Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Coming soon...

Það datt í mig í júlí sl. að setja saman matvinnslumaskínuna sem ég fékk í brúðkaupsgjöf hér um árið og nota hana til að rífa niður gulrætur í gulrótasalat.

Til að gera stutta sögu langa - þá kom ég vélinni alls ekki saman enda nokkur ár síðan ég gifti mig síðast og vélin ekki verið notuð síðan sirka þá :) Henti henni því aftur niður í kjallara og játaði mig nánast sigraða. En vegna þess að þrjózkan ætlar mig stundum lifandi að drepa þá fór ég aftur niður í dag og prófaði að setja fjárans vélina saman. Í þetta skipti tókst það og nú malar hún eins og ljúfur tígur í hvert sinn sem ég lít á hana og ísskápurinn hjá mér er sneisafullur af alls kyns chutney. 

Þvílíkt og annað eins galdratæki þessar matvinnsluvélar. Á einu augabragði skera þær niður í frumeindir hvað sem vill! 

Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn. Ég veit að vísu ekki alveg hvar féð kemur inn í jöfnuna - það hljómaði bara svo vel.

En tímanum veitir mér ekki af. Ég er núna að æfa skemmtiatriði fyrir árshátíð kirkjukórsins, sem nálgast óðfluga, ásamt stöllum mínum úr alt.

Við komum til með að slá í gegn - enda gerum við nánst allt fyrir frægðina - nema kannski að koma fram naktar.

Tounge


Það er dekurdagur hjá minni

í dag.

Ég smurði ösku úr Eyjafjallajökli á andlitið á mér, tók mynd og skipti um profile á facebook. Það er nefnilega um að gera að líta nógu ógurlega út þar. Svo þegar fólk hittir mann í raunheimum verður það svo rasandi hissa á hvað maður lítur vel út.....

mitt rétta andlit

Ég er soldið hissa á hvað fólk flaskar á þessu. Allir alltaf að velja beztu myndirnar af sér Tounge

Svo fór ég í sturtu, skóf af mér hælana a la Öskubuska og smurði svo kremi á þá á eftir. Á morgun verða þeir lungamjúkir eins og á ungabarni. Restaði svo á að setja fastan lit á augabrúnirnar.

Nú bíð ég bara eftir riddaranum á hvíta hestinum að taka mig með sér á þorrablót að borða skemmdan mat.

Á meðan ætla ég að kíkja í bók, vefja utan um mig sjalinu sem ég keypti mér í Hósiló í morgun og hugsanlega taka smá bjútíblund í leiðinni.

Á morgun ætla ég hins vegar að mæta með sjalið i kirkju að syngja jesúslagara og ljúga að öllum að ég hafi heklað það sjálf -  það er kosturinn við að mæta í messur og syngja fyrir jesú. Ég á svo mikið inni hjá þeim félögum og má bæði plata og hræða börn.

Joyful


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.