Síðastliðnir dagar

.......hafa verið viðburðarríkir.

Á fimmtudaginn reiknaði ég út laun í fyrsta skipti á ævinni og gekk bara býsna vel, sérstaklega með mín laun.....Tounge

Síðan læddist ég yfir heiðina um nótt í snælduvitlausu veðri. Það var svo brjálað veður að ég sá ekki á milli augnanna á mér, hvað þá á milli stika.W00t Þorði samt hvergi að stoppa því þá hefði ég aldrei komist af stað aftur og seiglaðist þetta á þrjózkunni! Komst til flugstöðvarinnar við illan leik og uppskar ekki svo blítt augnaráð frá innbókunarborðinu þegar ég tékkaði mig inn rúmum hálftíma fyrir brottför! En hvað leggur kona ekki á sig fyrir Danmerkurferð....InLove  Frétti svo þegar ég var nýlent á Kastrup að Heiðinni hefði verið lokað stuttu eftir að ég fór yfir. Það átti sko ekki að missa fleiri kellingar úr landi. LoL 

Í Danmörku var hinsvegar sumarbjartur dagur. Ég rifjaði upp hvernig Kaupmannahöfn lítur út, fór út að borða, drakk rauðvín í massavís, talaði dönsku og tók að öllu leyti upp siði innfæddra............. Gisti á gömlu hóteli, nálægt miðbænum, þar sem gatan er steinlögð og íbúðarhúsin gömul, uppgerð pakkhús. Mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem til Danmerkur. Kannski er það vegna þess hvað Danir segja "hej" af mikilli innlifun og láta, allir sem einn, eins og þeir hafi saknað mín!! Ég held ég hafi villst á leið til jarðar á sínum tíma, enda grét Danmörk þegar ég fór.......

Leigubílstjórinn spurði mig á leiðinni út á flugvöll hvort ég væri á leiðinni til Færeyja eða Íslands - Ég sagði honum að ég væri ööööörlítið sár, ég hefði talið mig tala svo góða dönsku!! Hann hló og samþykkti það, sagði að það byggju bara svo margir Íslendingar í Danmörku að hann hefði þekkt hreiminn....... snöggur að bjarga sér fyrir horn!

Nú bíður mín sunnudagskaffið og dönsku ostarnir. Óska ykkur gleðilegs fyrsta sunnudags í aðventu. InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

til lukku með launavinnsluna þína   og velkomin heim aftur.

Rebbý, 2.12.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm, góða ferð og velkomin heim, vissi ekki að þú værir á leið til útlanda.  Gleðilega aðventu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins gott að þú komst yfir heiðina í tæka tíð.  Þessi heiði er nú meiri farartálminn, svei mér þá.  ég hef tvisvar lent í að rétt komast yfir áður en henni var lokað, í bæði skiptin voru fleiri bíla árekstur, og nokkrir utan vegar.  Fólk ekur eins og brjálæðingar þó skyggnið sé ekkert.  En Danmörk er alltaf notaleg, Kaupmannahöfn er ein af mínum uppáhaldsborgum.  Og þú ferð væntanlega í tívolíið þó ekki sé nema til að dást að jólaskreytingunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim Hrönn mín gott að þú komst heil og höldnu heim aftur.Ég hef aldrei komið til Danmörku á kannski það eftir það vona ég.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.12.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmmm ég er sko á leiðinni til Danmörku á morgun...get varla beðið... er að fara hitta frumburðinn...

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.12.2007 kl. 18:21

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert semsé bara orðin launaútreikningakona, nú mega Danir fara að vara sig. Gerðu það þó ekki og tóku þér með kostum og kynjum. Þeir eiga ekkert val, enda höldum við þeim uppi að einhverju leyti.... Mikið kanntu þig vel í Danmörku, semur þig að siðum innfæddra med det samme. Það er einmitt það sem er svo sjarmerandi við að fara þangað. Skål, du södeste!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.12.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eins fallegt að þú sást ekki á MILLI augnanna á þér...og eins gott að þú komst heil á höldnu...báðar leiðir. Launaútreiknigar? isspiss - 4% þetta og kannski auka lífeyrissparnaður extra 4% ... svo sér tölvan um rest....

Eigðu góða viku mín kæra

Heiða Þórðar, 3.12.2007 kl. 00:29

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ferð og góða skemmtun. Njóttu vel

Marta B Helgadóttir, 3.12.2007 kl. 01:14

9 identicon

Elskan mín -

leigubílstjórarnir þekkja okkur alltaf!! Helvítin á þeim eru m.a.s. farnir að skilja  íslenskuna þannig að við getum ekki talað illa um þá - þ.e. að þeir séu að fara fáránlega leið eða keyri hræðilega illa...

Það er mikið hrós að hann hefur haldið að þú værir frá Færeyjum - það þýðir bara að danski hreimurinn sé súpergóður!! :)

 Knús elskan -

næst kemurðu nú við í höfuðborg Jótlands!!

Erla (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:13

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhh hvað það hefur verið nice hjá þér í Kóngsins Köben

Jóna Á. Gísladóttir, 3.12.2007 kl. 14:49

11 Smámynd: Ólafur fannberg

velkomin á Íslandsslóðir

Ólafur fannberg, 5.12.2007 kl. 10:00

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndislegir svona menn sem kunna að slá gullhamra án þess að það séu þessir lame obvious ones.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:50

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrönnslan mín ertu enn að reikna út launin? Jólabónusinn kannski?

Heiða Þórðar, 5.12.2007 kl. 14:59

14 Smámynd: Hugarfluga

Köben er svo æðisleg! Gott að heyra að þú hafir notið þín!!

Hugarfluga, 6.12.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband