Færsluflokkur: Lífstíll

Þrælahald?

"Ég ætla að fá frelsi fyrir sex þúsund kall", sagði konan við hliðina á mér í búðinni áðan.

Ekki dýru verði keypt það frelsi - eða hvað finnst þér? Hugsa samt að þrælar fortíðarinnar hefðu verið lengi að kaupa sér frelsi fyrir þennan pening. Jafnvel þrælar nútíðarinnar líka.

 Vakti mig aðeins til umhugsunar.

Wink

 


Ein spurning......

01

Heitir það peningaþvottur ef maður þvær debetkortið sitt?

 


NPN

Ædolið mitt, Njörður P. á afmæli í dag. Var að lesa pistilinn hans í Fréttablaðinu sem ég tek fram yfir DV.......Tounge Smá pilla á DV enda hafa þeir enn ekki endurgreitt mér Devil En aftur að Nirði, pistlarnir hans eru frábærir!

Sem einlægur aðdáandi óska ég honum til hamingju með daginn en lýsi jafnframt yfir smá vonbrigðum með að hann skuli vera krabbi......

Jamm ég hef margan krabbann grætt Halo

Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera dugleg og fara út að skokka, labbakútur væri alveg til í það, svo mikið veit ég Smile eða hvort ég eigi að vera löt og taka til - ekki alveg mitt uppáhald!

Sé að það á vera fundur á - þó ég mundi persónulega og í anda Njarðar segja hjá - Urriðafossi á morgun. Ég ætti kannski að hringja í Möggu og athuga hvort hún kippir mér með, þ.e. ef hún fer.....

Stefnir í valkvíða hjá mér heyri ég á öllu, hlaupa? taka til? hringja? úff svo margir möguleikar LoL

Fer bara út að hlaupa.

Nokkrar stafsetningarvillur? Þetta verður að vera stafsetningarvillulausi dagurinn LoL

Ást og biti


lestur góðra bóka og annarra bóka....

Ég er að lesa svo leiðinlega bók!

Hún heitir Svikavefur á sjúkrahúsi, já ég veit..... fyrirsjáanlegt....01

Tók hana vegna þess að þegar kona er í sumarfríi er svo gott að lesa eins og eina svona bók, sem skiptir ekki máli þótt hún lokist þegar þú sofnar yfir henni því það er alveg sama þótt kona sleppi nokkrum blaðsíðum.....

En maður lifandi - þessi er svo leiðinleg að hún gæti haldið sjúklingi sofandi í gegnum aðgerð!! Verð samt að klára hana því annars þarf ég í framtíðinni að velta því fyrir mér hvort hún hafi ekki örugglega endað eins og ég hélt!

Enda ekki öll ævintýri vel? Alveg stígvél?


Rok....

.......moldrok! 01

Ímyndið ykkur alla þessa mold, sem berst svo inn um gluggana mína og sest að hjá mér, eingöngu hluti af henni fýkur þarna út á sjó, bróðurparturinn er hér! Ég gæti hugsanlega gróðursett kaktusa í mublunum Tounge

Og ég sem ætlaði að taka til í dag.....

Heppin?!¿


Morgunsól

Vaknaði örlí, og þá er ég að meina snemma...... Sólin skein, ekki bærðist blað á grein og fuglarnir sungu sitt dirrindí.

Fór út með litla kút og við skokkuðum í morgunsólinni, þ.e. ég skokkaði og hann kom og lötraði við 01hlið mér þegar hann þurfti að kasta mæðinni.... en hann er nú líka fjórhjóladrifinnTounge Kom svo heim, vakti drenginn og sendi hann í vinnu - einhver þarf að vinna - fékk mér að borða, kíkti í blöðin, fór í sturtu. Nú er sólin farin og ég er að spá í að gera það líka. Fara alltsvo - rúmið kallar á mig og er eitthvað svo freistandi óumbúið og tilbúið

Veriði stillt á meðan!


Ég er komin í....

...langþráð sumarfrí.......28

Ætla að nota tímann til að vakna snemma og fara út að skokka - æfa mig fyrir kvennahlaupið -  ætla sko ekki að koma síðust í mark!!!! Hvíla mig..... dekra við hundinn...... lesa..... heimsækja vini - ef ég á þá einhverja Tounge Horfa á sjónvarpið..... leggja mig... lesa meira.... elska sjálfa mig.... prjóna..... leysa lífsgátuna.....

Úje

 


Á morgun kemur nýr dagur!!!

27 Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....

....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!

Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????

Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!

Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"

Eint óld jett!!

26


Ég....

....hef komist að því að ég er meiri nörd en ég hélt. Veit ekki hvort það er jákvætt eður ei.......

Var að hlusta á rás2, þar var þáttur sem hét sjómannalagakeppni rásar tvö eða eitthvað slíkt, allavega ótrúlega langur titill á þætti, en hvað um það ég komst að því að ég kunni öll lögin söng með og gat klárað setningarnar sem vantaði. Hefði rústað þessari keppni ef ég hefði verið í liði með Gerði G. Bjarklind LoL

Var líka að lesa hljóðfæri hugans og hreifst svo af snilld Njarðar að ég þurfti að deila pistlinum með syni mínum og útskýra fyrir honum í leiðinni hvað orðin þýddu. Það var í lagi - hann hefur ótrúlegt þol gagnvart nördahætti móður sinnar, ég meina ég missti mig í sýnikennslu um hvernig kona tekur af skarið.....

Farin út að labba með litla kút - sem er eitthvað að suða í mér, ætla svo að halda áfram að prjóna þegar ég kem heim aftur og kannski ryksuga ef ég verð í stuði, sem ég tel fremur ólíklegt Tounge

loki

Eigiði góðan dag Heart


Prjónar og diskar

Fór í dag og keypti mér garn. Eldrautt! Nú skal prjónað.

Ætla að prjóna mér rauðar grifflur - eða nornahanska eins og ég kýs að kalla þær..... Prentaði líka út uppskrift af peysu með berustykkjamunstri, langar að prjóna hana líka, kannski ég geri það bara. Get allt sem ég vil - vil allt sem ég get Tounge

Spurði einn sem ég þekki hver hefði eiginlega verið að spila Chicago blues, þarna um kvöldið, þegar ég dvaldi í mínu hásæti og hlýddi á og lýðurinn klappaði fyrir mér.... eða var það ekki fyrir mér?

Hann heitir Glenn Kaiser, er á hljómleikaferð um landið. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur ef hann spilar í ykkar hverfi! Ætla að kaupa mér disk með honum ef ég næ nokkursstaðar í hann. Mér er sagt að hann reki heimili, úti í hinum stóra heimi, fyrir fíkla og alkóhólista í bata og allur ágóði af tónleikahaldi og geisladiskasölu renni til þess starfs. Maður með mission.

Æ vúdd sey


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.