Sunnudagur.....

.....og ég er með verki í fótum! Það er ekki gott og Stúfur skildi heldur ekkert í því hvers vegna ég fór hringinn okkar svona rólega. Ákvað samt að taka því bara létt.  Wink Alveg eins og ég ætla að taka þessum degi og gera sem minnst á sem lengstum tíma.

Fór í bæinn í gær og keypti mér gamaldags fagurrauða kápu. Ég er svo mikil dama í henni að ég býst við að kvíkmyndatilboðum rigni yfir mig í framtíðinni. Þarf líklega að fá mér umboðsmann.......

Bezt ég setji í vélina svo ég verði búin að þvo þegar síminn byrjar að hringja Tounge eða fara upp í rúm og hvíla mig aðeins lengur! Gæti skriðið undir sæng og kíkt í bók.......

Hljómar vel. Geri það.

Eigði góðan dag Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég sæki hér með um starfið, yrði fínn umboðsmaður

Farðu vel með fótinn Hrönnslan, eigðu góðan dag.

Marta B Helgadóttir, 13.1.2008 kl. 11:05

2 identicon

Djö maður. Marta var á undan mér að sækja um. Held samt að ég yrði líka fínn umboðsmaður

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

rólegar stelpur mínar...... ég er hokin af reynslu í þessum bransa .... og þar sem fréttir um "skipun manna í embætti" hafa ekki farið fram hjá nokkru mannsbarni og við væntanlega lært af reynslunni þá liggur það í augum uppi hver kemur til með að starfa sem umboðsmaður Hrannar í framtíðinni.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Ragnheiður

Hvíldu fótinn og njóttu lífsins, rauðar kápur eru bara flottar

Ragnheiður , 13.1.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Hugarfluga

Mig hefur alltaf dreymt um að eignast rauða kápu!! Lucky you! Hvíldu faraldsfótinn, ljúfust.

Hugarfluga, 13.1.2008 kl. 12:56

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Einu sinni átti ég rauða kápu með svörtum loðkraga, leið eins og drottningu í henni, svo eyðilagðist hún í bruna til lukku með rauðu kápuna!  Farðu vel með fótinn

Huld S. Ringsted, 13.1.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur mínar, ég veit þið skiljið það að þó Fanney sé kannski ekki með mestu menntunina í umboðsmennsku sem lærist í umboðsmannaskóla ríkisins, þá hljótið þið að sjá að hún kemur til með að sjá heildarmyndina langskýrast............ Ræð ykkur hinar sem aðstoðarmenn! Það kemur ekki til með að veit af!

Ég get sagt ykkur að rauða kápan á eftir að skila mér langt! Hún er ótrúlega flott - alveg ótrúlega

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband