Kryddbrauð Jónínu

Þetta er hrikalega gott brauð sem ég baka við hvert tækifæri þessa dagana. Ég hef náttúrulega örlítið breytt upprunalegu uppskriftinni eins og sannri húsmóður sæmir Smile

3 dl. gróft spelt

2 1/2 dl hrásykur eða ljós púðursykur. Ef ég nota agave sýróp þá 2 dl.

3 dl. haframjöl

1/2 tsk engifer

1/2 tsk negull

ríflega 1/2 tsk. kanill - af því að hann er svo góður.

1 msk. kakó

2 tsk. matarsódi

1 egg

3 dl. mjólk

Öllu, nema mjólk og eggi, blandað saman í skál og þurrefnin hrærð saman. Eggið og mjólkin sett saman við og hrært eins lítið og komist verður upp með.

Bakað með ást og umhyggju við 200° í ca 45 mín.

 

Algjörlega óforvandis tvöfaldaði ég uppskriftina rétt í þessu. Setti 3 bolla af öllu í staðinn fyrir 3 dl. og setti þá eina tsk. af kryddum og tvær msk. af kakói, tvö egg en hélt mig við 2 tsk. af matarsóda aðallega vegna þess að mér finnst hann vondur....

Þetta smellpassaði svona líka í rauða silikonformið mitt. Ég held samt að ég lengi bökunartímann um 10 mín. en nota bara sama skammt af ást og umhyggju. Bíð spennt eftir útkomunni og ef ykkur langar að vita hvernig rauða silikonformið mitt lítur út þá verið þið bara að kíkja í kaffi.

Bon apetit InLove 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband