Annar dásemdardagur.....

.....er að renna sitt skeið á enda

Við Stubbalingur vorum komin út snemma. Sváfum, eins og ungabörn, af okkur allt sem hét óveður og vorum komin út rúmlega fimm í morgun. Það var undarlegt. Algjört logn, hrím yfir öllu og sindrandi hálka. Við læddumst yfir þjóðveg numero uno og ýttum á undan okkur ruslatunnudyngjum sem höfðu skutlast til og frá í óveðrinu. Ég sleppti Stúf fljótlega lausum, enda ekki nokkur leið að fóta sig á svellinu, sá að við áttum bæði betri möguleika á að komast heil heim þannig Wink

Þar sem ég svo, seinna um morguninn, staulaðist heim úr leikfimi gekk fram á mig kona sem hefur ábyggilega haldið að ég væri ca. 50 árum eldri en ég er. Hún gekk fjaðurmagnað um sem hásumar væri. Ég gat ekki á mér setið og hafði orð á því að hún léti eins og það væri engin hálka. Hún brosti út í annað og sagði mér að það væri heldur engin..............................

Hálkan hafði þá gufað upp á meðan ég var í leikfimi - ég hélt hins vegar áfram að hreyfa mig eins og belja á svelli Tounge og hef ekki hugsað mér að láta af þeim hreyfingum......

Finn núna hvernig þreytan læðist að mér - spurning hvort ég geri ekki bara eins og gamla fólkið og fari snemma í sæng........................

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það var kollvitlaust veður í nótt en það var komin logn kl 2 í nótt. En mér fannst þetta svo fyndið sem þú sagðir  sambandi við hálkuleysið.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veðrið var líka gott hjá mér, en ég fór ekkert út í dag.  fer út á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús inn í nóttina og haltu bara áframað beljast á svelli

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Hugarfluga

Hvað er Jenný að tala um svelju á belli? En annars ... gúnatt min skat og drömm dæjlige drömme hele natten rundt.

Hugarfluga, 11.12.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég keyrði fram hjá húsinu þínu um sjöleytið í morgun..... svo notaleg skíma úr eldhúsinu þínu......

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Rebbý

merkilegt þegar hálkan hverfur - en öryggið borgar sig svo beljastu bara, það geri ég

Rebbý, 11.12.2007 kl. 23:48

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Beljugöngulagið er langöruggast Hrönn mín.   Þú ert nú meiri árvökullinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 11:04

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góða nótt, og sov godt.

Kveðjur úr sveitinni í Lejre.

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.12.2007 kl. 21:27

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær færsla hjá þér að vanda. Takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 00:56

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hversdagslífið er fallegt, og ekkert verður að öllu.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband