Þrettándagleði?

Ég er alveg hreint hrikalega fúl akkúrat núna.

Helgin byrjaði ágætlega. Tók til, fór út með hvuttaling, hitti konu sem sagðist lesa bloggið mitt, og það kemur mér svosem ekki á óvart, ég meina hver les ekki bloggið mitt? Fór síðan á ágætan bloggvinahitting í gær, hitti Sigrúnu sveitamær í fyrsta sinn og var ekki svikin af því. Hitti líka Dúu dásamlegu og var hreint ekki svikin þar heldur. Dúa kveikti m.a. í jólatrénu á Austurvelli, vinabæjargjöf Noregs ef ég man rétt! Hún þrætti að vísu fyrir það......  Þær standa undir öllu sínu stelpurnar, enda var ég búin að lofa að koma ekki með neina perra.......... Whistling Hitti líka fullt af öðru fólki sem ég hef aldrei séð áður, er ekki frá því að það hafi verið að svindla sér inn..........

Átta mig samt ekki alveg á því af hverju þeim datt í hug, stelpunum, að ég mundi endilega bjóða perrum! En þið? Nei, hélt ekki........ Wink

Fór í dag og kvaddi jólin mjög persónulega hjá frænku minni. Hitti þar lungann úr fjölskyldunni móður mín megin frá og var það vel. Alltaf gaman að hitta gott fólk. Var að vísu lofað rjómatertu sem ég var náttúrulega svikin um! Hvað þarf kona að gera til að fá rjómatertu um jólin?? Maður spyr sig! Og ekki voga þér að segja Dúa að ég hafi ekkert við rjómatertu að gera!! Ég er EKKI feit! Og þó svo væri, hvað er þá að því að vera feitur? Af hverju þurfa allir að vera mjóir? Hvað er fallegt við það? Ha?? 

Endaði svo daginn, og þar með helgina, á því að ergja mig allsvakalega og fékk svosem alveg útrás fyrir það líka. Ég meina aldrei að láta gott pirr ónotað! Ekki satt?

Mottó kvöldins! Aldrei er gott pirr ofnotað! Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu mig vita það vúman, pirr eru stórlega vanmetin.  Arg og pirr og meira pirr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2008 kl. 22:01

2 identicon

Segi það nú líka. Hver les ekki bloggið þitt

Takk fyrir frábæra skemmtun í gær

Bryndís R (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Oooohhh, elskan, það var sko snilld að hitta þig!  Og TAKK fyrir að leyfa mér að koma með, og fyrir að halda ekki að ég væri of mikill perri...!!

Pirr...uss, lífið er of stutt fyrir pirr...!!

Knúzzzzzzzzzzzz............ 

SigrúnSveitó, 6.1.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

gaman að heyra að hittingurinn hafi verið góður í gær..... sjálf komst ég ekki sökum anna............ en ertu að meina að þú hafir ekki fengið neina rjómatertu öll jólin..... o m g...... hvað gera konur við því.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flórens! Hver sagði þér að þú værir ekki perri??  Ég veit, að lífið er of stutt fyrir pirr, þess vegna kem ég þeim út allsnarlega......

Takk sömuleiðis Bryndís! Flottar myndir sem þú tekur!!

Jenný! Æ am telling jú..............

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit ekki Fanney!!! Ergja fyrrum eiginmenn?

Og skammast´ín svo að taka einhver afmæli fram yfir mig..........

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir síðast mín kæra.  Hvernig er hjartað í Ljóshjartanu núna, eftir allar skothríðarnar í kvöld, meiri lætin hér í bæ.  Hafðu það gott mín kæra og við sjáumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jahá... nú er bara eftir að vita hvort maður fái boðskort í brúðkaupið.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.1.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Ásdís!

Dúa! Þú færð sko EKKI að kalla mig Pétur!!

Jóna! Auðvitað verður þér boðið.........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 00:05

10 Smámynd: Dísa Dóra

hér á bæ fær pirrið sko að fjúka um leið og það byrtist ef það byrtist alveg óþarfi að geyma svona hluti

Dísa Dóra, 7.1.2008 kl. 08:26

11 identicon

kallar þú þetta að vera pirruð?? þú ert nú meiri engillinn

Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:18

12 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

ég veit ekki hvort ég á að þora að nefna það, salt í sárin og allt það - en ég fékk sko meiri háttar rjómatertu um jólin - sjá bloggið mitt...

Guðrún Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Verð sífellt sárari yfir að hafa sofið af mér bloggvinahittinginn. Gengur vonandi betur næst og þá skal ég gefa þér rjómatertu Hrönn mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.1.2008 kl. 12:13

14 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Besta ráðið til að fá tertu hjá fjölskyldunni er að koma fyrir áramót því að eftiáramót þá fara allir í MEGRUN Annars vitna ég í vísurnar sem ég sendi síðast.

Þar eru sauðasíðurnar þverhandarþykkar, mörinn nógur og tólgarskildirnir hlemmstórir. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 15:04

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var ekki smásvekkt að hafa ekki komist til að hitta ykkur en ég kem sko alveg örugglega næst.

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 20:29

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:00

17 Smámynd: www.zordis.com

þrettándakveðjurnar, mikið hefur nú verið gaman að hitta allar þessar kjéddlingar ...... kvitt og knús, mér finst Pétur flottara en að vera kallaður Hranni þú skvísulegi svanni .....

www.zordis.com, 7.1.2008 kl. 21:11

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég var nú að ærast það var sprengt svo mikið þetta var eins og gamlárskvöld. Það var gott að þú skemmtir þér vel Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband