Kjúklingaréttur Tahi Pride

Einn hvítlaukur tekinn, endinn skorinn af í heild sinni, ólívuolíu hellt yfir og vafið inn í álpappír. Laukurinn er ekki tekinn úr hýðinu. Sett í 200-220° heitan ofn í tuttugu til tuttuguogfimm mín. Tveir laukar skornir og steiktir á pönnu, ca. 10 gulrætur skornar í bita og steiktar með lauknum. Cumin fræ steikt með.

Fjórar kjúklingabringur grillaðar á pönnu. Kryddaðar með kjúklingakryddi og pipar. Þegar bringurnar eru grillaðar eru þær teknar og skornar í bita og settar á pönnuna með lauknum og gulrótunum. Ein dós af Thai Pride  Bamboo shoot slice hellt yfir (vatninu hellt af). Ein dós af Thai Pride Masaman Curry hellt yfir. Slatti af matreiðslurjóma hellt yfir á síðustu metrunum ásamt soyasósu og smá hot pepper sauce.

Hvítlaukurinn tekinn úr ofninum. Hvítlauksbátarnir settir út á pönnuna.

Borið fram með brauði 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband