Andi húsanna

Þar sem ég lá í rúminu í morgun og þóttist vera að lesa, en var aðallega að dorma og hugsa um hversu frábæran dag ég átti í gær með Möggu og mömmu, fann ég hvernig yfir mig kom löngunin til að hafa allt hreint í kringum mig. Ég lá talsvert lengi og reyndi að láta þessa tilfinningu líða hjá en gafst upp á endanum og fór að þrífa.

Núna mallar þvottavélin í kjallaranum á hæstu stillingu - tóm, með eplaediki, kaffivélin er að hreinsa sig líka, sömuleiðis með eplaediki, uppþvottavélin er í hreinsunarátaki líka, full af saltsteinum og ég er að velta því fyrir mér hvort mér takist að humma það fram af mér að byrja að skúra. Ég held samt ekki. Enda vön að klára hlutina!

Á meðan ég var að ryksuga og þurrka af fór ég að hugsa um hversu misjafnlega hús taka á móti manni.

Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var að leita mér að húsnæði fyrir rúmum sjö árum. Þá skoðaði ég hverja íbúðina á fætur annarri. Sums staðar fannst mér eins og íbúðin segði: "farðu, farðu....." annarsstaðar var hlutleysi í gangi svona status quo ástand, hvorki né - þið skiljið mig......

Þegar ég skoðaði eina íbúðina í fyrsta sinn voru allar hurðir og hurðakarmar lakkaðir eldrauðir, það var eins og að stíga inn í forgarð helvítis að koma inn í hana. Veggir voru dökk, dökkgrænir og loftið í ganginum rautt. Niður í kjallarann, þangað sem farið var í gegnum hlera á gólfinu, var hænsnastigi, hrikalega brattur! Þessi íbúð sagði við mig: "Þú átt heima hér...." Vitaskuld keypti ég hana.

Mér líður alltaf vel hérna heima og í hvert sinn sem ég fer að heiman bíður húsið mín og tekur svo fagnandi á móti mér þegar ég sný aftur.

Ég á líklega heima í húsi andanna InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þekki svona tilfinningu!  Æðislegt að finna hús sem passar svona vel fyrir konu, þú ert lánsöm að hafa fundið hreiðrið þitt!  Lést ekki slá ryki í augun með litavali fyrrverandi eiganda

www.zordis.com, 13.1.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er búið að mála í forgarði helvítis?? ég held ég verði að fara að kíkja á þig.  Devil 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sum gömul hús eru bara notaleg á einhvern óútskýranlegan hátt, meðan önnur ný og glæsileg eru köld og fráhrindandi. Maður áttar sig ekki alltaf á því hvað það er. Sum hús hafa sál eins og sagt er.

Ágúst H Bjarnason, 13.1.2008 kl. 18:46

4 identicon

Og eru þessir litir ennþá hjá þér eða...

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

skil vel að þér líði vel í litla sæta húsinu þínu...... það er eins og það hafi verið byggt fyrir þig....... enda eru það fastir liðir þegar ég og bóndinn keyrum framhjá húsinu að kíkja í eldhúsgluggann og veifa....okkur hefur að vísu sjalda verið veifað til baka en það er sama við höldum áfram að veifa.......soldið eins og fífl í afmæli og þó.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:05

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eins og fífl í afmæli!!! Þú drepur mig  Ég skal reyna að veifa ykkur tilbaka næst! Það er bara svo mikið að gera í veifinu að ég er eins og bretadrottning á góðum degi

Nei, nei Bryndís - ég var frekar snögg að breyta.

Knús á ykkur öll

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 19:25

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þú átt sko ábyggilega heima í húsi andanna. Þar eiga allir skemmtilegir karakterar heima.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Steingerður

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sagði það fyrir löööööngu síðan Dúa og taka Völu með!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 20:26

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki þessa tilfinningu, við keyptum okkar hús næstum án þess að skoða það, bara garðinn. húsið var hræðilegt að innan, en með þvílóka sál!

hafði gott kvöld

Bless

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:27

11 Smámynd: Rebbý

Tilfinningin inni í húsnæðinu ræður öllu í mínu húsnæðisvali - bara treysta á eðlishvötina.   Hænsnastigi hefði kannski slegið mig út af laginu enda verð ég að þykjast örugg í stigunum

Rebbý, 13.1.2008 kl. 23:02

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér líst vel á þessa eplaedikshreinsun. Eitt sinn ætlaði ég sjálf í eina slíka, en vegna ásækni minnar í gott bragð, varð ekki af henni.

Já, drottningarvinkið; það er semsé fyrir utan heima hjá þér sem er vinkað milli fjögur og fimm á þriðju - og fimmtudögum? Vink, vink.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Spurning að þú laxerir elskan...

Heiða Þórðar, 13.1.2008 kl. 23:52

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að þér líður vel í þessu húsi hafðu það gott mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 09:47

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú er ég sammála þér. ''Heima'' er tilfinning.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 13:23

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já en er búið að mála?  ´Má ég ekki koma líka með Dúu og Völuskotti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:09

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað máttu það Nenna litla

Guðný Anna! Alla daga milli fimm og sjö! :)

Já Jóna! "Heima" er tilfinning og hún er góð þegar hún er fundin

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband