Snilldardagur

Minn nýji atvinnurekandi heimsótti mig í morgun. Hann dáðist að sjálfsögðu að nýja pilsinu mínu en vildi samt ekki leika hlutverk brúðgumans þegar ég sagði honum að þetta væri brúðkaupspilsið mitt........ Tounge Við fórum yfir verkefnastöðuna sem lofar ansi góðu! Ég sökkti mér síðan á kaf í tölur - á milli þess sem ég dáðist að sjálfri mér og pilsinu í hvert sinn sem ég átti leið fram hjá spegli W00t

Mundi allt í einu eftir því að ég steingleymdi að segja frá einum aðalviðburði Danmerkurferðarinnar!!!! Ég mætti Nikolaj - og ekki segja mér að þið munið ekki eftir þáttunum um Nikolaj og Julie - hann var að tala í símann, ábyggilega við Julie og hann leit upp og brosti til mín um leið og við mættumstInLove Ég verð máttlaus í hnjánum bara við endurminninguna, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég brosti gáfulega til baka, var sem betur fer með varalitinn - þið munið Bed head eða Bad hair eða hvað hann nú heitir, það bjargaði heilmiklu................................. Tounge

Regnið lemur rúðurnar og ég er á leið upp í rúm að lesa og hver veit, kannski dreymir mig Nikolaj!

Góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst það tryllingslega fyndin tilhugsun að þú gangir mögulega um í jólaskartinu og blikkir sjálfa þig um leið og þú labbar fram hjá spegli.

Sé þig í blúndupilsi og náttkjakka voða kósí með slæmahárdagsvaralitinn.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe en úbbs hver er Nikolaj

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Hrönn mín hver er Nikolaj ég kem því ekki fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Hva! Hverslags gullfiskaminni er þetta? Nikolaj og Julie eru auðvitað ógleymanleg

Guðrún Helgadóttir, 11.12.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ógleymanleg - algjörlega

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 10:45

6 identicon

OMG!! Hittirðu Nikolaj!?? Ohh hann er svo mikið æði með þessi skökku augu og kækinn að loka alltaf öðru auganu þegar hann talar.... (var þetta of mikið?) ;)

 Annars eyðilagðist pínu álitið á honum eftir að hafa séð hann í aðeins of mörgum auglýsingum ... að auglýsa eitthvað voða ómerkilegt og langt fyrir neðan hans virðingu ... þar að auki eru Danirnir ekki alveg sterkastir í auglýsingagerð.

Komdu til Árósa og ég skal fara með þér  á kaffihúsið þar sem við Linda systir hittum Friðrik prins! Ó svo fallegur...

 knús. Erla.

Erla Björg (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Erla........!!!!! Meinarðu að hann hafi ekki verið að blikka mig??? Er þetta bara kækur????

Dagurinn ónýtur! - Kem til Árósa og við blikkum Prins Frederik í staðinn

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 12:49

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

vóóó...var þetta Prins Fredrik sem ég rakst á í Árósum á dögunum..... mér fannst ég kannast við kauða....

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2007 kl. 15:31

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hver er Nikolaj?

Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 17:32

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ú lala ég hefði viljað vera í þínum sporum. Nikolaj er sætastur.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband