Færsluflokkur: Menning og listir

Uppfinningar og afmæliskaffi

Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar Tounge

Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........

Veit ekki, kannski aðeins of..... LoL

Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.

Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.

Vona að þið eigið gott kvöld InLove

 


lestur góðra bóka og annarra bóka....

Ég er að lesa svo leiðinlega bók!

Hún heitir Svikavefur á sjúkrahúsi, já ég veit..... fyrirsjáanlegt....01

Tók hana vegna þess að þegar kona er í sumarfríi er svo gott að lesa eins og eina svona bók, sem skiptir ekki máli þótt hún lokist þegar þú sofnar yfir henni því það er alveg sama þótt kona sleppi nokkrum blaðsíðum.....

En maður lifandi - þessi er svo leiðinleg að hún gæti haldið sjúklingi sofandi í gegnum aðgerð!! Verð samt að klára hana því annars þarf ég í framtíðinni að velta því fyrir mér hvort hún hafi ekki örugglega endað eins og ég hélt!

Enda ekki öll ævintýri vel? Alveg stígvél?


Hundar og hættuleg á

Labbaði í sólinni með labbakút upp með á. Þar hittum við annan hund sem var næstum jafn..... maður segir náttúrulega ekki vitlaus um uppáhaldsgæludýrið sitt..... en hann var allavega jafn! Tounge01

Strákurinn sem var með hinn hundinn, sem er einhverskonar minkahundur, vildi endilega sýna mér að sinn hundur þyrði að vaða í ánni - eins og okkur væri ekki sama..... Við snérum svolítið upp á okkur og ég sagði honum að MINN hundur vissi nú bara að áin væri hættuleg - og þess vegna vildi hann ekki vaða - ekki vegna þess að hann þyrði ekki.............

Fórum samt með honum og dáðumst að því hvað hann þyrði..... Labbakútur fékk sér meira að segja að drekka úr ánni LoL

Gengum svo áfram áleiðis að Laugardælum, þar sem bóndinn var í heyskapi, eins og sonur minn sagði alltaf í gamla daga þegar bændur sinntu bústörfum. Sjáðu mamma hann er í heyskapi.....

Honum fannst líka alltaf svo gaman að reikna þegar hann var lítill og þegar hann var spurður hvað einn plús einn væru, stóð nú aldeilis ekki á svari. Ellefu.....001

Skelli hér inn einni mynd sem er ekki af mér, enda veit ég líka að áin er ekki leiksvæði

Ást og biti Tounge


Allt í hund og kött...

Fór út í garð með stubbaling, hann þurfti að gera þarfir sínar og gerir það bara í fylgd með fullorðnum Tounge

Í kjallaranum búa tvær kisur, sem voru úti í garði að "leika" sér við flugurnar þegar við komum út.

Högninn lét sem við værum ekki til og hélt áfram að veiða mýflugur af miklum móð, læðan hinsvegar lagðist á magann, skreið nær og sveiflaði rófunni.... 01

...þegar labbakútur sá kisurnar, steingleymdi hann að ferðin var farin til að míga og lagðist á magann og sveiflaði skottinu.....

Þarna lágu þau tvö, bæði á maganum með rófur á lofti, en í sitt hvorum tilganginum! Hann til að sýna henni að hann væri algjörlega hættulaus og vildi bara leika, hún til að veiða - Hann talaði austur og hún vestur.

 Enda fóru leikar svo að hún stökk og lokigettu hvað - ? Hann varð hræddur.........

Litla ljónshjartað


Rok....

.......moldrok! 01

Ímyndið ykkur alla þessa mold, sem berst svo inn um gluggana mína og sest að hjá mér, eingöngu hluti af henni fýkur þarna út á sjó, bróðurparturinn er hér! Ég gæti hugsanlega gróðursett kaktusa í mublunum Tounge

Og ég sem ætlaði að taka til í dag.....

Heppin?!¿


Ég.....

01 ....er lítið gefin fyrir þjóðhátíð, þannig að ég tók daginn ekki sérlega hámyndavél 003 002tíðlega. Var á leið í langa göngu með litla stúf, þegar við mættum skrúðgöngunni. Við dokuðum við á meðan hún rann hjá, fyrst var hann spakur að bíða bara rólegur hjá "mömmu" sinni. Svo varð hann hræddur við trommusláttinn (kom mér verulega á óvart, því nú er hann bróðir hans Ljónshjarta Tounge) og leitaði skjóls hjá mér, sem var nú í lagi ég var meira en tilbúin að vernda hann fyrir þessum hræðilegu hljóðfærum. Svo sá hann að það voru hundar á ferli í skrúðgöngunni og mannaðist (eða segir maður hundaðist....?) nú heldur, restaði á því að hann bauð einum Rottweiler í fighting - þá nefndi ég við hann að það væri þjóðhátíð og maður snapaði ekki fighting þennan dag. Hann lét sér segjast.....

Kom svo heim og fór að taka til og þvo þvotta- enda ekki vanþörf á - hef ekki nennt að taka til síðan ég byrjaði í sumarfríi. Nú er allt hreint og fínt, eins og í bók eftir Snjólaugu  Braga, stubbalingur steinsefur og ég gleymdi að fara í plöntuskoðunarferð út að Vatnsenda á degi villtra planta. Af hverju minntuð þið mig ekki á það?

Dízes, hvernig gat ég gleymt þessu? Þetta var það eina sem ég ætlaði að gera í dag..... Vell það er huggun harmi gegn að það vottar ekki fyrir harðsperrum eftir hlaupið í gær!

Svona er að vera húsmóðir.....

 

 


Vér mótmælum...

36 Að vandlega íhuguðu máli og vegna þess að ég flana aldrei að neinu svo ég verði 38nú örugglega ekki talin örgeðja, skapvond eða illa stödd í tíðahringnum, hef ég ákveðið að mótmæla launahækkunum seðlabankastjóra í dag.

Ég ætla að fylgja fordæmi sem Davíð setti svo eftirminnilega hér um árið og og fara í Seðlabankann seinni partinn, taka allan minn pening þar út og loka öllum reikningum. Innlendum sem erlendum!!! Í framhaldinu mun ég stofna reikning í Sviss þar sem bankastjórar eru á skítalaunum.

Hvet alla til að fylgja fordæmi mínu!

37

 

 

 

PS veit einhver hvað Davíð er að gera í dag?

PSS þið þekkið mig á því að ég verð á rauðum skóm, með varalit og hund að þrasa við dyravörðinn um hvort hann megi koma inn eður ei......


Á morgun kemur nýr dagur!!!

27 Þessi mynd er tekin af mér í morgun þar sem ég stend vansvefta, úrill og utan við mig.....

....svaf tvo tíma í nótt. Nóttin hófst á því að ég byrjaði að lesa afspyrnuleiðinlega bók, það dugði nú aldeilis ekki til að mig syfjaði, þannig að ég lá og bylti mér í tvo tíma, fór þá fram og fékk mér rauðvínsdreitil til að ná fram minni innri ró, drakk hann og horfði út um eldhúsgluggann minn á leikhús lífsins - þar er alltaf eitthvað að ske. Sá til dæmis lögregluna að störfum....... Fór síðan aftur upp í rúm þegar ég fann að yfir mig hvolfdist þreytan og steinsofnaði.... í heilar þrjátíu mínútur, þá datt geðsjúklingi úr Hveragerði í hug að upplagt væri að sópa bílaplanið hjá Bónus á Selfossi með þar til gerðri græju og tilheyrandi hávaða!!!!! Sem ég hrökk upp og fátaði í geðvonzkukasti eftir símanum til að hringja í laganna verði og láta þá fjarlægja manninn OG græjuna helst til frambúðar, datt mér í hug að réttara væri kannski að hringja í Bónus í fyrramálið og byrja á því að tilsegja manninn þar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja sinn sem hann gerir þetta!

Veit ekki hvort hann á eitthvað óuppgert við Selfyssinga yfirleitt, nú var alltaf talsverður rígur á milli þessara bæjarfélaga í gamla daga, kannski stal einhver frá Selfossi kærustunni hans? Kannski hló ég hæðnislega upp í opið geðið á honum þegar hann var að stíga í vænginn við mig í denn? Hver veit.......????

Allavega ef Jóhannes í Bónus les þetta þá skuldar hann mér þrjá mánuði í matarinnkaupum!!!

Ætla snemma að sofa í kvöld, þó fjögurra tíma svefn, í nótt, myndi nægja til að ég vakni stálslegin og útsofin - kem ábyggilega til með að sitja og prjóna fram yfir miðnætti og hugsa til danans sem sagði við okkur systur í gamla daga þegar við heimsóttum danaveldi með ærslum og óhljóðum og var boðið í teiti klukkan fimm um morguninn: "Þið getið sofið þegar þið eruð orðnar gamlar"

Eint óld jett!!

26


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband