Í dag...

....hef ég afrekað ýmislegt!

Ég endurritaði bréf til ákveðinnar stofnunar hér á landi. Minn nýji yfirmaður kallar það sjö klúta bréfið ........... Ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér!! Kona er nú einu sinni þaulreyndur rithöfundur - allavega bloggari.  Nú er bara að bíða og sjá, ef vel tekst til skal ég gefa ykkur uppskriftina - annars ekki............W00t

Var mætt út í rokið um sexleytið í morgun, já já - Stubbalingur svaf út, þegar síminn minn hringdi. Ég var spurð óþægilega nærgöngulla spurninga um veðrið............

Tók svo til við þá iðju sem mér lætur bezt - að slíta peninga af fólki í desembermánuði!! Hringdi m.a. í einn sem spurði mig þeirrar frómu spuringar hvort ég væri sú eina sanna Hrönn!! Ég játti því að sjálfsögðu, án þess að blikka auga - enda er ég hún. Ég er ekki frá því að hann hafi verið glaður að heyra í mér Tounge

Enn ein lægðin nálgast landið, ég hef verið að reyna að rifja upp í dag hvað það heitir á fagmáli þegar fólk er orðið svo þreytt á veðurofsa að það verður alsljótt...... einhver? Pinch

Ég er búin að troða upp í bréfalúguna aftur, binda niður allt lauslegt - þar á meðal hundinn og bíð nú spennt að sjá hvaða hring innkaupakerrurnar taka á Bónusplaninu í nótt.

Þar til næst..... InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku rófan mín, hver fer að labba úti klukkan sex að morgni...nema kannski þú...get ekki ýmindað mér að þú hittir sálu á ferli...

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

......kl 6 að morgni í þessu veðri! 

Fyrir alla muni farðu varlega

Ég er orðin geðvond og langþreytt á öllum þessum veðurofsa, ég urra á saklaust fólk sem verður á vegi mínum, myndi líklega gelta ef það hreyfði sig e-ð torkennilega í átt til mín.

Marta B Helgadóttir, 15.12.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi síðasta lægð varði nú bara augnablik hér, fór eiginlega að mestu framhjá sem betur fer.  En þetta fer að verða alveg nóg.  Ég bíð auðvitað spennt eftir því hvort 7 klútabréfið virki .  Enda er hér um að ræða hina einu sönnu Hrönn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dugleg ertu að vakna kl 6 og fara út ég er líka orði þreytt á þessu veðri svo kemur önnur lægð á morgunn.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.12.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 15.12.2007 kl. 17:59

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vakna mjög oft klukkan 6....................  fer að pissa og sofna svo aftur hehehe

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.