Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Heppin.....

DSC02401

Ég fékk fjögur sms í nótt! Þar sem mér var tilkynnt hvað ég væri djöfull ómerkileg, hvort ég héldi að ég væri sloppin! Og að ég skyldi sko ekki leyfa mér að halda að ég ætti séns...!

Heppni mín fólgst í því að ég er náttúrulega alls ekki ómerkileg - ég er afar merkileg, ef út í það væri farið, ég er löngu sloppin og á allan þann séns sem ég kæri mig um - fyrir nú utan það að viðkomandi var að senda í skakkt númer! W00t 

Það er grundvallaratriði að senda aldrei sms þegar maður er fullur - ALDREI! 

Í gær fór ég á myndlistarsýningu og gallý í Gallerý Gónhól á Eyrarbakka! Gæddi mér á vöfflu með rjóma á meðan ég virti fyrir mér list. Fór svo hringinn frammi. Þarna er margt áhugavertPicture 351 og gaman að skoða. Keypti mér rautt veski fyrir slikk. Ótrúlega flott InLove

Hitti síðan konu sem sagði mér að hún ætti krem fyrir mig unnin úr jurtum sem mundi gagnast mér vel. Því ég væri svo slæm í fótunum!! Galdrakerling? Hugsanlega......

Sá líka rauðar grifflur þarna sem ég gæti farið og keypt mér í dag. Það er nú óþarfi að kaupa allt í einu! 

Þegar ég var svo til nýkomin heim aftur, bankaði fyrrum kjallarakrúttið hjá mér - hann er sko fluttur, ennþá krútt Cool og gaf mér bleikan fisk, sem ég slægði og setti inn í allt græna kryddið mitt ásamt dassi af fersku engiferi, appelsínu og sítrónu. Vafði herlegheitin í álpappír og skellti honum í ísskápinn. Ætla að stinga honum í ofninn í kvöld og elda kartöflur með. 

Var að hlusta á Valdísi Gunnars, hún frumflutti lag sem mig minnir að hún hafi sagt að væri með Garðari Cortes. Lagið heitir Lady og er ótrúlega flott. Heyrðuð þið það? En veit einhver hvað fossinn á myndinn heitir? Það eru verðlaun í boðinu Kissing


Dularfulla skógarskokkið

Gekk í gegnum skóginn og skokkaði til baka. Stafalogn, regnið hvíslaðist á við aspirnar, endurnar sáu ekkert nema hvor aðra og syntu hinar spökustu um tjörnina - sem var tóm í fyrrasumar. Áin niðaði í átt til sjávar í bakgrunninum og mér leið vel. Líður raunar enn vel...................

Löggan var líka í skóginum. En ekki að skokka - þeir voru að gera eitthvað allt annað Bandit Kannski í löggu og bófa? Veit ekki. Veit heldur ekki hvort þeim leið vel. Kunni ekki við að spyrja Cool

Ef þið heyrið af miðaldra konu á harðahlaupum undan löggunni í skógi á Suðurlandi þá var það ég! Þið getið svo sagt ykkur það sjálf að sagan er lygi - ég er ALDREI á harðahlaupum LoL

Ég ætla að birta hér annað erindi úr ljóðinu sem enginn þekkti um daginn - spurningin er enn sú sama! Hver orti?

 

Vort sandkorn himnahafs, hve ertu stór.

Þín hljóðu straumaköst ná geiminn yfir.

          Í þínu dufti drottins myndin lifir.

Þú dropi varðst, svo fylltist ljóssins sjór.

Sá andi, er stillir stjörnuskarans kór,

hann stýrir hverju spori þinna loga;

því hann er sá, sem allt sér í því eina;

því á eitt sjónarkast vort hvolfsins boga;

því speglast blikur blárra, djúpra voga

         í blaðsins dögg, í tárum þinna steina

Það skal tekið fram að myndin tengist efnisinnihaldi ekkert. Mér fannst hún bara við hæfi - það er greinilega þarna sem skýin eru búin til InLove

 

 


Afar skrautlegur dagur....

....er að renna skeið sitt á enda!

Það fór um mig hrollur í nístingskuldanum úti á golfvelli í dagrenningu þegar ég beit á jaxlinn og bölvaði - í hljóði, að sjálfsögðu, ég er dama - vegna þess að ég gleymdi á mig vettlingum áður en ég fór út! Sumarið frá í gær var heldur betur stokkið á braut og ég skeiðaði hring á vellinum, kylfulaus og grínlaus Wink og þó var það ekki það skrautlegasta sem ég lenti í í dag.........

Byrjaði svo vinnudaginn á að tala dönsku - var þó varla farin að hugsa á íslensku Tounge Allt blessaðist þetta þó og ég fékk þær upplýsingar sem mig vanhagaði um! Enda var það ekki það skrautlegasta sem ég lenti í í dag........

Maðurinn með fallegu röddina hringdi í mig í dag Joyful Endilega hringdu bara sem oftast - alltaf gaman að heyra í þér Tounge Tala nú ekki um á svona dögum! Þó var það ekki það skrautlegasta sem henti mig í dag.....

Var að velta því fyrir mér öðru hverju í dag - hvar í ósköpunum ég gæti orðið fyrsta konan í einhverju! Kjeddlingar hafa gert alla skapaða hluti nú orðið!! Fyrsta konan var til dæmis á toppi Everest þennan dag fyrir einhverjum árum síðan. Og ekki nóg með það - heldur var hún líka fyrsta konan sem lenti í snjóflóði á leiðinni upp! Ég gæti til dæmis ekki verið sú fyrsta þar..........

Einhverjum árum síðar varð þessi sama kona fyrst til að ganga á hæstu tinda allra sjö heimsálfa. Þannig að það er farið........

Ég er að segja ykkur - þessar kjéddlingar sko! Þurfa þær að vera út um allt? Geta þær ekki skilið neitt eftir? Hverju á ég að stefna að í framtíðinni? Hver geta mín markmið orðið? Það er búið að öllu........

Ó og svo komst ég líka að því í dag að ég hef zero tolerance gagnvart fullum köllum!! En þó var það ekki það skrautlegasta sem henti mig í dag.....

Bróðir minn - fallegasti málvísindamaður norðan Alpafjalla - á afmæli í dag! Ég heyrði í honum nokkrum sinnum í dag og í hvert sinn gleymdi ég að óska honum til hamingju með daginn! Alveg þar til ég tók mig saman og hringdi í hann áðan InLove Krúttið er ekkert að erfa það við mig - hann er nú búinn að þekkja mig í öll þessi ár.

Þetta skrautlega sem henti mig í dag, var svo skrautlegt að ég verð eiginlega að eiga þetta skraut alveg sjálf, ég er rétt að byrja að flissa. Fólk getur verið svo skrautlegt Tounge Skondið orð - skrautlegt!

Veriði spök. 


Hakuna matata

Ég heyrði Geir H. segja mjög ábúðarfullan í fjölmiðlum um daginn að þjóðin yrði að draga saman!

Síðan hef ég setið og barið mig með hrís, meinlætafull á svip, á meðan ég hef leitað leiða til að fylgja því sem foringinn mælti fyrir um W00t Um helgina datt ég niður á lausnina. Ég ætla að gerast kartöflubóndi.

Ég hef komið því um kring að ég fái afnot af einu beði í garði hér í grennd - gegn því að hjálpa til við að stinga hann upp. Sem mér þótti ekki mikið leigugjald Tounge Sami garðeigandi bauðst til að gefa mér þrjátíu og þrjár kartöflur af gerðinni gullauga -  þið sjáið að ég vel jafnvel tegundina af kostgæfni - LoL sem liggja nú og spíra og bíða helspenntar eftir að verða stungið niður í gróskumikla moldina og aðstoða þjóðina í þrengingum. Í haust mun ég síðan verða stoltur eigandi mikillar uppskeru ef guð og garðálfarnir lofa. Ég er jafnvel að spá í að færa strax út kvíarnar og rækta kál með í beðinu. Hver veit nema ég getið boðið Geir svona eins og eina eða tvær nýjar kartöflur í soðið en ekki meira - það þarf jú að spara.................

Svei mér þá! Þið þurfið engar áhyggjur að hafa af frjálsu falli krónunnar, slæmu gengi hlutabréfa eða hagvexti  - ég er búin að redd´essu Joyful

 


Kyoto

Sólin skein hástöfum og í allan dag. Þó hef ég setið inni og unnið. Látið hreinlega sem ég sæi ekki þegar hún reyndi að lokka mig út í teygjutvist og snú snú! Næ samt aldrei þeim áfanga að hafa verið 75 ár í sama starfi......... ekki úr þessu, nema kannski ef taldir eru tímarnir? Neeeee held ekki að það dugi........ - Sjötíuogfimmár!!! Ég er mest hissa að karlinn var ekki beðinn um að syngja. Fátt fer eins mikið í taugarnar á mér og þegar gamalt fólk er beðið um að syngja "eitt lag í tilefni dagsins...." Pinch Hver byrjaði á þessari vitleysu? Af hverju ætti allt gamalt fólk að hafa gaman af að syngja fremur en allir tvítugir? Maður spyr sig........ Woundering

Stúlkubarnið í kjallaranum þvoði gluggana að utan og söng hástöfum á meðan - var með ipod í eyrunum og ég hlustaði og flissaði hástöfum fyrir innan mína óþvegnu glugga Tounge Ekki af því að hún syngi svo illa - bara fyndið þegar fólk syngur svona hástöfum með einhverju sem það er einsamalt um að heyra.

Nú væri gott að fara út að skokka - ef ég nennti, sem ég geri ekki........ eða út að ganga - ef ég nennti, sem ég geri ekki heldur.......... Kannski væri bara gott að vera þreyttur í kvöld og leyfa sér það?

Horfði á Kastljósið þar sem Magnús Þór og Gísli bæjarstjóri dissuðu hvorn annan í dágóðan tíma! Vona að þeir hafi komið saman á bíl - reyna að vera soldið umhverfisvænir og uppfylla Kyoto bókunina. Stendur ekki þar einhversstaðar að allir stjórnmálamenn skuli sambíla í viðtöl og heim aftur? Þeir hefðu allavega gott af því að reyna að leysa málin á heimleiðinni.......

Pís  Heart


Það er vor...........

Fór út í garð eftir vinnu í dag.......... alla leið Tounge Ákvað að hreinsa beðin - bæði Gasp og þegar ég var búin að því rakaði ég allar dauðu greinarnar, sem hafa fallið af trjánum í vetur, í hrúgu. Nú vantar mig bara kerru með krók og bíl..........

Á meðan ég bardúsaði þetta, sá ég að það er orðið ansi mikið líf í garðinum. Býflugnadrottingar sveimuðu hjá með vængjaþyt og slætti - ég hélt ró minni og ímyndaði mér að þeir væru bara að saga svona mikið strákarnir í sögunarmyllunni W00t Kóngulær léku sér að því að láta sig falla í frjálsu falli úr greinum trjánna ofan á mig.......... og ég hélt ró minni. Bjó mér til sögu um það að kannski færi ég að sofa með kóngulóm í kvöld - en í fyrramálið mundi ég vakna með Spiderman mér við hlið......... LoL

Hér eru ekki lesin Grimsævintýri - hér eru búin til Garðsævintýri...... enda engin læs á þessu heimili....

Sé, mér til mikillar ánægu og þrátt fyrir að mig klæji hreint um allt Pinch að kóngulærnar eru byrjaðar að spinna vefi sína um allt. Fyrir nú utan hvað þetta er fallegt "handverk" hjá þeim þá halda þær flugum úti fyrir mig. Eitthvað það fallegasta sem ég veit er kóngulóarvefur í úða. Birtan glitrar svo fallega í vefinn.........

Já ég veit Jenný! Tounge

 
"Þú deplar auga, og dagur verður kveld.

Þú dregur blæju hægt á mánagluggann—

og breiðir þér að brjósti næturskuggann,

þú blundar, vaknar, kveikir morguneld.

Þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld,

en heitan móðurkoss til vorsins geymir.

Svo snýr þú við, sem víf að ástarhótum,

og vetrardvöl í röðulfaðmi gleymir.

En grannahvelin heilög bros þín dreymir,

            ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum"


Ein lauflétt í lokin........ Úr hvaða ljóði er þetta og hver orti.............?

pís InLove

 


Djö..

..sem ég er búin að vera dugleg í dag. Henti bæði jólasmákökunum OG laufabrauðinu! 

Well! Bezt að skríða strax undir rúm. Kona þarf nú að hvíla sig eftir svona framtak.........W00t


Mömmusinnardúlludúskur

......gaf mér rósir í gær! Hann gaf mér eina hvíta - af því að var Hvítasunnudagur og eina rauða af því að það var Mæðradagur.....Tounge Segiði svo að það megi ekki breyta merkingu blóma........

Ég varð náttúrulega voða tötsí og kvakaði um leið og ég knúsaði hann.....æj hvað þú ert sætur, mundirðu eftir þessu..........? Já, sagði snúllinn - þegar ég gekk fram hjá blómabúðinni og sá auglýsinguna! Cool

Alltaf gaman að fá blóm og sérstaklega rósir. Þær eru svo fallegar. Þið munið það bara ef ykkur langar að gefa mér blóm, þá eru rósir alveg að gera sig........ Wink


Jiiiii......

....... það var svo gaman á bekkjarmótinu í gær!!

að leika dátt..Við byrjuðum á að skoða skólann, þar sem allt gerðist W00t Fengum Tobba Hjalta, okkar "gamla" kennara til að rölta með okkur og segja okkur sögur frá þessum árum, þar sem svo virtist sem sumir hefðu borðað strokleður í morgunmat alla skólagönguna og myndu ekkert frá þessum árum. Ég, náttúrulega misnotaði aðstöðu mína í nefndinni og gaf Tobba nokkuð nákvæmar ordrur um að hann skyldi fara fögrum orðum um mig sem afburðarnemanda þessara ára - en hann hlýtur að hafa borðað strokleður í morgunmat líka - því hann mundi ekkert eftir því........ Tounge

 

 

Fórum svo á Veiðisafnið á Stokkseyri, þar sem Bjarni Harðar, okkar eini og sanni, bættist í hópinn og sagði okkur stórskemmtilegar sögur um álfa, huldufólk og drauga á leiðinni heim aftur. Eitthvað virðist draugagangurinn fylgja Bjarna því ég náði ekki að festa hann á filmu........  

Íslandsmeistarar í línudansi

 

 

Þegar svo uppgötvaðist að við eigum í okkar röðum Íslandsmeistara í Línudansi, voru þær að sjálfsögðu fengnar til að sýna okkur hinum hvernig á að gera þetta. 

Hrikalega flottar stelpurnar........ 

 

 

 

Tvö fallegÍ salnum þar sem við borðuðum voru rifjaðir upp gamlir tímar og Dóri Villa minnti mig á atburð sem ég var lööööngu búin að gleyma. Í þeirri sögu, sem ég ætla svo sannarlega ekki að deila með ykkur, var farið inn á hæfileika mína sem bílstjóra á þessum árum og gott ef dularfullt mannshvarf tengdist þessu ekki eitthvað líka......

Dóri er alltaf svo mikið krútt og ekki versnaði hann við að hætta að drekka Wink

 

 

Restuðum svo í Hvíta húsinu þar sem var haldið sveitaball - okkur til heiðurs, geri ég ráð fyrir Woundering Þar dansaði ég af mér fæturnar.........Whistling 

Mikið rosalega er ég ánægð með ykkur strákar hvað þið eruð flottir að dansa. Það hefur ræst ótrúlega úr ykkur W00t

Fyrir þau ykkar sem slæðast hingað inn hef ég sett inn myndir úr partýinu í albúm sem heitir bekkjarmót 2008. Endilega kíkjið á myndirna og þið megið ná ykkur í þær myndir sem ykkur langar í.

Takk, krakkar, fyrir stórgott kvöld. Gerum þetta aftur............. um næstu helgi Tounge


59:59

.....stóð á klukkunni þegar ég skrölti í mark í gærkvöldi!! Ég var hrikalega stolt að það var ekki búið að taka saman og allir farnir! Held samt að danskurinn hafi verið ívið stoltari en ég af mér - en kannski hafði hann bara áhyggjur af að þurfa að eyða kvöldinu einsamall á bekk bíðandi eftir konu sem aldrei kom W00t Neeeeee segi sonna, hann er nú soddan krútt Joyful Dró hann síðan með mér í sund, sagði honum að honum yrði ekki hleypt úr landi fyrr en ég væri búin að vinna hann í einhverju......... en auðvitað vildi ég bara sjá hann fáklæddan.......... Cool 

Mikið rosalega lagði ég mig eftir vinnu í dag. Vaknaði ekki fyrr en klukkan nítján:fimmtán að staðartíma.  Ég sá fram á að ég hef ekki tíma í að hafa harðsperrur á morgun þannig að ég borðaði ekkert nema banana í gær! Ef ég verð heppin breytist ég ekki í apa Gasp

Sé líka að uppáhaldsþátturinn minn er að byrja aftur á Skjá einum: How to look good naked! W00t

Vona að helgin verði ykkur góð. Ég veit að mín verður annasöm.

Elskið hvort annað InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband