Fiskur

Fisk að eigin vali er velt upp úr hveiti sem hefur verið kryddað með karrý, salti og pipar (ég setti reyndar fiskikrydd í staðinn fyrir salt...) og svo er þetta léttsteikt á pönnu.

Síðan er fiskurinn settur í eldfast mót og á pönnuna fer rjómi og soyasósa, látið malla og síðan helli ég blandi af hveitiblöndunni og vatni yfir til að þykkja þetta.  

Þessu er hellt yfir fiskinn, skorin epli og laukur sett með í eldfasta mótið, osti stráð yfir og svo inn í ofn meðan kartöflurnar sjóða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.