Epla- og valhnetubaka

Þessa smakkaði ég þegar ég fór á Skagann í fyrsta skipti í sautján ár ;) og heimsótti Sigrúnu Sveitó hún á heilan ólgusjó af uppskriftum og þær eru hver annarri betri. 

Gerir eina köku

  • 2,5 bollar valhnetur (ég miða við 250 ml bolla)
  • 1,5 bolli döðlur
  • 2-3 epli, meðalstór (græn eða ljósrauð)
  • Safi af 1 sítrónu í 2 bollum af vatni
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 tsk negull
  • 2 msk hunang (acacia) eða hreint hlynsíróp
  • 1/2 bolli hreinn eplasafi
  • 1/4 bolli rúsínur (má nota döðlur)

    Aðferð:
  • Blandið valhnetunum og 1,5 bolla af döðlum saman í matvinnsluvélinni. Blandið í um 40 sekúndur eða þangað til allt er orðið grófhakkað án þess að verða að mauki.
  • Þrýstið botninum í 20cm kringlótt form (gott að setja bökunarpappír undir). Þrýstið bæði botn og kanta. Kælið í ísskáp í um klukkutíma.
  • Skerið kjarnann úr eplinu og sneiðið frekar þunnt.
  • Hellið sítrónuvatninu yfir og geymið í smá stund.
  • Sigtið sítrónuvatnið vel frá eplunum.
  • Setjið eplasneiðarnar á stóra pönnu ásamt kanil, negul, rúsínum, hunangi og eplasafa.
  • Hitið vel í um 15-20 mínútur eða þangað til eplin verða frekar mjúk.
  • Takið eplasneiðarnar og rúsínurnar af pönnuni götóttum spaða þannig að vökvinn leki af.
  • Látið vökvann malla á pönnunni í um 5 mínútur við frekar háan hita.
  • Kælið.
  • Dreifið eplasneiðunum jafnt yfir botninn. Hellið eða penslið vökvanum af pönnunni yfir eplin.
  • Dreifið aðeins meiri kanil yfir ef þið viljið.
  • Það má stinga bökunni í ofninn og hita í um 20 mínútur. Það er gott að bera fram bökuna með hollum ís eða þeyttum rjóma fyrir þá sem borða slíkt.

Uppskrift fengin á CaféSigrún.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband