Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar

Skinkumyrjuhorn

Matreiðslutími: 60+mín.

 

24 stk.

25 gr smjör
4 dl léttmjólk
1 dl AB-mjólk
6 gr þurrger (hálfur pakki)
2 tsk sykur
1 tsk salt
800 gr hveiti

 

Bræðið smjörið í potti og setjið mjólkina og AB mjólkina út í, og velgið. Setjið þurrefni í hrærivélarskál (geymið samt smá hveiti) og hellið svo mjólkurblöndunni yfir og hnoðið.
Breiðið yfir skálina og látið hefast í ca 1 klst.

Takið deigið úr skálinni og hnoðið vel, setjið restina af hveitinu ef þarf.  Deilið deiginu í 3 jafn stóra hluta.  Rúllið hverju hluta út í kringlótta flatköku, ca 30 cm í þvermál.  Skipið hverri köku upp í 8 "kökusneiðar"
Smyrjið myrju á breiða endann og rúllið upp, frá breiða endanum.  Leggið á bökunarpappír og látið hefast í ca hálfa klst.  Penslið með eggi og bakið í miðjum ofni.

Í nestið: Takið skinkuhornið beint úr frysti og setjið í nestispakkann!!

-----

Pizzasnúðar

2.5 dl vatn
6 gr þurrger (hálfur pakki)
500 gr hveiti
1 msk olía
1 tsk salt

- Látið hefast í 30 mín.
- Deigið flatt út, smurt með pizzasósu, settur ostur (og annað álegg að vild), rúllað saman, skorið í 1½ cm þykkar sneiðar.
- Raðað á bökunarpappír.
- Bakað við 180°C (blástur eða 200° ekki blástur) í 10-12 mín.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.