Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Veik mí öp bífor jú gó gó

"Vert þú ekkert að stugga við mínum hundi" sagði ég hryssingslega við fulltrúa þvagleggsins, þegar ég þurfti að erindast þangað vegna vsk. í dag. "Viltu kannski að ég stuggi við þínum hundi?" sagði ég svo, ekki minna hran(n)a(r)leg, þegar ég sá að þau voru að æfa leitarhundinn á almenningstúninu við hliðina á skrifstofu þvagleggsins. Það var fátt um svör en Stúfur ætlaði að rjúka í að finna það sem þau voru búin að fela á túninu, meðan leitarhundurinn tvísteig fremur áttavillt.

Fyrir utan það er ég búin að vera hrikalega dugleg í dag. Kláraði vsk. var fremur strekkt yfir því að það tækist ekki - enda hellingsvinna að klára það og mín bara að fokka í Danaveldi Tounge Sá svo fram á það í hádeginu að þetta tækist og fór þá að anda léttar. Búin að vera einhver lurða í mér síðan ég kom heim en það er líka að rjátlast af mér. Var að spá í það öðru hvoru í dag, svona í dauða tímanum Whistling hvernig maður setur tónlistarspilarann upp? Einhver sem getur, kann og skilur það?

Foreldaði - kemur í staðinn fyrir forleik á mínu heimili - áður en ég fór í leikfimi og er núna að bíða eftir að maturinn verði klár. Ilmurinn lofar góðu og brauðið hefast á meðan. Matur á spænskum tíma í kvöld sem minnir mig á það ég ætlaði að hringja í mágkonu mína sem er nýkomin frá Colombiu.

Ég held ég sé ofvirk!! But then again, eru ekki allir snillingar ofvirkir og með athyglisbrest? Spurð´ún hógvær.........Þið kannski vekið mig ef ég sofna ofan í diskinn?

Sofið rótt í hausinn á ykkur InLove


Síðastliðnir dagar

.......hafa verið viðburðarríkir.

Á fimmtudaginn reiknaði ég út laun í fyrsta skipti á ævinni og gekk bara býsna vel, sérstaklega með mín laun.....Tounge

Síðan læddist ég yfir heiðina um nótt í snælduvitlausu veðri. Það var svo brjálað veður að ég sá ekki á milli augnanna á mér, hvað þá á milli stika.W00t Þorði samt hvergi að stoppa því þá hefði ég aldrei komist af stað aftur og seiglaðist þetta á þrjózkunni! Komst til flugstöðvarinnar við illan leik og uppskar ekki svo blítt augnaráð frá innbókunarborðinu þegar ég tékkaði mig inn rúmum hálftíma fyrir brottför! En hvað leggur kona ekki á sig fyrir Danmerkurferð....InLove  Frétti svo þegar ég var nýlent á Kastrup að Heiðinni hefði verið lokað stuttu eftir að ég fór yfir. Það átti sko ekki að missa fleiri kellingar úr landi. LoL 

Í Danmörku var hinsvegar sumarbjartur dagur. Ég rifjaði upp hvernig Kaupmannahöfn lítur út, fór út að borða, drakk rauðvín í massavís, talaði dönsku og tók að öllu leyti upp siði innfæddra............. Gisti á gömlu hóteli, nálægt miðbænum, þar sem gatan er steinlögð og íbúðarhúsin gömul, uppgerð pakkhús. Mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem til Danmerkur. Kannski er það vegna þess hvað Danir segja "hej" af mikilli innlifun og láta, allir sem einn, eins og þeir hafi saknað mín!! Ég held ég hafi villst á leið til jarðar á sínum tíma, enda grét Danmörk þegar ég fór.......

Leigubílstjórinn spurði mig á leiðinni út á flugvöll hvort ég væri á leiðinni til Færeyja eða Íslands - Ég sagði honum að ég væri ööööörlítið sár, ég hefði talið mig tala svo góða dönsku!! Hann hló og samþykkti það, sagði að það byggju bara svo margir Íslendingar í Danmörku að hann hefði þekkt hreiminn....... snöggur að bjarga sér fyrir horn!

Nú bíður mín sunnudagskaffið og dönsku ostarnir. Óska ykkur gleðilegs fyrsta sunnudags í aðventu. InLove

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband