Grunnurinn að þessari uppskrift er af kjot.is en ég hef stílfært hana aðeins og aðlagað að mínum smekk. Það tekur svolítinn tíma að elda hana en ég elda oftast ríflegan skammt og hef afganga daginn eftir.
2 stk. meðalstórir laukar skornir
3 hvítlauksrif marin
5-600 gr. nautagúllas
Svartur heill pipar
Salt
Cumin fræ má sleppa en gefur súpunni svolítið austurlenzkan blæ.
Steikið laukinn og hvítlaukinn, hellið gúllasinu út í og steikið með lauknum. Þegar gúllasið hefur lokast er pipar, cumin og salti stráð yfir.
1 2 pokar gulrætur fer eftir smekk
5 kartöflur
Púrrulaukur
2 lárviðarlauf
1 krukka tómatpúrra
1 dós tómatsósa með hvítlauk
Gulræturnar skrældar og skornar í meðalstóra bita, kartöflurnar afhýddar og skornar í tvennt eða fernt eftir stærð, púrrulaukurinn skorinn.
10-15 dl. vatn sett í stóran pott ásamt nautakjötskrafti og grænmetiskrafti. Setjið laukinn, gúllasið, gulræturnar, kartöflurnar og púrrulaukinn út í, myljið lárviðarlaufin oní pottinn. Setjið tómatsósurnar saman við. Látið sjóða í ca. 1 og ½ tíma. Oft set ég á þessum tímapunkti, ef ég á, matreiðslurjóma eða sýrðan rjóma í pottin og læt það sjóða með.
Bacon og sveppir steikt á pönnu og sett út í pottinn. Látið sjóða í ca. 15 mín. í viðbót.
Ef ég á eggjanúðlur inni í skáp þá set ég smáslatta út í og læt þær hitna með síðustu mínúturnar.
Með þessu ber ég fram brauð.
Þessi súpa er afar góð á köldum vetrardögum en ég hef líka eldað hana á heitum sumardegi. Hún er ekki verri á öðrum eða þriðja degi. Eins frysti ég oft afganginn og hita upp síðar.Flokkur: Matur og drykkur | 18.11.2007 (breytt 13.11.2008 kl. 13:24) | Facebook