Gróft brauð

Þetta brauð er hrikalega gott að borða á meðan það er heitt, með smjöri. Baka oft þetta brauð og hef með gúllassúpu. 

Haframjöl, ca. tveir til þrír bollar, heilhveiti, ca. einn til einn og hálfur bolli, einn bolli musli, ef ég á það til annars sleppi ég því og set þá í staðinn aðeins meira heilhveiti og haframjöl. Maldon salt, ein tsk. lyftiduft, algave sýróp og AB mjólk eða soyjamjólk. Oft set ég í lokin smátt skorna ostbita úti, sérstaklega ef ég á ost sem er alveg að verða búinn og erfitt er orðið að skera með ostaskera. Osturinn gerir brauðið mýkra.

Hnoða saman þurrefnum og set sýrópið út í, helli síðan mjólkinni saman við þar til deigið er orðið að blautum klumpi, sem erfitt er að hræra í - passa að hafa deigið ekki of blautt. Hendi gjarnan einni lúku af haframjöli samanvið í lokin. Vef deigið í smjörpappír, ekki samt of þétt, svo það hafi pláss til að lyfta sér og baka við 180° C í 20-30 mín, sný svo deiginu við í ofninum og baka í 20 -30 mín. í viðbót.

Verði ykkur að góðu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband