Færsluflokkur: Matur og drykkur

Játning!

Ég verð, af mínu alkunna lítillæti, að viðurkenna það að ég er snillingur þegar kemur að matseld Wink

Fór í Kaupfélagið í dag og keypti þrjár, fremur þykkar, sneiðar af ung-nauta innralæri. Lagði þær svo í marineringu í Hunts Honey Hickory sósu í þessa fimm til sex tíma þar til ég grillaði þær í fjóra og hálfa mínútu á hvorri hlið. Með þessu bakaði ég brauð og restaði svo á bernaise sósu og smælki - úr garðinum muniði....? vegna þess að það er kreppa í Reykjavík..... sem ég borðaði með sméri og smá maldon salti með ásamt tómötum og salati.

Ég sé mest eftir því að hafa ekki boðið neinum í mat en nú er ég afvelta og get mig hvergi hreyft. En það var algjörlega þess virði - enda fór ég í leikfimi í morgun og átti þetta inni Joyful


Haustlitir í peysu og pottum.

Margir hafa komið að máli við mig - Ókei, báðir vinir mínir Tounge hafa hvatt mig til að setja linka á uppskriftir frá mér inn á síðuna. Eldaði hrikalega góða gúllassúpu í gær og bakaði brauð með. Fæ vatn í munnin við tilhugsunina um vel heppnaða máltíð í gærkvöldi! Ekki slæm hugmynd. Þá eru þær á ákveðnum stað líka og ég get gengið að þeim vísum. Málið er í vinnslu. Er að stúdera hvernig ég linka á uppskrift. Það getur ekki verið flókið.

Ljónshjartað hitti aftur tíkina, niðri við á í morgun, spurning hvort samband þeirra er að komast á það stig að ég þurfi að fara að hitta "mömmu" hennar Wink.....

Ég var samt voða stolt af honum því að þegar ég tilkynnti honum að nú væri komið nóg og við þyrftum að halda áætlun, skokkaði hann á eftir mér. Fyrsta skipti sem ég þarf ekki að draga hann í burtu frá öðrum tíkum. InLove

Keypti mér garn í haustlitapeysu í gær. Er að dunda mér við að prjóna í rigningunni, alltaf svo gaman að byrja á einhverju nýju!

Fariði vel með ykkur


Haustfílingur

Fór í göngu með stúf í morgun. Haustlitirnir skarta sínu fegursta. Hvert sem ég leit voru rauðir, gulir og gullnir litir og ég sem var að hafa áhyggjur af að allt laufið yrði fokið á haf út þegar þessi tími rynni upp. Haustið finnst mér indælasti tími ársins! Ljónshjarta var svo stálheppinn að við hittum tvær tíkur á leiðinni þannig að samtals vorum við orðnar þrjár.......Cool

Á meðan ég teygaði í mig litina gengum við fram hjá manni sem stóð á tröppunum sínum með sitt íþróttablys og naut haustsins allavega jafn mikið og ég, ef ekki meira - eða kannski var það blysið sem hann naut svo vel Tounge

Í dag ætla ég að baka eplapæjuna hennar Mörtu - hrikalega góð og fljótleg - bæði að búa pæið til og borða það. Allavega stoppar það aldrei lengur en daginn á borðinu hjá mér og einkasonurinn verður alltaf svo glaður þegar hann sér að ég er að baka. Ekki þarf nú mikið til að gleðja ungs manns hjarta. InLove

Er að spá í að kaupa mér garn og prjóna peysu. Bezt ég hafi hana í haustlitunum.......

Ást og biti InLove


af pæjum og prökkurum

Hætti snemma í vinnunni í dag. Stubbalingur varð voða glaður þegar ég kom heim - en það er nú Picture 280svosem ekkert nýtt. Hann er alltaf glaður þegar ég kem heim, sem verður til þess að ég verð alltaf glöð þegar ég kem heim...........

Picture 286 Bakaði rabbarbarapæ í eftirrétt í kvöld. Það vakti gríðarlega lukku og það er nóg til frammi ef einhver er svangur.....

Kötturinn í kjallaranum var með smá show um daginn og ég náði að festa það á filmu Picture 281 Picture 283 Picture 285

Það er enn fremur þungt í mér... náðuð þið þessu? Wink Er að spá í að fara að halla mér og kíkja í hina æsispennandi bók Blóðberg, eftir Ævar Örn Jósepsson.

Var að horfa á Kastljósið áðan. Það voru Helga Möller og hann þarna maður - man aldrei nöfn á fólki - að syngja um að ég væri sætasta stelpan á ballinu...........

....fallegt af þeim að syngja lag um það Tounge


Laugardagur til lukku

Sofnaði í gær um sex leytið, rétt vaknaði seinna um kvöldið til að fara út með stubbaling og setja inn nokkrar stillimyndir á bloggið LoL og fór svo strax aftur að sofa....

Picture 026 Stúfurinn vakti mig svo af værum svefni um sex í morgun og sagði mér að hann vildi fara út. Ég lét það að sjálfsögðu Picture 023eftir honum - hvað gerir maður ekki fyrir svona dúllu?

Kom svo heim aftur klukkutíma síðar, eftir góðan göngutúr og sofnaði!!! W00t 

Hvað haldið þið? Síþreyta? Of mikið að gera í vinnunni? Almenn leti?

Bezt að taka inn járn í nokkra daga og sjá hvort ég jafni mig ekki....

Fór út  í bakarí í "morgun" þegar ég loksins komst til meðvitundar! Þar var staddur ferðamaður sem talaði mikið í símann við konu sína sem hann hafði greinilega skilið eftir í útilegu einhversstaðar - vonandi nálægt - Hann var á undan mér í röðinni og keypti ýmislegt. Svo fór hann að tala um hvort ekki væru til stór umslög???!!! Konan sem afgreiddi hann sagði honum að hún væri bara með svona..... og benti á "umslögin" sem hún bakar. Þá brast hann í sögu um að á Akureyri fengjust stór umslög með súkkulaði inní......

Afgreiðslukonan, þolinmæðin uppmáluð hlustaði á söguna hans og brosti á réttum stöðum. Svo spurði hann hvort ekki væru til karamellusnúðar. Konan sagði honum að hún ætti súkkulaðisnúða og snúða með glassúr...... Um það bil sem ferðamaðurinn var að bresta í aðra sögu um karamellusnúðana á Akureyri, sagði maðurinn sem var í röðinni fyrir aftan mig að hann hefði þurft að vera fyrir klukkan níu á ferðinni ef hann ætlaði að fá þannig snúða. Afgreiðslukonan, enn þolinmæðin uppmáluð, hló kurteislega. Þá sagði ég úrill, svöng og yfirsofin: "Svo er líka alltaf hægt að vera bara heima hjá sér ef maður vill engar breytingar........." 

Ójá - en það liggur nú betur á mér núna. Er að spá í að taka til sneggvast.

Picture Svona leit Hekla út í morgunsárið. Tignarleg í fjarzka.


Kvennahlaup og önnur hlaup....

                            28Við Magga hlupum 5.7 km. á ca. 45 mín. Pretty good I would say - eins og við segjum á frummálinu.....

Tounge

41

 

Fórum svo og heimsóttum pabba, hittum mömmu þar og drógum hana með okkur á Kaffi Krús.

Grillaði svo með mömmu í kvöld, við sötruðum rauðvín og slúðruðum.

Yndislegt

Takk fyrir frábæran dag Magga og mamma Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband