Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Vel lukkuð veisla!

Skreið heim til mín klukkan sex í morgun. Hef ekki verið svona lengi úti í töttögöogfemmár........... Tounge Enda var ég alveg búin á því og einkasonurinn farinn að hafa þungar áhyggjur af móður sinni, m.a. búinn að senda mér sms þar sem hann spurði hvort ég ætti ekki að vera löngu kominn í háttinn......... Wink Einhver verður nú að vera ábyrgur á þessu heimili Tounge

Var boðið í teiti eftir matinn í gær og ákvað að skella mér, enda hrikalega gaman að skemmta sér með þessu fólki!! Var ekki svikin í gær. Þegar ég var tiltölulega nýmætt, mættu þeir bræður í stofu með gítara, banjó og harmónikku og svo var sungið framundir morgun. Díj þetta er svo skemmtilegt!! Hafði enda orð á því ef ég kunni ekki texta við lag sem var sungið, að mér væri greinilega ekki boðið nógu oft í partý LoL

Alltaf gaman að klæða sig upp, fara út að borða og skemmta sér. Ætla hinsvegar að skríða undir rúm W00t núna. Er freeekar sybbin.

Góða nótt ljósin mín InLove

 

 


Stígvél og sjálfhverfa........

"Hann er eitthvað skemmdur hundurinn þinn!" sagði minn nýji atvinnurekandi þegar hann rak hér inn nefið í morgun og horfði hugsandi á labbakút leika sér að því, fullkomlega hamingjusaman, að sveifla gæruskinnsvestinu sínu hring eftir hring í kringum sig. Ég sagði honum mjög pen, vegna þess að ég kann mig svo vel, að ef hann ætlaði að tala svona um hundinn minn þá kæmi ekki til greina að ég mundi vinna fyrir  hann!! Tounge Sagði honum líka að ég mundi krefjast þess að fá uppsagnarbréf frá honum, þar sem ég hefði verið svikin um það á fyrri vinnustað, þrátt fyrir að hafa verið búin að kaupa ramman!!! 

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég þakka Gvöööði fyrir það á hverjum degi að hafa verið rekin W00t Annars kæmist ég engan veginn yfir allt það sem ég þarf að gera og allt er það fyrir sjálfa mig LoL

Fór út að borða um daginn með Mömmu, Eygló og Lindu, uppáhaldsfrænku minni, að öðrum ólöstuðum - koss til ykkra allra Kissing - fórum á Tapas, borðuðum smárétti og kjöftuðum um allt og ekki neitt, mest þó ekki neitt. Fórum svo í bíó og sáum Veðramót. Frábær mynd - algjörlega!! Hvet alla til að fara á hana. Kíkti líka á friðarljósið sem gamla konan í Viðey kveikti........... Flott ljós, ekki síst úr eldhúsglugganum hjá Eygló og Stebba. Hlýtur að vera eilífur friður þar á bæ Smile

Var svo á skómarkaði í dag með Möggu, ekki verri ferð þar í gangi. Keypti mér tvenn stígvél, ein svört, önnur brún, ógesslega flott, kræst ég er svo mikil pæja í þeim............ Keypti mér líka hlaupaskó. Allt þetta fyrir nokkra þúsundkalla. Sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort álagning í búðum sé kannski ööööööörlítið of há............. Magga keypti sér líka skó, og svo aðra........ Tounge

Sátum á kaffihúsi og kjöftuðum saman. Ég er svo ánægð með systur mínar, - ókei - ókei - og bróður minn líka Tounge Elska ykkur öll, enda nýkomin frá friðarljósinu..........

Nú sit ég og ákveð matseðilinn fyrir annað kvöld. Við ætlum að hittast, ríflega þrjátíu manns, borða saman, drekka vín og skemmta okkur.

Að sjálfsögðu verð ég í nýju stígvélunum, öðru hvoru parinu..........

InLove


Kópavogur, dægurlög og fleira..........

Fór með pabba í bæinn í dag. Pabbi er í geislum og þarf að fara einu sinni á dag í mánuð og nú hef ég tækifæri til að leysa mömmu af í akstrinum. Pabba finnst ég að vísu keyra alltaf of hratt, ég hins vegar vil meina að ég sé á góðum millitíma.......... Tounge 

Svo er líka svo gaman hvað allir vilja heilsa mér mikið í Reykjavíkinni. Þegar ég dóla mér á Miklubrautinni við að ná grænu ljósi á sem flestum stöðum eru aðrir að drífa sig eitthvað annað en gefa sér samt tíma til að veifa mér og flauta LoL Ég skil ekkert í öllum þessum vinsældum en veifa alltaf og brosi mínu blíðasta á móti, djöst in keis......... Enda aldrei verið neinn sérstaklega lagin við að muna eftir andlitum!!

Við eigum góða stund saman, ég og pabbi á leið í og úr geislum. Vildi svosem alveg eiga góða stund með pabba án þess að hann væri með krabba en það er ekki í boði....... Á meðan hann fer inn á geisladeildina bíð ég úti í bíl með prjónana mína og hlusta á útvarpið alveg sallaróleg.

Í dag sagði pabbi mér sögur úr sveitinni frá því í gamla daga þegar hann var pjakkur og lék sér við hundinn í sveitinni, við rifjuðum líka upp gamla slagara, fulla af ádeilum, sem minnir mig á það. Ég þarf að hlusta þessi lög aftur sem ég sönglaði með í gamla dag án þess að hafa hugmynd um pælinguna á bakvið!! Í dag þurftum við líka að koma við í Kópavogi, þar sem sumir segja að það sé gott að búa. Pabbi vildi meina að hann vissi alveg hvert hann væri að fara, þetta væri Græn Gata!!!! Ég sagði honum að það gæti nú ekki verið mikið mál að finna eina græna götu í heilu bæjarfélagi annars tækjum við okkur bara Pólverjana til fyrirmyndar og flyttum í húsnæði fyrir ofan eitthvert iðnaðarhúsnæði ef ekki vildi betur............ Gætum allavega lært að elda eitthvað alveg nýtt! Gamla góða Pollýanna!!!!!!!

Þegar við svo fundum staðinn sagðist pabbi fara bara inn og ég skyldi bíða úti í bíl á meðan. Þegar ég hafði á orði að mér finndist hann svolítið halda kannski að hann væri Ráðherra með Einkabílstjóra og spurði hvaða ráðuneyti hann stýrði, svaraði sá gamli, fremur hortugur að mér fannst, að hann gæti alveg verið Ráðherra eins og ég Prinsessa..............

Svo nefnum við líka alltaf á bakaleiðinni þegar við erum á Heiðarbrúninni hvað Flóinn sé nú fallegur og forðumst að horfa í átt að Hveragerði.

Enda er flóinn fallegur þar sem hann breiðir úr sér svo langt sem augað eygir og glampar á sjóinn í fjarzka.

Í dag átti pabbi í smá basli með að finna bílinn aftur þegar hann kom út úr Lansanum. Það var ekki fyrr en ég kom auga á hann og gaf honum smá merki að hann áttaði sig. Þegar hann svo settist inn í bílinn og ég gerði góðlátlegt gys að honum fyrir að muna ekki hvar hann hefði skilið bílinn eftir, sagði hann að það hefði nú verið allt í lagi þó hann hefði ekki fundið bílinn, það hefði hins vegar verið verra ef hann hefði ekki fundið mig.........

Mér þykir vænt um pabba minn InLove


Uppfinningar og afmæliskaffi

Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar Tounge

Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........

Veit ekki, kannski aðeins of..... LoL

Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.

Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.

Vona að þið eigið gott kvöld InLove

 


Sögur úr sveitinni.....

Fór til læknis í gær að fá niðurstöður úr blóðprufu og láta mæla blóðþrýsting. Allt svona glimrandi gott úr blóðprufunni - einna helst að hann vildi fá mig til að minnka gleðipilluskammtinn. Auðvitað lét ég það eftir honum, hann er læknirinn og myndarlegur líka.......

Það þýðir að á morgun tek ég bara eina töflu í stað tveggja sem ég tek daglega! Kvíði svolítið fyrir. Þetta eru töflur fyrir skjaldkirtil en hann var tekinn úr mér árið sem ég skildi...... Tounge Ekki amalegur missir það. Á einu bretti missti ég mann og skjaldkirtil og sakna hvorugs! Eníveis, allar breytingar á töflumagni þýða það að ég verð eins og spýtukerling - gæti verið systir Gosa.

Á meðan læknirinn var að mæla blóðþrýstinginn sagði ég honum sögur. Hann hummaði og jammaði og þóttist alveg hafa áhuga á því sem ég var að segja en endaði svo á því að segja mér að þegja W00t ég hefði svo truflandi áhrif á blóðþrýstinginn - og hann var að tala um minn þrýsting, ekki sinn. Það var nú ekki laust við að mér sárnaði.

Er búin að mála herbergið - drengurinn ljúfi - málaði loftið fyrir mömmu sína. Þrisvar!! Nú þarf ég bara að spreða sílíkoni í rifur sem ég kom auga á hjá listum í lofti á meðan ég málaði veggina. Allt annað að sjá herbergið sem héðan í frá verður kallað Austursalur.

Sótti mömmu út á flugvöll í gær. Hún var að koma frá Spáni. Búin að vera þar í þrjár vikur. Uppgötvaði um leið og ég sá hana, hvað ég hafði saknað hennnar. Knúsaði hana og sagði henni frá því. Er ekki frá því að pabbi gamli hafi saknað hennar jafnmikið - allavega brosti hann eins og sól í heiði allan tímann á meðan við biðum í flugstöðinni. Komst svo heim rétt á undan sendibílnum sem fauk undir fjallinu í gær. Hrikalegt rok. Ætlaði að taka myndavélina mína með og taka myndir af briminu við Vatnsleysuströnd, senda íbúum þar og spyrja þá af hverju þeir kalla þessa strönd Vatnsleysuströnd en steingleymdi myndavélinni. Þannig að þetta djók verður að bíða betri tíma.

Ég veit hinsvegar af hverju þessi strönd heitir Vatnsleysuströnd! Það er vegna þess að í gamla daga var vatnsból í Kúagerði og síðan ekkert vatn þar til í Grindavík. Þá vitið þið það líka......

60 ára afmæli Selfosshrepps verður haldið hátíðlegt um helgina. Heilmikið um að vera og skrúðganga á eftir. Íbúar eru hvattir til að skreyta eins og vera ber í afmæli. Öll hverfi fengu úthlutað einum lit til að skreyta með og ég var svo stálheppin að mínu hverfi var úthlutað appelsínugulum lit, sem er uppáhaldsliturinn minn, þannig að nú fer ég og hengi út öll appelsínugulu fötin mín. Viðra appelsínugula rúmteppið mitt og hef að sjálfsögðu kveikt á appelsínugula lampanum í eldhúsglugganum.

Fer svo síðar og hirði verðlaunin fyrir bezt skreytta húsið LoL

 


Rabbarbarapæ indíánahöfðingjans!

Ætla að vera heima í dag. Borða rabbarbarapæ með rjóma eða ís í morgunmat og drekka indíánate með hunangi, nú skal barist við sýklana til síðasta manns. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!

Úti er kalt og hráslagalegt, það fann ég þegar við litli kútur gengum upp með á í morgungöngunni okkar. Var samt klædd í næstum öll mín útiföt. Fanney keyrði hjá á leið sinni í vinnu og flautaði léttlyndislega, þegar við vorum næstum komin heim aftur.

Bezt ég opinberi það bara strax Fanney! Ég var ekki drukkin!! Get bara ekki staðið á einum fæti og nuddað stírurnar úr augunum í leiðinni........

Kann ekki heldur skil á hægri og vinstri. Mikið létti mér þegar ég uppgötvaði að Magga systir veit það ekki heldur. Ég hef alltaf reynt að dylja þetta svolítið, tekið bara sjensinn þegar einhver segir: "....til hægri hér......" eða: ".....svo beygirðu næst til vinstri....." Ég meina það eru 50% líkur á að ramba á rétt! Svo kemur bara í ljós að þetta er fjölskyldusjúkdómur LoL

Eigiði góðan dag yndin mín

 


Reykjavíkurmaraþon og menning

Hljóp 10 kílómetra í gær. Trúi því varla enn að ég hafi meikað það.

Kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn..... Hann er frá Kenya sem er vel við hæfi þar sem ég er alltaf að æfa mig að hlaupa Kenyastæl...... LoL Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ég lét að sjálfsögðu eins og þau væru öll ætluð mér.

Ofsalega gaman að hlaupa þetta. Hlaupaleiðin stórskemmtileg, hlaupið meðfram sjónum á Nesinu og stemmningin var hreint ótrúleg. Íbúar á Nesinu voru flestallir úti að hvetja hlaupara. Á einum stað var heil fjölskylda úti á tröppum með tóm kökubox og sleifar, á öðrum stað var fjölskyldan úti að borða morgunmatinn og stóð svo upp og spilaði lag á gítar og söng hvatningarsöng á meðan hlaupið var fram hjá.........

Ég er harðákveðin í því að taka þátt að ári. Enda 365 dagar í það LoL

Hinsvegar er ég með strengi í lærum í dag - en það er allt í lagi - þeir hverfa. Sofnaði snemma í gær og dreymdi að ég væri að hlaupa út í Hveragerði undan mannræningjum. Kannski ekki skrýtið að ég sé með harðsperrur í dag?

Glitnir á hrós skilið fyrir að standa að þessu hlaupi. Vel skipulagt á allan hátt!!

Eftir hlaup fórum við heim til Eyfa og Elizabethar sem eldaði stórgott pasta með túnfiski. Namm það var svo gott. Fórum svo í bæinn og nutum menningarinnar í sólinni. Keyptum okkur kaffi og vöfflur með rjóma í Lækjargötu, ómissandi þáttur í hverri menningu.....LoL

Kissing Vona að allir hafi það gott í dag


Púff.....

Hljóp 10 km. í dag, ótrúlega falleg með nýklippt og litað hár, með Möggu og Eyfa sem skráði sig í hlaupið á síðustu metrunum. Gat ekki verið þekktur fyrir að láta systur sínar hlaupa einar......

Gleymdi myndavélinni heima - en tók aukabatterý með, sem munar öllu þegar maður gleymir myndavélinni.... LoL annars hefði ég getað sýnt ykkur mynd af Degi Eggertssyni sem er alltaf svo sætur!!!!

Frábær dagur í sól og blíðu.... ég náttúrulega týndist eins og mín er von og vísa og fjölskyldan var öll komin út í leitir - enda haust..... LoL

Er ótrúlega sæl að hafa klára 10 km. Keypti mér líka svaka flottan rauðan kjól í Flash - hvar annarsstaðar. Er hinsvegar orðin fremur lúin og sængin mín er freeeeeekar freistandi ásamt góðri bók.

Ástarþakkir Magga og Eyfi fyrir yndislegan dag.

Góða nótt Tounge

 


Reykjavíkurmaraþon!!!

Fór út í skóg að skokka eftir vinnu. Hljóp upp að helli og til baka og svo aftur út að ferju og til baka. Lauslega áætlað 6 km. Litli kútur skildi ekkert í allri þessari hreyfingu en var svosem alveg sáttur við að taka þátt Tounge

Gerðist ægilega brött og skráði mig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis í 10 km. hlaup!!!! Nú verðið þið öll að koma og hvetja mig. Allavega getið þið farið inn á marathon.is og heitið á mig

Ég skráði mig til hlaups til styrktar ABC barnahjálp. Ákveðinn þrýstingur líka á mig að klára ef þið skráið áheit á mig.....

Picture 279 Hawai rósin mín blómstaði í gær - ægifallegu blómi og annað á leiðinni - Er þetta hamingjan eða er ég í endorfínflippi? Tounge

Fórum, systurnar, og heimsóttum Eyfa litla bró með gjöfina sem við keyptum handa honum um daginn. Keyptum svakalega fallega mynd í Gallery List

- Eyfi og Viktor -                            - Elizabeth og Magga -                    - Eygló -

Picture 277 Picture 276 Picture 278

fertugur drengurinn og flottur enn - eins og við systkinin reyndar öll!!

Er að spá í að taka mér sumarfrí á föstudaginn og mánudaginn, enda ekki á hverjum degi sem kona hleypur 10 km. Get þá jafnað mig á mánudaginn, áður en ég mæti til vinnu á þriðjudaginn og læt engan bilbug á mér finna - jafnvel þótt ég geti ekki hreyft mig.....

Fattaði í morgun að ég hafði gleymt að hringja í Lindu í gær og knúsa hana og Auði Erlu bless, en þær voru að fara "heim" til Danmerkur í morgun. Linda ef þú lest þetta þá áttu inni hjá mér 10 þúsund knús og ég vona að allt gangi vel og þá meina ég ALLT!!

Knús til ykkar Heart


Willtir westfirðir....

.....er að horfa á seinni hluta þáttarins í sjónvarpinu. Frábærir þættir.

Rétt í þessu var heimsóttur galdramaður, sem ég missti nú af hvað heitir. Þegar hann var búinn að fara með stórfenglega þulu og skyrpa í allar áttir m.a. á hauskúpu, voru sýnd skrækjandi börn á hlaupum út um dyrnar hjá honum. Hann horfði brosandi á eftir þeim og sagði svo, með mikilli innlifun: "......mér finnst svo gaman að hræða börn...."

Ég fann mig svo með honum...... Ég veit fátt skemmtilegra en að segja börnum lygasögur, nema ef vera skyldi að ljúga Eyfa bróður fullan af einhverri vitleysu......

Ætti kannski að flytja westur? Er ég í röngum landshluta?

LoL

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband