo í þetta salat í dag. Mér var slétt sama þó lífið væri hreint enginn leikur og ég ætti enga vini. Bara ef ég fengi svona gulrótarsalat! 

Ég glotti með sjálfri mér þegar ég sótti matvinnsluvélina sem ég fékk í brúðkaupsgjöf á sínum tíma og hef eiginlega ekki notað síðan ég guðsblessunarlega losnaði við manninn sem fylgdi með matvinnsluvélinni Tounge Ástæðan fyrir Sólheimaglottinu var að ég ætlaði að vera svo sniðug og snögg að rífa gulræturnar í vélinni. Ég safnaði öllum hlutum vélinnar saman og hugsaði á meðan til þess þegar mamma og amma bjuggu til þetta salat í gamla daga í græju með rifjárni í botninum. Sú var knúin áfram af handafli og verulega leim.....

Ég fann rétta grófleikann á rifjárni fyrir gulræturnar og sippaði öllu saman upp í eldhús.

Var svo í ríflega tvo tíma að reyna að rifja upp hvernig í ósköpunum átti að setja þessa matvinnsluvél saman þannig að hún virkaði og endaði að  lokum á því að rífa gulræturnar á rifjárni yfir skál í vaskinum.

Allt í einu varð handknúna græjan mjög eftirsóknarverð og ég er staðráðin í að rupla henni frá mömmu við fyrsta tækifæri.

En... ég kreisti ég safann úr sítrónunni með rafmagnknúinni þar til gerðri pressu sem ég fékk að gjöf fyrir nokkrum árum frá góðri konu eftir nett dramakast á alþjóðavefnum og hef notað óspart síðan - nánast daglega. Pressuna alltsvo ekki konuna og því síður dramakastið Tounge

 


Ég er í smá vandræðum...

....með karlmenn í lífi mínu.

Þannig er að við stóðum hér úti um daginn Ljónshjartað og ég og reyndum að finna rétta stráið til að míga utan í þegar að garði bar tvo mormóna sem spurðu hvort þeir mættu spjalla aðeins við mig. Ég hafði svo sem ekkert annað að gera þá stundina og jánkaði því.

Þeir töluðu við mig um Jesú og gleðina og gáfu mér bækling um gleðina yfir að finna Jesú. Þeir þóttust ekki skilja þegar ég sagði þeim að ég væri lööööngu búin að finna Jesú og geymdi gleðina yfir því í barmafullu hjarta mínu..........

Síðan þetta var hafa þeir bankað uppá öðru hvoru og spurt hvort ég sé búin að lesa bæklinginn og hvort þeir megi koma inn. Ég hef hrist höfuðið mjög þrjózkulega og sagt þeim kurteislega - en ákveðið að þeir megi ekki koma inn og ég sé búin að týna bæklingnum.

Ég tek það fram að það er mjög erfitt að vera ókurteis við þá því þeir eru afar indælir, prúðbúnir í jakkafötum, með bindi og hjálm W00t

En ég veit hvað vakir fyrir þeim. Þeir vilja fá mig í söfnuðinn og kvænast mér báðir. 

Ég hlakka svo til þegar ég verð gömul og ljót og strákarnir hætta að elta mig Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband