Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Lyklarnir í lífi mínu

Hafiði tekið eftir því að líf ykkar snýst um lykla? Þú þarft lykla að húsinu þínu, bílnum þínum, vinnunni þinni, auðkennislykil í bankanum, lykilorð eru út um allt og það er algjörlega til að æra óstöðugan að muna öll þessi ósköp. Ég aðstoðaði eldri konu um daginn - já ég veit - ég er rosa góð. Hún stóð við benzíndælu með dælulykil - einn lykillin enn - og vissi ekki hvernig hún átti að snúa sér. Þegar hún var búin að dæla benzíni á sinn bíl - dældi ég á mömmu bíl og fór að velta því fyrir mér hvernig heimurinn yrði eftir ca. tuttuguogfimm ár, þegar ég verð komin á aldur eldri kvenna.

Sú hugleiðing endaði með bæn um engar frekari  tækniframfarir fyrr en eftir minn dag. Er þetta ekki líka orðið gott bara? Ég allavega nenni ekki að standa einhversstaðar með ókennilegan hlut í höndunum og bíða þess að góðhjörtuð kona komi sem ég hugsanlega þori að biðja um aðstoð...... Ég meina ég er rosa tæknivædd, á mp3 spilara og allt Tounge Ég veit samt að Dúlludúskurinn er ekki sammála mér varðandi tæknivæðsluna. Hann nefnilega bað um að fá lánaðan minnislykilinn, jú, jú þar kom enn einn lykillinn..... minn um daginn og spurði í leiðinn hvað hann væri stór. Honum var ekki skemmt þegar ég gerði ca. 3ja sentimetra bil á milli vísifingurs og þumals og sagði: "ca. svona...." Sideways


Íslenskt mál

Ég varð alveg sérdeilis forviða þegar ég, eldsnemma í morgun, ætlaði að sækja mér Fréttablað í kassann handan við hornið. Hann var nefnilega tómur. Ég hugsaði svo sem ekki mikið meira um það en einbeitti mér þess í stað að orðinu forviða. Hvaðan kemur þetta orð? Forviða! Nákæmlega hvað er að vera forviða og í hvaða samhengi er þetta orð komið inn í íslenskt mál? Maður spyr sig margra spurninga og klukkan ekki einu sinni orðin átta.

Þegar ég kom síðan niðr´í vinnu hafði einhver tekið saman allan þann bunka af Fréttablöðum sem safnast hafði upp undanfarna daga og vikur. Ég leit á bunkann og það hvarflaði að mér að taka blöðin og stinga þeim í títtnefndan kassa handan við hornið LoL Haldiði að fólk hefði ekki orðið forviða Tounge þegar það uppgötvaði að það væri að lesa blað gærdagsins eða síðustu viku. Mér finnst hugmyndin ennþá mjög góð - en ég nennti ekki að hrinda henni í framkvæmd.

Lífið gengur sinn vanagang - ég vakna, vinn og læri, læri, læri, sofna. Vakna, vinn....... Ég var algjörlega að brillera í dönsku áfanganum enda ekki margir sem hafa lagt það á sig að sofa hjá dana til að ná afturbeygðum fornöfnum lýtalausum Tounge Já... krakkar mínir, fórnirnar sem þarf að færa í þessu námi eru margar en mismiklar.

Þetta blogg er í raun gáta - ef þið takið upphafsstaf hverrar setningar þá fáið þið nafn á frægu fyrirtæki á Íslandi.

Góða skemmtun.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband