Færsluflokkur: Tónlist

Prjónar og diskar

Fór í dag og keypti mér garn. Eldrautt! Nú skal prjónað.

Ætla að prjóna mér rauðar grifflur - eða nornahanska eins og ég kýs að kalla þær..... Prentaði líka út uppskrift af peysu með berustykkjamunstri, langar að prjóna hana líka, kannski ég geri það bara. Get allt sem ég vil - vil allt sem ég get Tounge

Spurði einn sem ég þekki hver hefði eiginlega verið að spila Chicago blues, þarna um kvöldið, þegar ég dvaldi í mínu hásæti og hlýddi á og lýðurinn klappaði fyrir mér.... eða var það ekki fyrir mér?

Hann heitir Glenn Kaiser, er á hljómleikaferð um landið. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur ef hann spilar í ykkar hverfi! Ætla að kaupa mér disk með honum ef ég næ nokkursstaðar í hann. Mér er sagt að hann reki heimili, úti í hinum stóra heimi, fyrir fíkla og alkóhólista í bata og allur ágóði af tónleikahaldi og geisladiskasölu renni til þess starfs. Maður með mission.

Æ vúdd sey


Blues

01 Í húsinu fyrir neðan mig voru tónleikar í allt kvöld. Frábær tónlist! Chicago Blues.... Hef aldrei heyrt um þá fyrr.

Endaði með því að ég lækkaði í sjónvarpinu svo ég heyrði betur. Ekki amalegt að fá svona tónleika beint inn um gluggann. Upplifði mig eitthvað svo hundarðogeinn týpu....

....sem ég náttúrulega er Smile

Takk Chicago Blues fyrir frábært kvöld

Heart

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband