Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ég bakaði..

..rabbarbarapæ með "morgunkaffinu" sem var með seinna fallinu þar sem ég steinsofnaði aftur eftir að ég kom heim úr morgungöngunni með dýrin mín stór og smá. Það tekur á að fara snemma á fætur og týna öðru gæludýrinu í skóginum........ Wink Litla Hlín - svo sæt og fín varð frekar móðguð þegar hún týndist. Eftir hróp og köll - þegar ég áttaði mig á því að hún var ekki lengur í okkar hópferð Tounge heyrði ég hana gelta langt inni í skóginum. Þá hafði hún tekið sprettinn í vitlausa átt..... Skinnið... hún var voða fegin að komast í okkar hóp á ný. Enda vorum við alveg að bresta á með hópastarf og teymisvinnu......

Úti á snúru blakta sængin mín og koddinn til viðrunar í tilefni af því að það stytti upp W00t Bezt ég ryksugi líka. Allt í stíl - hreint á rúmum - hreint á gólfum.

Ég er að hugsa um að stofna fyrirtæki sem semur slagorð! Ekki auglýsingaskrifstofu heldur slagorðaskrifstofu! Hún gæti heitað.... "Þar sem þú verður til" W00t Þau eru orðin svo bragðdauf þessi slagorð sem eru í gangi núna. Vantar allan slagkraft! Mín mundu hljóma... eitthvað á þessa leið: "Frá okkur koma allir með hreina samvizku! Þvottahús Kaþólsku kirkjunnar." Eða: ....."Máttu ekkert aumt sjá? Líttu þá undan."  "Eru allir orðnir þreyttir á þér? Fáð´ér nýja vini." "Steyptu þér í skuldir með okkur! Sementsverksmiðjan" "Þreytt á útlendingum? Bíddu bara........ Pólska mafían!" "Bakarðu bara vandræði? - Komdu þá til okkar!" 

Einhverjar hugmyndir....? W00t

 


Játning!

Ég verð, af mínu alkunna lítillæti, að viðurkenna það að ég er snillingur þegar kemur að matseld Wink

Fór í Kaupfélagið í dag og keypti þrjár, fremur þykkar, sneiðar af ung-nauta innralæri. Lagði þær svo í marineringu í Hunts Honey Hickory sósu í þessa fimm til sex tíma þar til ég grillaði þær í fjóra og hálfa mínútu á hvorri hlið. Með þessu bakaði ég brauð og restaði svo á bernaise sósu og smælki - úr garðinum muniði....? vegna þess að það er kreppa í Reykjavík..... sem ég borðaði með sméri og smá maldon salti með ásamt tómötum og salati.

Ég sé mest eftir því að hafa ekki boðið neinum í mat en nú er ég afvelta og get mig hvergi hreyft. En það var algjörlega þess virði - enda fór ég í leikfimi í morgun og átti þetta inni Joyful


Gnægtarhornið

Ég verð bráðum eins og hann.... þarna... maður... sem ég man ekki hvað heitir! Hann greiðir hárið yfir skallann og er alltaf á öndverðum meiði við Mörð! Maðurinn - sem ég man ekki hvað heitir- taldi bætur af öllu tagi stórlega vanmetnar og það væri hæglega hægt að lifa af fimmhundruðkalli á dag á Íslandi.

Ástæða þess að ég verð bráðum eins og Hann - með stórum staf - er sú að við Lóló tókum upp kartöflur á sunnudaginn! Síðan hafa verið kartöfluréttir í ýmsum myndum í matinn! Nú síðast í hádeginu bjó ég til ommelettu úr afgöngum vikunnar, sem meðal annars innihéldu............ jamm - kartöflur! Ég sver það -  það er ekkert mál að lifa af tvöhundruðogfimmtíukrónum á dag! Bara muna þegar þið leyfið ykkur þann munað að fara út að borða á skyndibitastaði að fyllta alla vasa af tómatsósu- og sinnepsbréfum - þá þurfið þið ekki að kaupa slíka munaðarvöru....... Tounge Áður en við verður litið verðið þið farin að harka með hlutabréf og stunda skammsölu - án þess að skammast ykkar Cool

Bezt ég fari og sæki meira af kartöflum.

Ég lofaði ykkur að skýra fall krónunnar í dag! Hér kemur sú skýring í stuttu máli. Þið skuluð lesa hana varlega því  hún endar ekki vel - ekki fyrir alla......

Þannig er, ef ég skil minn heimildarmann rétt - sem bæ þe vei vill ekki láta nafns síns getið.... -  að bönkum á Íslandi er meinað að gera ársreikninga sína í gjaldeyri. Öll "betri" fyrirtæki á Íslandi gera það hinsvegar og þessvegna hefur sveifla krónunnar svo til engin áhrif á þau.

Til að koma vel út í uppgjörinu, sem svo skemmtilega vill til að er núna í september ;) hamstra bankarnir gjaldeyri, sem hefur svo í för með sér að framboð krónu stóreykst á mörkuðum, sem aftur orsakar að hún húrrar niður vinsældarlistann. Hver vill krónu sem nóg er til af? Sérstaklega í september....... Woundering

Þetta, gott fólk, er ástæða síhækkandi benzínverðs og daglegrar hækkunar nauðsynjavöru á Íslandi. Bílasalar vita ekki sitt rjúkandi ráð og grípa til þess að verðmerkja í evrum. Seðlabankinn kann það eina ráð að hækka stýrivexti..... 

En - og nú kemur rúsínan í pylsuendanum.... Vitiði hver bannar bönkunum að gera upp í erlendri mynt? Seðlabankinn! Vitiði hver er seðlabankastjóri? Davíð!

Ég legg til að við stormum í seðlabankann, eins og hverjir aðrir hysknir mótmælendur. Gerum uppreisn, steypum Davíð af stóli en steypum styttu af mér í staðinn á Austurvelli. Það gleddi mitt hagsýna húsmóðurhjarta að hafa hana úr gulli.... Tounge

Þakka þeim sem hlýddu Kissing

 


Skortsala...

Ég hlustaði á Bylgjuna í morgun á leiðinni heim! Þar var Jafet Ólafsson að útskýra skortsölu fyrir hlustendum.

Ef ég skildi hann rétt þá er skortsala þegar hlutabréfaeigendur "lána" hlutabréfin sín og þau eru seld á uppsprengdu verði og keypt aftur þegar verðið á bréfunum lækkar - framboð og eftirspurn sjáðu til. Þannig geta þeir grætt á þessari sölu - sem er náttúrulega, vægast sagt hæpin.........

Ég legg til að þessi skortsala sem er bein þýðing úr enska orðinu shortsale - verði breytt í skammsölu! Þeir sem stunda þessi viðskipti geta þá skammast sín á meðan......

Á morgun útskýri ég fyrir ykkur hvers vegna krónan er í fjálsu falli Tounge

 


Gizk!

Þið getið aldrei gizkað á hvað við sáum afar snemma einn sunnudagsmorguninn í gönguferð okkar upp með á........

Vísbendingar: Það var blátt, rautt og gult! Það var ekki hrætt við hunda! Hundar voru hræddir við það... W00t

Það styttist í að ár verði liðið frá því að ég var rekin! Ég er á fullu að undirbúa hátíðarhöldin - búin að semja þakkarræður og blása í blöðrur sem ég fékk lánaðar hjá sýslumanni Íslands! Cool Samt er honum ekki boðið Tounge


Hugleiðingar um afleiðingar ;)

Ég var sofnuð um níuleytið í gær! Algjörlega búin á því eftir langan og strangan dag........

...af því leiddi að ég var vöknuð óguðlega snemma í morgun! Sem aftur leiddi svo af sér að ég hef komið hrikalega miklu í verk og klukkan er ekki enn búin að slá morgunkaffi Tounge

Ég fór með hundana út í skóg - þar gengum við upp með á í morgunkyrðinni! Áin er komin óþægilega nærri veginum sem við göngum eftir - sem er sjálfsagt afleiðing allrar þessarar rigningar........ Allavega þurfti ég að hafa hemil á yngri vitleysingnum - eða ætti ég að segja yngsta Cool í ferðinni! Hún var alltaf komin í vaðham um leið og ég leit af henni! Til þess að fyrirbyggja að ég þyrfti að sækja hana niður að ósum þurfti ég að vera svolítið höstug! -En..... hvernig skammar maður tík sem heitir Hlín og er svo hamingjusöm að hún hefur engan veginn hemil á gleðinni? Ég allavega enda alltaf í þessum tón..... Hlín mín.... ertu svona sæt og fín? Tounge

Nú er ég búin að setja í vélina og búa til hundanammi! Er á leiðinni á spennandi fund á eftir og þarf að sjæna mig soldið fyrir hann! Ekkert mikið samt - það er nú ekki eins og ég líti eitthvað illa út Joyful Bara svona þetta daglega viðhald - þið vitið..... sturta, blása hárið, ákveða hvaða pils ég fer í! Hey... kannski giftingarpilsið? Það er ferlega flott og langt síðan ég hef farið í það........ Góð hugmynd!

Önnur góð hugmynd sem ég fékk um daginn er að ég væri til í að eiga svona fjallahúsbíl.... ætli þeir séu til? Svona bíll sem kemst yfir fjöll og firnindi? Ár og læki? Sem ég gæti keyrt eitthvað út í buskann og numið staðar einhversstaðar fjarri mannabyggðum - vaknað svo morguninn eftir og stungið úfnum hausnum út um lúguna og horft á svartan sand eins langt og augað eygði........ Bara ég og Ljónshjartað.... ok - og kannski einhver sætur strákur ef hann endilega vildi koma með - en hann yrði þá líka fjandakornið að vera skemmtilegur! Annars mundi ég bara skilja hann eftir hinumegin við ána.... Tounge

Hér er svo enn ein hugmynd sem ég er að gæla við og er reyndar búin að gera í mörg ár! Hún er sú að vera einhverstaðar í fjallakofa um jólin! Bara ég, Ljónshjartað og hangilæri! Mundi taka með mér skíði - þrátt fyrir þá staðreynd að ég geti engan veginn staðið á skíðum fyrr en eftir tvö til þrjú rauðvínsglös - ég hef þá bara flöskuna með líka Wink

Finnst ykkur skorta eitthvað á félagslegan þroska minn? 


Ég á mér draum!

Ég ætlaði út í búð og í bókasafnið eftir vinnu!

Áður en ég vissi af var ég hinsvegar komin í Englavíkina og búin að fylla alla vasa af grjóti........Svona getur lífið nú verið fullt af óvæntum uppákomum - enda veit maður aldrei  hvenær maður lendir í fellibyl og þarf á öllum sínum grömmum að halda Tounge Úr því að ég var komin alla þessa leið - eftir svo ógreiðfærum vegum að þegar ég kom að skilti þar sem stóð að hámarkshraði væri 50 km/pr. klst hefði ég auðveldlega getað bætt 100% við hröðunina og samt verið lögleg........

Mynd005Ég stóð heillengi og hugsaði um..... fólk á meðan ég starði á brimið sem var svo stórkostlegt að ég var gjörsamlega bergnumin! Ég tæmdi algerlega hugann - og áður en ég vissi af var hjartað farið að slá í takt við ölduna. Þungt og markvisst og það eina sem ég heyrði var brimaldan sem fyllti hugann! 

Ljónshjartað var ekki lítið ánægður með breytta ferðatilhögun og vissi ekki í hvaða fót hann átti að stíga! Þarna var fé á fæti sem hann telur sig eiga eins og það leggur sig síðan Bóndinn hennar Fanneyjar leyfi honum að reka úr túnfætinum í sveitinni! Hann velti því fyrir sér drykklanga stund hvort hann ætti að þeysast af stað á eftir sauðunum en ákvað svo að fylgja mér frekar! Enda er ég miklu skemmtilegri en hver meðalkind Tounge

I believe in angel............ söng Abba á fullum styrk þegar ég lagði af stað áleiðis heim! Ég get enn séð fyrir mér brimið og öldurótið..... þegar ég kom heim sá ég hinsvegar að brimið var enn á gleraugunum! Ekki að furða þótt ég hafi verið í svona miklum tengslum Cool

InLove


Dramablogg!

Ég var að tala um kjólana mína í gær! Að vísu voru það huglægu kjólarnir mínir og raunverulegu kjólunum mínum fannst þeir vera smá útundan!

Mér finnst gaman að klæða mig í kjóla og pils - á heilan helling af kjólum og annað eins af pilsum sem ég geng mikið í og ekki bara vegna þess að ég er með flotta leggi Tounge Þeir eru í öllum sniðum og formum - og þá er ég að tala um kjólana mína ekki leggina....... Wink sumir skrautlegir aðrir ekki........ margir rauðir Cool Yfirleitt fer ég í einn í einu og reyni að lúkka dálítið eins og mér finnst vera flott! 

....og þá erum við komin að dramanu! Ég þarf alltaf að vera í sokkabuxum við! Það kemur til af því að ég bý - eins og margir vita - á Íslandi! Á sumrin slepp ég nokkuð billega þá get ég smokrað mér í leggings - á nokkrar sem enda á blúndu og allir eru sáttir! Á veturnar þyngist róðurinn. Í morgun þurfti ég til dæmis að opna sokkabuxnaskúffuna mína! Ég á sokkabuxur í öllum regnbogans litum! Þær eru silfurglimmer, svartar, rauðar, köflóttar, bleikar, mislitar, röndóttar..... ég gæti þulið lengi!

Ég horfði á þær og þær glottu á móti mér. Vissu sem var að þeirra tími var að renna upp! Málið er að þær snúast alltaf einhvern veginn fáránlega í höndunum á mér þegar ég klæði mig í þær! Barátta mín við nylon er efni í aðra færslu...... Pinch Enda er ég lööööngu búin að játa mig sigraða þar! Kona verður nú að þekkja sín takmörk Tounge

Ég veit ekki hvað skeður en ég enda alltaf frekar pirruð. Ekki bætir svo úr skák þegar ég er að koma úr sundi líka! Muniði í gamla daga þegar maður sat sveittur á bekknum og reyndi að troða sér í fargins sokkabuxurnar sem mamma heimtaði að ég væri í innan undir buxunum? Það endaði iðulega á því að þær snéru ofugt þegar ég var loksins komin í þær og ég fór úr þeim aftur og henti þeim ofan í tösku Pinch

Ég hef ekki vaxið upp úr þessu tímibili! Eru námskeið þar sem konum er kennt hvernig sokkabuxur eigi að snúa? Er þetta ekki einhver fötlun? Á ég ekki ábyggilega rétt á bótum?

Tounge


Ég og Ike!

Skrapp í bæinn með nýja fellibylnum mínum W00t

Hitti þar nokkrar konur sem eru hver annarri skemmtilegri! Takk Marta fyrir að bjóða mér InLove Þegar ég svo lúskraðist heim aftur var Ike búinn að sækja í sig veðrið og þrumaði yfir mér alla leið! Á áfangastað komst ég þó og mátti ekki seinni vera!

Hringdi á lögguna sem hringdi á björgunarsveitina! Þeir eru núna úti, strákarnir, hangandi í stiga Pouty Ég er ekki viss hvort þeir eru að reyna að komast inn eða út - eða hvort þeir hafi horft of mikið á Emil í Kattholti í æsku og alltaf langað til að blakta í flaggstöng eins og Ida W00t Allavega voru snör hjá þeim viðbrögðin - hafa sjálfsagt áttað sig á því að ég hringi ekki í þá nema brýna nauðsyn beri til........Ég hlýt að fá afslátt af fasteignagjöldum fyrir að vera góðborgari? Woundering

Kominn tími á að skríða undir rúm - að loknu góðu dagsverki! Joyful Enda þarf ég að vera fersk þegar bæjarstjórinn bankar með afsláttareyðublaðið Tounge

 


Drastiskar ákvarðanir

Ég hef tekið þá ákvörðun að skrifa ekki athugasemdir við pistla hjá fólki sem veltir sér upp úr rasisma né hjá þeim sem rugga sér í neikvæðni daginn út og daginn inn!

Ætla að hafa sama háttinn á og við fréttir. Hlusta ekki og tek þar af leiðandi ekki þátt!

Þar hafið þið það! Afdrifarík ákvörðun fyrir ykkur sem missið af mínum hnitmiðuðu - skorinyrtu að ég tali nú ekki um skemmtilegu athugsemdum!

Ég nenni ekki lengur að hlusta á ykkur tjá ykkur miður fallega. Ekki orð um það meir. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.