Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fréttir á flugi!

Ég var að hugsa, þegar ég leit út um gluggann áðan og sá heilt Fréttablað hefja sig til flugs í áttina að mínum garði, hvað það færi óendanlega í taugarnar á mér allt þetta árans ekkisen rusl sem fýkur frá Bónus yfir til mín!!

Var í huganum búin að hanna himinháa girðingu úr ryðfríu stáli ;) með smáum möskvum sem hleypa engu bréfarusli í gegn - þegar ég áttaði mig á því að þá kemur ruslið bara til að hanga í sjónhæð minni um aldur og ævi og ergja mig þar í staðinn fyrir að fjúka í gegn og enda í langtíburtztan..........

..... þegar ég svo hugsaði girðinguna örlítið áfram sá ég að það er það ekki ósvipað með allt það slæma sem hendir mann í lífinu. Auðvitað á að láta það streyma í gegn og hverfa í fjarzkan í stað þess að það nagi mann um eilfíð.

Með það fór ég og tók niður mínar andlegu girðingar. Nú streymir allt fram - gott sem slæmt - eins og fréttirnar frá í gær - sem skipta engu máli í dag.

Elskaðu sjálfa/n þig  InLove


Tímamót...

... í mínu lífi áttu sér stað í dag þegar ungur drengur kom og tengdi afruglara við routerinn þannig að nú horfi ég á sjónvarpið í gegnum netið. Ótrúlega skýr mynd, ég var almost búin að gleyma hvernig fólk í sjónvarpi lítur út....... W00t Fyrir nú utan einhverjar sextíu stöðvar sem ég get horft á. Ætli ég verði ekki bara að hætta að vinna til að komast yfir þetta allt saman. Ótrúlega sem þessi vinna slítur í sundur fyrir manni!

Sunnudagar eru mínir dagar. Algjört letilíf - geri það sem mér sýnist, þegar mér sýnist (eins og ég geri það ekki alla hina dagana líka) Tounge Skrapp til mömmu í kaffi og vöfflur, hitti þar bróður minn og konuna hans sem og son þeirra - sem by the way er alveg að komast á það stig að vera viðræðuhæfur..... W00t Játa það hér og nú að ég hef ekkert gaman að börnum - barasta hreint ekki neitt, fyrr en þau komast á það stig að hægt er að ræða við þau og jafnvel ljúga þau full af alls kyns vitleysu. Eyfi þú bara nefnir það og ég skal passa fyrir ykkur LoL

Ég er algjörlega undirlögð af harðsperrum eftir skokkið hér um árið og er staðráðin í að gera eins og Sirrý Sæ. minn gamli leikfimikennari sagði hér um árið. Alltaf að gera strax aftur það sem olli harðsperrum til að losna við þær. Nú ef það dugar ekki þá veit ég hvar hún á heima....

Ég er að segja ykkur það, ég hugsa eins og glæpamaður. Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu?

Sá Ólaf Ragnar Grímsson á Laugaveginum í gær og Dorrit hans ekta húsfrú. Þau voru að kaupa sér pizzu. Ég náði ekki upp í nefið á mér, ég var svo hneyksluð. Systrum mínum og móður fannst þetta hins vegar allt í lagi og renndu þar með enn einni stoðinni undir þær grunsemdir mínar að ég sé tökubarn í þessari fjölskyldu W00t

Eitt sem ég velti fyrir mér í dag, á milli þess sem ég gerði mest lítið og gerði það hægt, þegar fólk gengur út - eins og sagt er - ætli það skelli þá á eftir sér?

Heart


Ein spurning....

....ef tvær gæsir fljúga saman og önnur er á undan - heitir það þá oddaflug? W00t

Gærdagurinn var alveg sérdeilis frábær! Við fórum systurnar, ásamt mömmu, í menningarferð til Reykjavíkur. Skröltum niður Skólavörðustíginn, með viðkomu hjá Eggert feldskera, hann hló þegar ég sagði honum að við værum bara komnar til að káfa W00t Fengum okkur að borða á Næstu grösum og röltum svo Laugaveginn í rólegheitum. Skoðuðum í glugga og stundum aðeins meira en í glugga.....

Mér finnst vera soldil hysteria í gangi með miðbæinn! Ekki sá ég áberandi mikið veggjakrot - ekki heldur ónýta kofa, þó eitt og eitt kaffihús hafi verið komið í eyði - eins og systir mín orðaði það svo snilldarlega LoL

Fórum líka á Café Paris - þar sem þjónninn bað mig að útskýra muninn á Café au lait og Caffe latte  og gerði mig alveg pissvonda fyrir vikið! Pinch Gat hann ekki bara sagt að þarna væri bara til Caffe latte? Geðvonskan í fólki.......

.....allavega á Café Paris fer ég aldrei aftur! Sjálfsagt er afgreiðsludrengurinn mikið feginn því W00tHinsvegar gúgglaði ég bæði köffin þegar ég kom heim og gæti - ef ég færi aftur - sagt honum muninn í dag Tounge

Pís Heart


Hún var köld....

....golan í morgun þegar ég skokkaði í austurátt með vindinn í fangið og sólina í feisið.

Mér fór ekki að hlýna fyrr en ég tók aukaferð í brekkunni, þeirri einu á svæðinu.... Kannski ég verði bara inni í sumar Tounge

En við lúkkuðum vel í morgunskokkinu við Stubbalingur og það er nú það sem skiptir öllu Pinch

Pís Heart

 


Hamar :)

Það er föstudagskvöld og ég er búin að elda dýrindis mat og borða hann líka Wink Hef komist að því að mér hugnast að elda mat ef ég verð annars hugar. Líka þó ég sé alveg með sjálfri mér.......Woundering Kannski ekki seinna vænna að læra að þekkja sjálfa sig - komin á þennan aldur......

Dagurinn í dag er búinn að vera góður. Ég kom ýmsu í verk og kláraði margt. Toppiði það Tounge

Hamstola?

Af hverju þýðir þetta orð að verða viti sínu fjær? Hver ákvað það - og hvenær? Tounge

Ég get verið í ýmsum hömum! Ég get líka farið hamförum! Ef ég væri prinsessa og dvergarnir sjö rændu mér og gæfu mér gullskreytta demantsskó svo ég breyttist í stuepige......

....væri ég þá ekki hamstola? Eða færi ég hamförum?

Finnst þér eins og ég rugli saman ævintýrum?

Lokharður Ljónshjarta er búinn að eignast nýja beztu vini. Þeir ganga hér hjá á kvöldin - tveir saman og tala framandi tungu........

....en þeir brosa alltaf blíðlega til hans og spjalla við hann - á sínu máli. Honum er alveg sama þótt hann skilji þá ekki. Það er tónninn sem skilst...........

Svo brosa þeir líka alltaf svo blíðlega til mín Cool

Það stefnir í góðan morgundag líka! Hugsið ykkur tveir dagar í röð - góðir!! Legg nú bara ekki meira á ykkur í bili! Ég get varla hamið mig Heart


Já já....

Það fór eins og ég hélt!

Ég vaknaði og það var komið sumar W00t Allt annað að vera á ferðinni, golan strauk vangann svo hlýleg og mild, fuglarnir sungu letilegt gleðilag - veiðiþjófur búinn að planta sér við ána..... á hálfglötuðum stað að vísu en það verður ekki á allt kosið þegar fólk er að stelast Tounge

Var að spá í eitt - jú, jú og annað.... þar sem ég gekk niður með ánni. 

Atferli fólks, það er endalaust hægt að spá í hegðun, atferli og framkomu fólks. Stúdera hvernig það bregst við í mismunandi aðstæðum. Bara svona hversdagslegum aðstæðum eins og óvæntum uppákomum úti í búð eða á förnum vegi.......

Tók fyrir ýmis atriði og flissaði með sjálfri mér - ætla ekki að fara neitt nánar út í það að svo stöddu - en það var gaman og sannist þar enn og aftur að það er fátt sem ekki er hægt að komast í gegnum með því að gera gys að því LoL 

Sumt fólk er þannig af guði gert að það er ekki hægt annað en þykja vænt um það - jafnvel þó maður þekki það ekki neitt. Aðrir eru minna loveibúl - hvernig sem á því stendur en vonandi er þó alltaf einhver sem þykir vænt um þá Tounge Svo er fólk sem hleypir manni ekki inn fyrir skelina fyrr en eftir margar tilraunir og jafnvel margar mislukkaðar. Oft er þetta fólk þeir sem mest er varið í að þekkja. InLove

Það er svolítið undarlegt að í mínu lífi dúkkar alltaf upp sama fólkið - með mislöngu millibili og við mismunandi aðstæður en það kemur alltaf aftur. Ég er til dæmis nýbúin að finna aftur uppáhaldsfrænda minn InLove eða hann mig...... eftir því hvernig á það er litið....... Tounge

Ég er staðráðin í að taka sumrinu opnum örmum enda er ég svo uppfull af gæzku núna að ég er sjálf hálfskelkuð Sideways

Njótið InLove


Gleðilegt sumar

gleymmerei

 

 

 

 

 

 

 

Spáðu í mig


Kvöldin eru kaldlynd útá nesi
kafaldsbylur hylur hæð og lægð
kalinn og með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð
       spáðu í mig
       þá mun ég spá í þig
       spáðu í mig
       þá mun ég spá í þig

Nóttin hefur augu einsog flugan
og eflaust sér hún mig þar sem ég fer
heimullega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendur þér
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
og Akrafjallið geðbilað að sjá
en ef ég bið þig um að flýja með mér
til Omdúrman þá máttu ekki hvá
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig
      spáðu í mig
      þá mun ég spá í þig

                                            -Megas-

Farin að sofa! Er staðráðin í að vakna í glaðasumri í býtið ;) 

 


Veðurblogg ;)

Er að undirbúa bekkjarmót! Það eru þrjátíu ár síðan ég var í einhverjum bekk......Tounge

Ein úr nefndinni gróf upp gamlar bekkjarmyndir, skannaði þær og sendi mér. Hér er myndin af höfundi á sínum ungdómsárum. Það sem mér finnst bezt er að ég á ennþá sjalið...... Úff þetta voru flókin ár - ég mundi ekki nenna að vera unglingur aftur!

3  A '77-'78

 

 

 

 

 

 

 

Við Stúfur Stubbalings skruppum út á Sýsluskrifstofu, þurftum að sýsla eitt og annað. Þar gerði hann sér lítið fyrir og stal vinnuvettlingum - beint fyrir framan sýslumann í júníformi og allt!! Hann er nefnilega með vettlingablæti. Stubbalingur alltsvo - ég veit ekki með sýsla Halo Ég var sossum ekkert að gera veður út af því þó hann stæli vettlingunum...... örugglega verið einhver illa launaður útlendingur sem átti þá Tounge Ég var bara glöð að hann ákvað ekki að stela sýsla.....

Dröslaðist síðan með þá út á pósthús og í búðina sem ég þurfti nauðsynlega að skreppa í til að kaupa mér eitthvað fatakyns - eitthvað rautt..... Hafði erindi sem erfiði og náði mér í fagurrautt plagg fyrir lítinn pening. Maður veit aldrei hvenær tækifæri gefst til að dressa sig upp!  

Já þetta átti að vera veðurblogg. Ferlega er kalt úti, maður...........Wink

Viljiði gizka hver ég er á myndinni? Whistling


Eitt og annað sem ég velti fyrir mér í dag......

Var í huglægu hlaupi í morgun um golfvöllinn og svei mér ef ég er ekki með harðsperrur, gott ef ég snéri mig ekki líka....... W00t

Var að velta einhverju fyrir mér í dag sem ég man alls ekki lengur hvað var. En gáfulegt var það, því get ég lofað......... Var líka svolítið döpur í dag en það líður hjá. Hallgerður talar um þunglyndi sem geðveiki í einum af pistli sínum í dag. Er þunglyndi geðveiki? Þegar ég er döpur þá legg ég metnað minn í að klæða mig í fínu fötin mín, kerra hnakkann og brosa breiðar........ En tímabundin depurð og þunglyndi er náttúrulega ekki það sama..... 

Hvað gerir þú á döprum degi?

Hallgerður talar líka um Einar Ben. í dag og vakti með mér löngun til að lesa meira um hann Heart

Gleði, frelsi, friður, ró
faðmar allt í grænum mó,
þar sem tæra lindin ljósa
líður hægt á milli rósa,
streymir áfram út í sjó, –
andi minn þar finnur ró.

Þegar ég er þreytt og ein,
þín ég vitja, lindin hrein,
leggst við bakka lága þína,
læt svo hverfa harma mína;
bylgja þín í blárri ró
ber þá út á víðan sjó.

Veistu hver orti?  

Margar spurningar? Ég get skrifað hægar ef það hentar betur......

Ætla að fleygja mér undir rúm með kodda við hné. Á morgun hefst nýr dagur með leikfimi. Þá er nú gott að eiga banana Tounge

Góða nótt yndin mín stór og smá Heart


Vorvindar glaðir.....

Á hvarmi lífsins - eftir Ísak Harðarson 

Er ég geng niður í fjöruna
að leita að kyrrð

er kyrrðin þar á ferð
að leita að manni

Og horfumst í augu
tvö augnablik
við blikandi himin
og blikandi haf

„Sjáumst!“

Og hún festir mig í minni

og ég
festi hana hér

Ég er alveg hrikalega löt. Svaf framyfir hádegi - að vísu með smá hléi, sem varð þó ekki vegna bilunar heldur göngutúrs um golfvöllinn í morgunkyrrðinni. Stubbalingur kunni sér ekki læti yfir öllum gæsunum sem voru mættar til leiks LoL

Fór á videoleigu í gær og tók tvær myndir sem ég nennti svo ekki að horfa á Woundering  Önnur er dæmigerð konumynd og ég get sagt ykkur það að ef línan: "would you respect me as a person if......" þið vitið svo "sefur" hún hjá honum......kemur ekki fyrir í henni þá geng ég í ána - enda lítið í henni um þessar mundir Tounge

Datt í hug, í tilefni af sumarblíðunni, sem ég er harðákveðin í að sitja af mér..... pikköpplínur! Hvaða pikköpplínum munduð þið látast falla fyrir? Mér finnst svona prívat og persónulega alltaf svoooolítið leim þessi: ahhhh made in heaven - mér sýndist það... 

Held hinsvegar að ég mundi alveg kaupa þessa: Hæ sæta, mér sýnist þú mundir hafa gaman af að drekka með mér kaffibolla og þér veitir heldur ekkert af rjómatertusneið........ Tounge

Mávurinn er mættur út á Bónusplan - hann er eitthvað að ruglast á Bónus og sjónum.... ég mundi nú skipta honum út fyrir kríuna eða krumma á augabragði!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband