Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Andi húsanna

Þar sem ég lá í rúminu í morgun og þóttist vera að lesa, en var aðallega að dorma og hugsa um hversu frábæran dag ég átti í gær með Möggu og mömmu, fann ég hvernig yfir mig kom löngunin til að hafa allt hreint í kringum mig. Ég lá talsvert lengi og reyndi að láta þessa tilfinningu líða hjá en gafst upp á endanum og fór að þrífa.

Núna mallar þvottavélin í kjallaranum á hæstu stillingu - tóm, með eplaediki, kaffivélin er að hreinsa sig líka, sömuleiðis með eplaediki, uppþvottavélin er í hreinsunarátaki líka, full af saltsteinum og ég er að velta því fyrir mér hvort mér takist að humma það fram af mér að byrja að skúra. Ég held samt ekki. Enda vön að klára hlutina!

Á meðan ég var að ryksuga og þurrka af fór ég að hugsa um hversu misjafnlega hús taka á móti manni.

Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var að leita mér að húsnæði fyrir rúmum sjö árum. Þá skoðaði ég hverja íbúðina á fætur annarri. Sums staðar fannst mér eins og íbúðin segði: "farðu, farðu....." annarsstaðar var hlutleysi í gangi svona status quo ástand, hvorki né - þið skiljið mig......

Þegar ég skoðaði eina íbúðina í fyrsta sinn voru allar hurðir og hurðakarmar lakkaðir eldrauðir, það var eins og að stíga inn í forgarð helvítis að koma inn í hana. Veggir voru dökk, dökkgrænir og loftið í ganginum rautt. Niður í kjallarann, þangað sem farið var í gegnum hlera á gólfinu, var hænsnastigi, hrikalega brattur! Þessi íbúð sagði við mig: "Þú átt heima hér...." Vitaskuld keypti ég hana.

Mér líður alltaf vel hérna heima og í hvert sinn sem ég fer að heiman bíður húsið mín og tekur svo fagnandi á móti mér þegar ég sný aftur.

Ég á líklega heima í húsi andanna InLove


Sunnudagur.....

.....og ég er með verki í fótum! Það er ekki gott og Stúfur skildi heldur ekkert í því hvers vegna ég fór hringinn okkar svona rólega. Ákvað samt að taka því bara létt.  Wink Alveg eins og ég ætla að taka þessum degi og gera sem minnst á sem lengstum tíma.

Fór í bæinn í gær og keypti mér gamaldags fagurrauða kápu. Ég er svo mikil dama í henni að ég býst við að kvíkmyndatilboðum rigni yfir mig í framtíðinni. Þarf líklega að fá mér umboðsmann.......

Bezt ég setji í vélina svo ég verði búin að þvo þegar síminn byrjar að hringja Tounge eða fara upp í rúm og hvíla mig aðeins lengur! Gæti skriðið undir sæng og kíkt í bók.......

Hljómar vel. Geri það.

Eigði góðan dag Tounge

 


Af austfirðingum og öðrum fiðringum

Sótti mömmu og pabba á Keflavíkurflugvöll í nótt í leiðindaveðri og skafrenningi á heiðinni. Var komin upp í rúm kl. fimm í morgun og vaknaði frekar grámygluleg klukkan átta. Meilaði þá á minn nýja vinnuveitanda skilaboð þess efnis að ég væri bara ekki orðin nógu falleg til að takast á við daginn og yrði að fá að sofa aðeins lengur. Hann taldi engin vandkvæði á því þannig að ég skrölti aftur upp í rúm og svaf eins og klessa til klukkan tíu. Ójá - það er ekki ekki öllum gefið að hafa verið reknir úr einu starfi fyrir nýtt og betra Joyful

Hringdi í Möggu í gær, gjörsamlega í panikattakki, vegna yfirvofandi stefnumóts við austfirðinginn og spurði hana um hvað ég ætti eiginlega að tala við hann!!!??? Hún taldi að ég mundi ekki eiga í neinum vandræðum með að finna umræðuefni, en ég skyldi lauma því að að það kæmi ekki til greina að ég flytti austur í afdali W00t og bætti við í lok símtals þegar ég var svona um það bil að jafna mig, að ég skyldi bara vera í stuttu pilsi, bara ekki of stuttu, og flegnum bol, bara ekki of flegnum, með rauða Bed Head varalitinn!

Í dag skannaði ég svo fataskápinn og uppgötvaði að ég á bara flegna boli -  sem sumir kalla druslulega - og stutt pils. Það er skemmst að segja frá því að austfirðingar eru víst voða hrifnir af stuttum pilsum og flegnum bolum - nema það hafi verið varaliturinn Whistling og hann ætlar að koma við aftur, næst þegar hann er á ferðinni og vera þá líka í stuttu pilsi....... Tounge

Hann var annars, svona án gríns, ósköp ljúfur og jafnskemmtilegt að tala við hann "læf" eins og í síma, þannig að ég náði mér fljótlega á strik........

Nú er Dr. House á heiðinni, vonandi í betra veðri en ég í nótt - spurning hvort ég sofna nokkuð út frá honum!

pís InLove


Enn einn dagurinn að kveldi kominn...

....og alltaf jafn gaman í vinnunni. Ný verkefni á hverjum degi. Daðra miskunnarlaust í símann, hvort sem það er við tollskjalagerð, bankann eða Danmörku. Vona bara að þeir hafi jafn gaman af því og ég..... Tounge

Samkoma hjá Hvítasunnu og fundur hjá Sjálfstæðis í kvöld......

.....bílaplanið fullt, þar af einn jeppi merktur Ísland! Við vitum nú öll hver það er - ekki satt? Eitt kvöldið var fundur hjá Sjálfstæðisflokknum, ég var nett pirruð vegna þess að þeir stela alltaf bílastæðinu mínu. Þrátt fyrir að ég eigi ekki bíl, þá er þetta nú mitt stæði og ég get alltaf ergt mig jafnmikið yfir því þegar einhver stelur stæðinu mínu. Ég meina ég er nú búin að borga fyrir það, for crying out loud. Þetta var nú smá útúrdúr, eins og mín er von og vísa.....

.....allavega var fundur hjá þeim og það er bankað á dyrnar hjá mér. Dóttir mín fór til dyra og ég heyri að maður býður góða kvöldið og talar eitthvað meira. Ég hinsvegar hætti fljótlega að hlusta, ábyggilega að fylgjast með einhverju skemmtilegu í sjónvarpinu. Dóttir mín kemur inn eftir smástund og spyr, fremur undirfurðuleg á svip, hvort við eigum mola!!

Ég var nú fremur hissa, hafði ekki lent í því áður, búandi við þjóðveg númer eitt, að ég væri beðin um að lána molasykur, hvað þá annað. Ég hugsaði mig um smá stund og mundi svo að ég átti nokkra mola uppi í skáp. Fór fram og sótti molann og rétti manninum. Hann þakkaði afskaplega vel fyrir sig og sagði mér að Jón gamli á Hóli, gæti bara ekki drukkið kaffið sitt nema með molasykri.W00t

Fór síðan inn aftur og kom að dóttur minni fremur hugsandi inni í stofu. Hún var þá að velta því fyrir sér hver þetta hefði eiginlega verið. Henni fannst hún eitthvað kannast við manninn!! Ég sagði henni að vitaskuld hefði þetta verið Árni Johnsen! Hver annar lánar mola þegar sjálfstæðismenn eiga þá ekki til. Árni!! Reddar málunum.

Nú vantar mig nýja dýnu í rúmið mitt. Finnst ykkur að ég ætti að skilja eftir miða á rúðunni hjá honum - eða er það svolítið stöðumælasektarlegt? Tounge

Fékk símtal áðan frá Austfirzkum manni sem sagðist eiga erindi suður í vikunni og spurði hvort hann mætti hitta mig.........! Hef kannski daðrað fullharkalega við hann??

Auðvitað sagði ég já - Hver neitar félagsskap við skemmtilega menn sem bjóða uppá kaffi?

Joyful


Þrettándagleði?

Ég er alveg hreint hrikalega fúl akkúrat núna.

Helgin byrjaði ágætlega. Tók til, fór út með hvuttaling, hitti konu sem sagðist lesa bloggið mitt, og það kemur mér svosem ekki á óvart, ég meina hver les ekki bloggið mitt? Fór síðan á ágætan bloggvinahitting í gær, hitti Sigrúnu sveitamær í fyrsta sinn og var ekki svikin af því. Hitti líka Dúu dásamlegu og var hreint ekki svikin þar heldur. Dúa kveikti m.a. í jólatrénu á Austurvelli, vinabæjargjöf Noregs ef ég man rétt! Hún þrætti að vísu fyrir það......  Þær standa undir öllu sínu stelpurnar, enda var ég búin að lofa að koma ekki með neina perra.......... Whistling Hitti líka fullt af öðru fólki sem ég hef aldrei séð áður, er ekki frá því að það hafi verið að svindla sér inn..........

Átta mig samt ekki alveg á því af hverju þeim datt í hug, stelpunum, að ég mundi endilega bjóða perrum! En þið? Nei, hélt ekki........ Wink

Fór í dag og kvaddi jólin mjög persónulega hjá frænku minni. Hitti þar lungann úr fjölskyldunni móður mín megin frá og var það vel. Alltaf gaman að hitta gott fólk. Var að vísu lofað rjómatertu sem ég var náttúrulega svikin um! Hvað þarf kona að gera til að fá rjómatertu um jólin?? Maður spyr sig! Og ekki voga þér að segja Dúa að ég hafi ekkert við rjómatertu að gera!! Ég er EKKI feit! Og þó svo væri, hvað er þá að því að vera feitur? Af hverju þurfa allir að vera mjóir? Hvað er fallegt við það? Ha?? 

Endaði svo daginn, og þar með helgina, á því að ergja mig allsvakalega og fékk svosem alveg útrás fyrir það líka. Ég meina aldrei að láta gott pirr ónotað! Ekki satt?

Mottó kvöldins! Aldrei er gott pirr ofnotað! Devil


Litli rasistinn minn

Stúfur litli Stubbalings er rasisti.

Við vorum úti í dag að míga, eins og við gerum svo oft, hér við þjóðveginn, þegar gömul kona í rafdrifnum fjórhjóla litlum stól brunaði hjá. - Ætli þeir heiti eitthvað þessir stólar? Kannski buggy stólar? Stubbur þeyttist að henni og opinberaði þar með rasistann í sér, með þeim afleiðingum að gamla var næstum lent úti á þjóðveg numero uno. Ég hef svosem orðið vör við þessa tilburði hjá honum áður, þegar önnur gömul kona sem á líka svona stól - já, já annað hvort eru þær svona latar eða fótafúnar - og á oft leið hér um því hún sækir messu hjá Hvítasunnu. Ég lokaði bara augunum og bakkaði út úr þeim hugleiðingum. Dýr eru ekki rasistar!! Allavega ekki mitt dýr!!!

Í dag komst ég ekki hjá því að horfast í augu við þetta því nágranninn stóð úti með sitt íþróttablys og sá þetta líka. Ég horfðist í augu við hann og sagði: Ég held að kvekendið sé rasisti!

Auðvitað meinti ég kelluna í stólnum Tounge


Í upphafi

In the beginning...

 

In the beginning God covered the earth with broccoli, cauliflower and

spinach, with green, yellow and red vegetables of all kinds so Man and

Woman would live long and healthy lives.

 

Then using God's bountiful gifts, Satan created Dairy Ice Cream and

Magnums.

 

And Satan said, "You want hot fudge with that?

 

And Man said, "Yes!"

 

And Woman said, "I'll have one too with chocolate chips".

 

And lo, they gained 10 pounds.

 

And God created the healthy yoghurt that Woman might keep the figure

that Man found so fair.

 

And Satan brought forth white flour from the wheat and sugar from the

cane and combined them.

 

And Woman went from size 12 to size 14.

 

So God said, "Try my fresh green salad".

 

And Satan presented Blue Cheese dressing and garlic croutons on the

side.

 

And Man and Woman unfastened their belts following the repast.

 

God then said, "I have sent you healthy vegetables and olive oil in

which to cook them".

 

And Satan brought forth deep fried coconut king prawns, butter-dipped

lobster chunks and chicken fried steak, so big it needed its own

platter.

 

 And Man's cholesterol went through the roof.

 

Then God brought forth the potato, naturally low in fat and brimming

with potassium and good nutrition.

 

Then Satan peeled off the healthy skin and sliced the starchy centre

into chips and deep fried them in animal fats adding copious quantities

of salt.

 

And Man put on more pounds.

 

God then brought forth running shoes so that his Children might lose

those extra pounds.

 

And Satan came forth with a cable T.V. with remote control so Man would

not have to toil changing the channels.

 

And Man and Woman laughed and cried before the flickering light and

started wearing stretch jogging suits.

 

Then God gave lean beef so that Man might consume fewer calories and

still satisfy his appetite.

 

And Satan created McDonalds and the 99p double cheeseburger.

 

Then Satan said, "You want fries with that?" and Man replied, "Yes, And

super size 'em".

 

And Satan said, "It is good." And Man and Woman went into cardiac

arrest.

 

God sighed. And created quadruple by-pass surgery. And then Satan

chuckled, and created the National Health Service.

 

THE FINAL WORD ON NUTRITION

 

After an exhaustive review of the research literature, here's the final

word on nutrition and health:

 

1. Japanese eat very little fat and suffer fewer heart attacks than us.

 

2. Mexicans eat a lot of fat and suffer fewer heart attacks than us.

 

3. Chinese drink very little red wine and suffer fewer heart attacks

than us.

 

4. Italians drink excessive amounts of red wine and suffer fewer heart

attacks than us.

 

5. Germans drink beer and eat lots of sausages and fats and suffer fewer

heart attacks than us.

 

CONCLUSION: Eat and drink what you like. Speaking English is apparently

 

what kills you.


Ég fylltist vanlíðan....

....við að horfa á þáttinn um Breiðavíkurdrengina í gær! Svo mikilli vanlíðan að ég vaknaði í nótt og mér leið ennþá illa.  

Hvernig er hægt að koma svona fram? Hvað veldur því að mannvonzkan blossar svona upp? Ég veit að viðhorfin voru önnur og það þótti ekki tiltökumál að tukta krakkaskít - en guð minn góður!!! Maðurinn hló á meðan hann sagði frá því að hann hefði horft á einum dýft á hvolfi oní skurð!!! Það fór um mig hrollur. Og það sem fram fór í fjárhúsum og fjósum - mér verður óglatt!

Ég fékk kökk í hálsinn að horfa á fullvaxna karlmenn bugast við að rifja þetta upp.

Svo þeyttust forstöðumenn og ábyrgðaraðilar hver um annan þveran að þræta fyrir að þeir hafi tekið eftir að nokkuð athugavert hafi átt sér stað. Þrátt fyrir að hver drengurinn á fætur öðrum hafi verið laminn eins og harðfiskur og þeir hafi sætt misnotkun!!! Annar forstöðumaðurinn, sem fram kom, viðurkenndi þó að "sálfræðingur" Breiðavíkur hafi yfirleitt verið fullur þegar hann kom og fullur þegar hann fór...................

Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds við að horfa á heimildarmyndabrotin og síðan að hlusta á hvernig "drengirnir" upplifðu ástandið. Heyra hvernig þeir lýstu forstöðumönnum og hvernig sumir deyja á meðan aðrir drepast.................

Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér!!!!!!!

Hvað eru margir brotnir einstaklingar úti í þjóðfélaginu vegna þessa og fleiri samskonar staða? Margfeldisáhrifin eru gríðarleg. Drengirnir uxu úr grasi - eignuðust, margir hverjir, fjölskyldur og réðu ekki við ástandið. Vegna þess að aldrei hafði verið unnið úr einu eða neinu.

Ég gæti grátið. Ég gæti gargað!


Dæmisaga um Varg!

Mér féllust hendur þegar drengurinn mætti í áramótamatinn til móður sinnar. Hann er hundapía fyrir vin sinn og sagði mér ábúðamikill að "maður skilur ekki hunda eftir eina á Gamlárskvöld!!" Ég hefði getað þulið upp 10 ástæður á nó tæm en sleppti þeim....... flestum. Sagði honum hinsvegar að hann sæi þá um þessa deild á heimilinu, staða konunnar væri á bak við eldavélina W00t

Eftir smátiltal og tiktúrur tókst honum að lempa hundana til þannig að þeir ruku ekki saman. Ég heyrði hann m.a. segja þeim að hann hefði það fram yfir þá að vera með þumla og þess vegna væri hann "hundurinn" sem réði............ Tounge Þetta blessaðist allt saman þótt Lokharði Ljónshjarta þætti að sér vegið og þegar bæjarbúar fundu hryðjuverkamanninn í brjósti sínu og hleyptu honum óbeisluðum út, lá Vargur og svaf frammi í eldhúsi þannig að Ljónshjartað ákvað að líklega væri þetta allt í lagi - gat allavega ekki verið minni en hinn og hlammaði sér við hlið hans og svaf líka Smile 

Þessi dæmisaga, um að aldrei skyldi kona ákveða fyrirfram að eitthvað komi aldrei til með að ganga upp, var í boði hússins. Hvað með það þó ég hafi þurft að ryksuga og skúra í dag? Maður skilur ekki hunda eftir eina á Gamlárskvöld!! Spurning hvort ég býð ekki Vargi í heimsókn næsta Gamlárskvöld og sleppi því þá kannski að taka til síðasta dag ársins?? Wink

Fórum í okkar hefðbundnu nýjársgöngu með Nóa í dag. Sáum enga álfa í dag en óvenjumargir úr mannheimum voru á ferli! Er fólk alveg hætt að hrynja í það á Gamlárskvöld og vera ómögulegt fram eftir fyrsta degi ársins?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband