Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
......það er svo mikið að gera í félagslífinu hjá mér að ég má varla vera að því að vinna Meira hvað hún getur slitið í sundur hjá manni þessi vinna! Ég hef ákveðið að sofa þegar ég verð gömul - til að spara tíma
Fór í bíltúr eða túra - hljómar svo miklu betur að túra, alveg svona hljómsveitarlegt, jafnvel eins og ég sé um það bil að meika það - með danskan vin minn sem er staddur hér um slóðir......... Já, já danskir dagar hjá fleirum en Dorrit og forsetanum
Ákvað að taka þessa mynd - just in case - svo ég gæti allavega sýnt hvar danskurinn sást síðast..... ef ég mundi tapa honum í vatnsfallið En það slapp og allir komu heilir og með húfur til byggða......
Þarna varð ég algjörlega heilluð - sagðist ætla að byggja mér hús akkúrat þarna og vera kölluð kuldalega kellingin á klöppinni Vitiði hvernig það hljómar á dönsku?
Daninn þurfti að toga mig burt með því að lofa mér sögu - sem hann sveik mig ekki um. Hún gerðist í skógi í Finnlandi og endar illa............ en er hrikalega fyndin.
Enduðum svo í bláa lóninu - hvar ég sagði honum dónalega sögu um það hvað íslendingar gera þar.......... Ætla sko ekki að segja hana hér. Hún er mjög blá - alveg í stíl við lónið........og endar líka illa Jamm miklar harmasögur sem við kunnum - enda komin á þann aldur, sjáðu til!
Í kvöld ætlum við að hlaupa í Icelandairhlaupinu og hafa stífar æfingar staðið yfir - þ.e. á milli þess sem við höfum farið út að borða og drukkið vín, flissað og ég hef farið með lygimál.
Á morgun lýkur dönskum dögum og þá sný ég mér að bekkjarmótinu af fullum krafti sem ég er að skipuleggja í félagi við nokkrar bekkjarsystur mínar. Það verður hrikalega gaman að hitta krakkana aftur á laugardaginn. Það stefnir í góða þátttöku og dans á borðum.
Þetta endar með því að ég verð há og grönn er ég hrædd um - og ég sem var með unnið veðmál í höndunum í keppninni um að verða feitt gamalmenni......
5.5.2008
....... ;)
Ég nennti ekki út í morgun með Stubbaling. Þegar klukkan nálgaðist hádegi var orðið fullmikið fjör hér á bæ fyrir minn smekk! Þannig að ég arkaði út á golfvöll. Þegar ég stormaði yfir völlinn til að komast að ánni, þar sem ég ætlaði að leyfa liðinu að hlaupa í sandinum og vaða í ánni ef þau vildu, gólaði á mig eldri maður úr fjarlægð að þetta væri ekki staður fyrir hunda! Mér datt eitt örsnöggt augnablik í hug að góla í hann til baka að þetta væri heldur enginn staður fyrir geðvonda gamla karla! En ég kann mig - og svo er hugsanlega einhversstaðar einhver sem þykir vænt um hann, vona ég......... Þannig að ég svaraði honum með svona semingsspurningar....nei........? Og hélt áfram för minni að ánni. Þá gólaði sá gamli "ég sagði þér að fara" þá var mér nú nóg boðið og ég svaraði honum fullum hálsi - að þetta væri opið svæði og hann segði mér EKKERT um það hvar ég væri eða færi! Með það þagnaði hann og stormaði fullur vandlætingar áfram með kylfuna sína!
Ég hef enga trú á því að golf geri manni gott...... en kannski hefur hann bara aldrei hitt í holuna sína? Hugsanlega var hann líka bara búinn með allt endorfínið sitt........ Önnur möguleg skýring er sú að ég, verandi kona, sé bara illa stödd í tíðahringnum
Fór svo heim og borðaði grænmetisrétt sem systir mín kom með færandi hendi í morgun - hrikalega góður réttur! Hún er snillingur hún systir mín
Átti hreint hrikalega góða helgi í góðum félagsskap svo er Frederik prins mættur á svæðið og ég er hreint út sagt virkilega ánægð með það. Mér er alveg sama þó einhverjum finnist þessum peningum hefði verið betur varið í eitthvern vandamálapakka innanlands. Ég er alls ekki sammála því! Aurarnir mínir eiga ekki endalaust að fara í björgunaraðgerðir fyrir fólk í vanda! Stundum þarf að gera eitthvað skemmtilegt líka. Svo er Frederik svo mikið krútt
Ég segi því fleiri danir á landinu - því betra
1.5.2008
Jolly cola!
Er búin að vera hrikalega löt í dag. Eins gott að það er frídagur og ég þarf ekki að berjast fyrir bættum kjörum Hitti fyrrum vinnufélaga á förnum vegi og við urðum ásátt um að hann mundi berjast fyrir - jæja, ég ætla ekki að ljóstra því upp....
Fór út að hlaupa, eða skokka, í morgun. Tók tímann og er alls ekki að hlaupa, eða skokka, fyrir gulli á palli Stórbætti samt tímann frá því í síðustu viku........ Ljónshjartað blés ekki úr nös þar sem hann lullaði við hlið mér á milli þess sem hann fann hjá sér þörf fyrir að reka gæsir úr túni bóndans
Er að velta fyrir mér hvenær Mexicanar urðu að Mexicoum og af hverju? Er ekki svolítið hjákátlegt að breyta nafni heillar þjóðar án þess að ræða það við mig? Þarf þá að syngja núna: Lítill mexicói með som sombrero......?
Einhver sem veit það? Og ekki reyna að segja mér að það sé vegna þess að landið heiti Mexico!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)