Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Bomsur og bombertur

Fór út að skokka eftir vinnu í dag! Dró Ljónshjartað á eftir mér - sem þurfti að þefa af hverju strái - og þau eru ekki fá á þessum tíma árs, og míga utan í hvern staur. Var cirka 300 kíló, hef hugsanlega náð 375.2 kg. ef ég vigta Lokharð með........ Pinch Fór líka út að skokka í fyrradag! Þá þeyttist ég á milli þúfna eins og nýskitinn Ísbjörn úr æðavarpi...........Skil ekki í hverju munurinn liggur - en ég get sagt ykkur það að Ísbjarnarbunan þykir mér skemmtilegri! Hugsið ykkur þegar ég verð valin á ólympíuleika aldraðra vesalinga sem verða haldnir í Sómalíu þá! Forsetinn og menntamálaráðherrann verða helspennt á pallinum og ég mundi eiga svona slæman dag......LoL

Annars er Ljónshjartað að fara í aðgerðina miklu á miðvikudaginn! Snipp snapp og burt með kúlur... W00t Hringdi á Dýraspítalann í dag og pantaði tíma. Mér var sagt að koma með hann á miðvikudagsmorgun og skilja hann eftir!! Ég náttúrulega missti ekki kúlið - ekki í símanum - maður kann sig nú..... en um leið og ég lagði á, fríkaði ég út og sagði ég við mömmusinnardúlludúsk að það kæmi ekki til greina að ég færi með Ljónshjartað í þessa aðgerð. Ég meina hann er nú einu sinni gæludýr! Ég fengi það aldrei af mér að skilja hann eftir. Við erum bæði með aðskilnaðarkvíðaröskun á háu stigi - ég og Ljónshjartað.

Við komumst að samkomulagi um að drengurinn sæi um þessa hlið mála! Enda með afbrigðum kaldlyndur.... og ég sem stóð stolt í þeirri trú að hann sækti sitt kaldlyndi til mín Tounge

Minni nýji yfirmaður - sem er alls ekki sá nýjasti lengur - því nú er ég komin með annað fyrirtæki í bókhald..... gaf frí í dag og á morgun! Ég kunni hins vegar ekki við annað en vinna í dag - því í gær lokaði ég vegna veðurs eftir hádegi......... Cool Á morgun greiði ég svo út laun með einari og geri svo það sem mig lystir með annari. Aldeilis frábær þessi vinnustaður sem ég vinn á - það er í mesta lagi kjéddlingin á kaffistofunni sem er með eitthvað múður vegna frágangs í eldhúsi - hún vill að ég vaski upp eftir mig Tounge

Verzlunarmannahelgin nálgast í allri sinni dýrð og dásemd - ég ætla að tjalda úti í garði og syngja gamla slagara - að tjalda í sinni sveit hefur þá kosti að stutt inn ef veðrið versnar.....verð með gítarinn með mér. Ljónshjartað verður þar líka, líklega að hnusa af stráum - og með kúlur! Síðasta Verzlunarmannahelgin hans án þeirra W00t

Góðar stundir Kissing


Aldrei að gera neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

Þeir komu hérna strákarnir frá Viðlagatryggingu um daginn. Voru afar vandvirkir og tóku mynd af hverri hrukku og sprungu, skrifuðu allt niður sem ég sagði og sögðu mér svo að þeir myndu gera skýrslu um málið. Skýrslan yrði svo send mér til undirritunar. Annað hvort myndi ég undirrita eða gera athugasemdir og málið yrði þá skoðað aftur. Allt í lagi með það svo sem.

Ég spurði þá hvað yrði síðan og þeir sögðu mér að þegar málið væri í höfn fengi ég greiddar bætur í samræmi við skýrsluna. Það væri svo mitt að útvega mann/menn í að vinna lagfæringarnar eða gera þær sjálf................

Nú er ég betri í mörgu öðru en viðhaldi! Set það ekkert fyrir mig að bora og skrúfa eina og eina skrúfu og mála nokkur herbergi - það er til dæmis afskaplega stutt síðan ég málaði síðast á minn málarakvarða og faldafeykir að ég nenni því aftur strax!! Ég hefði viljað að þeir sendu menn í verkin og málið væri dautt!

Mig langar í hestaferð í óbyggðir! Ég þyrfti kannski smá undirbúning? Woundering Gæti hugsanlega farið með Ljónshjartað í göngutúr í hesthúsahverfið - bankað uppá þar og spurt hvort það þyrfti að hreyfa hrossin.....? 

Hey! Nú fæ ég glimrandi hugmynd.... Ég samræmi þetta tvennt! Viðgerðir og útreiðar... Það er að segja ég banka uppá í öllum hesthúsunum þangað til ég finn laghentan, hestakall. Væri ekki verra ef hann væri soldið gúddlúkking og ekki mjög gamall..... Tounge Býðst til að hreyfa hrossin hans gegn því að hann dytti að ýmsu smálegu hér heima við fyrir mig! Gætum kallað þetta vöruskipti og skuldajafnað í bókhaldinu.......

Er þetta ekki góð hugmynd? 


Ég fíla mig...

...rosa seif on Æsland! Enda eru allir meðlimir félagsins í næsta húsi LoL

Bloggið lá niðri og í stað þess að hanga á netinu og skipta mér af skoðunum annara - bakaði ég.... tvær sortir!! Spáðu í hvað ég væri feit ef ég hefði ekki bloggið.......

Ég er að berjast við löngunina að leggja niður störf og fara út að hlaupa..... sem segir mér að ég sé öll að koma til og ekki seinna vænna ef ég ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni! Las það líka á netinu um daginn - og ekki lýgur netið - að þegar mann langar til að..... þið vitið ....rímar við að stríða - sé maður á prime time hvað varðar hlaup Cool Dónaskapurinn alltaf hreint í fólki................

Annars var ég að spá í að safna liði og skunda í kaffi til Mörtu þegar bloggið datt inn aftur! Má segja að Mörtu hafi verið bjargað fyrir horn þar........


Bezt before?

Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forseta!

Þá get ég boðið báðum vinum mínum í mat og jafnvel vinum vina minna - þ.e. ef þeir eiga þá einhverja........ Svo eru svo fjári flottar hlaupaleiðir í kringum Bessastaði! Ég er alveg sannfærð um að við Ljónshjartað tökum okkur vel út með Íslandsborðann úti að hlaupa - eða skokka eins og ég kýs að kalla það...... Við verðum afar virðuleg! Svo á hann svo asskoti góða(n) nágranna hann forseti..... Ég held hreinlega að hann geri sér enga grein fyrir því hvað hann á góða(n) granna. Hann gæti ísilí leikið í framhaldsmyndaflokki á stöð tvö........... Ég meina glætan að ég geti boðið vinum mínum í mat hér..... Lonely planet segir að hér borgi sig ekki að stoppa nema til að verzla......... Að vísu búa báðir vinir mínir hér líka þannig að ég ætti kannski bara að spara mér allan þann pening sem færi í framboð - eða heitir það útboð? Og gera bara betur í mat......? Hér eru líka ágætis hlaupaleiðir, landið nokkuð flatt... 

Ég veit! Ég býð mig fram - vinn og bý hér áfram...... Leigi bara Bessastaði út! Hvernig hljómar það? Ég meina eru ekki alltaf austurevrópskir menn á hrakhólum með húsnæði? Ekki reyna að segja mér að framboðsfrestur sé útrunninn! Frú forseti hljómar bara alltof vel í mínum eyrum til þess ;)

En þá að öðru! Við Ljónshjartað fórum út í skógrækt um daginn - bara svona að tékka að allt væri í lagi og sonna.... Þegar við vorum á leiðinni til baka sá ég hvar mávur reyndi að ná ungum frá andamömmu úti á miðri á. Það var ótrúlegt að sjá hvernig andamamma lyfti sér á tá og hæl og hreinlega hljóp eftir vatnsborðinu til að verja ungana sína. Mér rann náttúrulega blóðið til skyldunnar.... Þið vitið - við einstæðar mæður stöndum saman! Nó matter vott!! Ég vissi ekki fyrri til en ég stóð á bakkanum með steinhnullung í hendinni og ætlaði að fleygja honum í mávinn.... bara svona cirka 500 metra eða svo......... Wink Svo sá ég að andamamma bjargaði sér algjörlega án allrar félagslegrar þjónustu og fylltist stolti fyrir hennar hönd!

Læf is gúd InLove

 


Opið bréf til íbúa á Suðurlandi

Ég kíki stundum yfir pistla um Feng shui fræði og hef alltaf hugsað með mér að það saki nú ekki að gera þessar minniháttar breytingar sem þau krefjast til að hitt og þetta gangi upp.....

Hef samt alltaf látið þar staðar numið! Sá til dæmis í einhverju blaði í vetur að fjólublár litur í vinstra horni stofu eigi að auka peningaflæði inn á heimilið. Ég er nú ekki sú sleipasta í að þekkja muninn á hægri og vinstri, enda er fólk löööngu hætt að reyna að segja mér til vegar með því að nota þau hugtök. Það er næsta víst að þá fer ég einhverjar óvæntar skoðunarferðir - eins og ég kýs að kalla þær ferðir mínar! Sideways

Í maí mundi ég allt í einu eftir þessu með fjólubláa litinn! Mundi líka eftir fjólublárri slæðu sem ég átti ofan í skúffu og tók eina af mínum víðfrægu skyndiákvörðunum. Stóð upp og vandaði mig verulega að finna vinstra hornið í stofunni og batt minn fjólubláa silkiklút þar. Setti meira að segja virkilega fallega slaufu á hann. 

Nokkrum dögum síðar reið Suðurlandsskjálftinn yfir og ég var svo stálheppin að fá að endurnýja öll mín heimilistæki með meiru. Þetta, ásamt fleiru sem skeði í kjölfarið, varð þess valdandi að ég fékk meiri áhuga á þessum fræðum Blush

Um daginn mundi ég allt í einu eftir annarri speki úr Feng shui. Þannig er að ef ég set munnhörpu eða flautu í hægra horn austan megin í húsinu þá eiga að flykkjast að mér vonbiðlarnir Tounge og af því að kona getur nú alltaf á sig blómum bætt  spyr ég bara eins og ræningjarnir í laginu: "Hvar er falska gamla fjögurra gata flautan mín?" Ég er nefnilega ekki í neinum vandræðum með áttir W00t

Mig langar að nota þetta tækifæri og biðja alla þá sem urðu fyrir einhverjum óþægindum af mínum völdum í maí afsökunar...... Cool


Ég er líklega spaði

Hef doktorinn sem ég heimsótti í dag grunaðan um að hafa ávísað fjörpillum í stað bakteríudrepandi óþverra! Nema að raunin sé sú að þær stígi villtan dans - bakteríurnar við sýklalyfin Pinch Hvað varð um gömlu góðu róandi mixtúruna Efedrín með efedryl eða hvað hún nú hét?

Búin að liggja núna í þrjá tíma í rúminu og reyna að hafa upp á Óla Lokbrá en ekkert gengur. Ég er búin að lesa olmóst eina bók - og af einskærum kvikindisskap ætla ég ekki að segja þér Jenný, hvaða bók það er W00t Og bæ þe vei - hverjum datt sú vitleysa í hug að það að telja kindur svæfði nokkurn mann? Ég verð bara pirruð - ruglast í talningunni og þarf að byrja upp á nýtt!

Sit núna og tel niður stundirnar þar til ég á að vera mætt í vinnu. Þeim fækkar óðfluga.

Horfi út um gluggann á fánana hjá Lyfju feykjast í myrkum vindinum og skímu ljósastauranna speglast í blautri götunni. Einn og einn bíll keyrir hjá. Hvert er fólk að fara þegar klukkan er langt gengin í þrjú að nóttu til og meira að segja mávarnir sofa?

Hana - þar flykkjast vöruflutningabílarnir hjá! Það þýðir að enn fækkar þeim stundum þar til ég á að vakna. Ég verð laglega syfjuð á morgun!

Obbobbobb þarna sé ég skuggalega leðurklædda menn læðast að Esso!! Eru það ekki fordómar að ætla að þótt þrír leðurklæddir menn séu að paufast í myrkrinu, að ætla að þeir séu af erlendu bergi brotnir og hafi eitthvað misjafnt í huga? Hugsanlega eru þeir íslenzkir andvaka spaðar! Rétt eins og ég...... Enda.... þótt ég myndi hringja í lögguna, með öndina í hálsinum ekki af æsingi þó heldur kokkum......... Þá fengi ég bara hið staðlaða svar: "Það er enginn bíll inni......" Svo heitir þessi benzínstöð ekki Esso lengur...... Hún heitir N1 W00t

Já, það skeður ýmislegt á meðan laufin sofa.......... Joyful


Nú er úti veður vott!

Muniði eftir þessari vísu? Ég á frænda sem heitir Grímur. Ég man eftir mér sitjandi í fanginum á honum og hann var að kenna mér þessa rímu. Hann sagði mér við sama tækifæri að þetta hefði verið samið um sig - daginn sem hann gifti sig....... Ég trúði honum fram á tvítugsaldur! Það eru líklega fleiri en ég sem þykir gaman að ljúga að börnum í minni fjölskyldu Joyful

Ég er illa þjáð af Miltisbrandi, E-bólu eða Hermannaveiki! Ég hallast samt helst að Miltisbrandinum.

Mín kenning er sú að fyrrum eigendur hússins hafi múrað fyrrum ástmenn sína í veggjum kjallarans þegar þeir vildu yfirgefa viðkomandi - sem er vitaskuld einbeittur brotavilji, það skýrir líka allan þennan fjölda af ferðatöskum uppi á háalofti...... Síðan, í jarðskjálftanum sem skók hér mann og annan fyrir ekki margt löngu, rykuðust upp þessar leifar fyrrum ástmanna og valda mér nú ótvíræðum einkennum áðurnefnds brands!

Streptocokkar? Bara tízkubólga. Enda er það barnaveiki og svo ungleg er ég ekki!! Tounge

Yfir í allt annað! Hvaða tegund var fyrsti bíllinn þinn, hvaða númer var á honum og hvernig var hann á litinn?


Leiðarvísir í lífsins öngstrætum!

Ég þurfti að skjótast í höfuðborgina.......

Var að velta því fyrir mér varðandi örvarnar á götunum í Reykjavík - þið vitið.... þessar hvítu sem sýna manni hvert maður er að fara - væri rosagott að fá eina svona til að vísa manni veginn í lífinu...... - en ég var nú ekki orðin svo djúppælandi þá - enda klukkan ekki það margt. Hafiði tekið eftir því að það eru rákir í þessum örvum? Sem vísa í sömu átt og þær?

Sumsé, það sem ég var að spá var hvort þetta væri fyrir blinda? Eins og upphleyptu hvítu rendurnar áður en maður kemur að ljósum! Það er rosa gott fyrir blinda - þá vita þeir nefnilega að þeir þurfa að hægja á sér........Sideways

pís Heart


Ég vaknaði óguðlega snemma

...eftir að hafa legið andvaka hálfa nóttina! Sem kom svosem ekki að sök - því ég er að lesa fantagóða bók......... Vatt mér bara í hana úr því að svefninn lét á sér standa!

Fór út að skokka eftir vinnu - á meðan maturinn mallaði í ofninum! Frábært veður til að skokka Joyful Fanney og Bóndinn gusuðust fram úr mér þegar ég var á leið á minn upphafsskokkpunkt og flautuðu ógurlega - nú leikur mér forvitni á að vita Fanney!! Hvort þekktuð þið afturendann á mér eða Ljónshjartað fyrr? Tounge Og það sem er kannski meira um vert! Hvort var flottara? LoL Umpottaði svo nokkrum blómum sem þjást af því sem ég kalla eftirskjálftasyndrom - þau fölna einarðlega upp og neita að lúkka vel - þrátt fyrir hótanir mínar um að því sem ekki líti vel út í minni sveit sé hent á haugana! Óþarfi að vera að púkka upp á eitthvað ljótt....... Nú standa þau úti á palli og velta því fyrir sér á hvaða leið þau séu. Ég er nefnilega að steingleyma að taka þau inn eftir extreme makeoverið.

Það var hringt frá Viðlagatryggingu í dag! Þau vilja koma og taka út skjálftaskemmdir í fyrramálið! Nú sit ég með sveittan skallan og útbý lista yfir skemmdir og tékka hann af líka! Það er ekki eins og ég muni þetta allt saman! Ég meina ég er með ótrúlega gott skammtímaminni........ Tounge

Eins gott að ég er ekki jólasveinninn! 


Aðalfundur kristilegu bifhjólasamtakanna!

Úti standa cirka 30 mótorhjól! Hér væri hægt að halda aðalfund Fáfnis og úthluta góðgerðarsamtökum veglegum hlut af árgjaldi félagsmanna í anda Brad og Angelinu.......... Það er svo inn að vera góður við þá sem minna mega sín! Ég segi nú fyrir mig að ef ég ætti aur afgangs mundi ég eyða honum í sjálfa mig - og vera snögg að því........ Það vantar líklega í mig aumingjaleguna! Nenni hreinlega ekki að vorkenna fólki og hlusta á hvað það hefur átt bágt í gegnum tíðina! Mér er bara alveg sama...... W00t Þá vitiði það - ef þið finnið hjá ykkur þörf fyrir að trúa mér fyrir hvað þið eigið bágt og ég horfi á ykkur, kinka kolli, og virðist vera að hlusta - þá er ég mjööööög líklega að skipuleggja kvöldmatinn - eða velta því fyrir mér hvernig sambúð Mjallhvítar og dverganna sjö hafi gengið fyrir sig! Spáðu í að búa með sjö dvergum!! Sök sér ef það hefði verið á hinn veginn.....  Sjö ævintýrapersónur með einum dverg! Joyful Ég tek það fram að ég hef enga fordóma gagnvart dvergum - sumir af mínum beztu dvergum eru vinir.

En.... aftur að hjólunum! Áttaði mig á því þegar ég horfði á endurkast sólargeislanna af hjólunum að mig langar að hjóla á Þingvöllum bjarta sumarnótt - taka hlykkina á þröngum veginum á góðri siglingu - alein í heiminum........ Snúa svo við og fara til baka á jafnvel aðeins meiri ferð......

Jamm - stutt í glæpagenið - veit samt ekki alveg hvaðan - enda er ég ábyggilega, eins og ég hef svo oft vakið máls á í fjölskylduboðum, tökubarn. Tounge Þið áttið ykkur á því - ef löggan bíður mín þarna uppfrá - að ég veit hvar þið eigið heima........

Talandi um mótorhjól - undanfarna daga hef ég hef verið að horfa á eitthvað ljótasta hjól sem ég hef á ævi minni séð! Þvílíkur samtíningur af hinum ótrúlegustu hlutum, allt soðið saman með mjög grófri suðu og viðurstyggilegt á að líta - eða eins og einn orðaði það svo pent - eins og berklasjúklingur hafi ælt yfir það! Tounge

Þakka þeim sem hlýddu Joyful


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband