Af austfirðingum og öðrum fiðringum

Sótti mömmu og pabba á Keflavíkurflugvöll í nótt í leiðindaveðri og skafrenningi á heiðinni. Var komin upp í rúm kl. fimm í morgun og vaknaði frekar grámygluleg klukkan átta. Meilaði þá á minn nýja vinnuveitanda skilaboð þess efnis að ég væri bara ekki orðin nógu falleg til að takast á við daginn og yrði að fá að sofa aðeins lengur. Hann taldi engin vandkvæði á því þannig að ég skrölti aftur upp í rúm og svaf eins og klessa til klukkan tíu. Ójá - það er ekki ekki öllum gefið að hafa verið reknir úr einu starfi fyrir nýtt og betra Joyful

Hringdi í Möggu í gær, gjörsamlega í panikattakki, vegna yfirvofandi stefnumóts við austfirðinginn og spurði hana um hvað ég ætti eiginlega að tala við hann!!!??? Hún taldi að ég mundi ekki eiga í neinum vandræðum með að finna umræðuefni, en ég skyldi lauma því að að það kæmi ekki til greina að ég flytti austur í afdali W00t og bætti við í lok símtals þegar ég var svona um það bil að jafna mig, að ég skyldi bara vera í stuttu pilsi, bara ekki of stuttu, og flegnum bol, bara ekki of flegnum, með rauða Bed Head varalitinn!

Í dag skannaði ég svo fataskápinn og uppgötvaði að ég á bara flegna boli -  sem sumir kalla druslulega - og stutt pils. Það er skemmst að segja frá því að austfirðingar eru víst voða hrifnir af stuttum pilsum og flegnum bolum - nema það hafi verið varaliturinn Whistling og hann ætlar að koma við aftur, næst þegar hann er á ferðinni og vera þá líka í stuttu pilsi....... Tounge

Hann var annars, svona án gríns, ósköp ljúfur og jafnskemmtilegt að tala við hann "læf" eins og í síma, þannig að ég náði mér fljótlega á strik........

Nú er Dr. House á heiðinni, vonandi í betra veðri en ég í nótt - spurning hvort ég sofna nokkuð út frá honum!

pís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar hann líka að vera í stuttu pilsi sem sagt?

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Austfirðingar eru fínir, er sjálf gift einu Austfjarðatrölli (hann vill samt ekki ganga í stuttu pilsi)

Huld S. Ringsted, 10.1.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Austangolan á mig blés,

um mig sælan hríslaðist

skalf og hristis nið'r í hné

gæinn á mig blístraði.            Knús og klús og vertu dús.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Rebbý

ánægð með þig - alltaf gaman að fá strákana í heimsókn eftir símadaðrið - sérstaklega ef vel kengur að spjalla við þá live

Rebbý, 10.1.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Haba, haba, eitthvað tjútt á leiðinni?  Úje, ég bíð spennt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Ragnheiður

Ó...bara hasar ?

Eins gott að hann mætti ekki í flegnum bol og pilsi

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 01:18

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ótrúleg !

BLESS

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 06:57

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úlalalala...og spennan magnast.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:08

9 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Nú fer að færast fjör í leikinn...... Bíð spennt eftir framhaldinu.  Ég get talað af reynslu um austfirska karlmenn - ef þig vantar upplýsingar, tja... eða leiðbeiningar!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:17

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Áttu manual Ingibjörg?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 10:02

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er nú að verða spennt bíð eftir framhaldinu.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Það kemur ýmislegt gott af austfjörðum...m.a. ÉG!!!

SigrúnSveitó, 11.1.2008 kl. 12:53

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu Flórens

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:09

14 identicon

set inn rúgbrauðsuppskriftina um helgina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:16

15 Smámynd: www.zordis.com

Já, það er margt fallegt sem kemur af austfjörðum .... ekki spurning  

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 23:02

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta með skafrenninginn á heiðinni, á leiðinni á flugvöllinn.: Hvar er eiginlega þessi heiði sem allir eru alltaf að tala um?  Verð að fara láta kíkja á hæðarmælinn í mér. Er ekki alveg að ná þessari "heiði". Ertu kannski að tala um Hellisheiði? Sorry, hélt það væri Miðnesheiðin. Ef þú hefur orðið vör við einhverja bugðu á leiðinni rétt áður en á flugvöllinn var komið, blessuð sendu mér þá GPS punktana, svo ég geti sett þá í plotterinn. Búinn að leita að þessu í mörg ár.

Halldór Egill Guðnason, 12.1.2008 kl. 04:29

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hellisheiðin að sjálfsögðu Halldór!!  Segi nú eins og þú - eru aðrar Heiðir á leiðinni? Er ekki Reykjanesið á jafnsléttu?

Takk fyrir það Birna Dís

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 07:15

18 Smámynd: Hugarfluga

Ji, er bara allt að gerast hjá þér og ég missi af öllu? En spennandi! Hlakka til að fylgjast með jarðhræringunum á milli landshluta!!

Hugarfluga, 12.1.2008 kl. 14:18

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

så spennende min kjære....

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 14:58

20 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.... og hvernig er svo fiðringurinn..... er að urlast úr spenningi hér.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:33

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...ooo en spennadi!  

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband