Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hlaupársdagur!

29. febrúar! Þetta er spes dagur. Kemur bara á fjögurra ára fresti en rýkur jafnhratt í burtu og allir hinir dagarnir. Börnin mín eiga afmæli sitthvorum megin við þennan dag og sitthvorum megin við hlaupár.......... Þá vitið þið hvenær fengitími er hjá mér......Tounge Ekki það að þið komið til með að hafa eitthvað uppúr krafsinu þó þið reiknið út hvenær ég er tilkippileg W00t

Annars var ég að lesa á blogginu hennar Ásdísar að það dugar konum eins og mér, sem panta sér léttvín hjá barþjóninum, að segja að þú eeeelskir ferðalög - þá er ég fallin Tounge Ég sem var farin að halda að ástæðan fyrir einbúsetunni lægi hjá mér. Auðvitað var það ekki svo Whistling Ég hef bara ekki hitt hann - þann sem eeeelskar ferðalög. 

Við Stúfur Stubbalings fórum út árla morguns. Gengum upp að afleggjaranum að golfvellinum í hríðarbyl og skafrenningi. Þegar ég svo snéri við þá örlaði hvergi á því að ég hefði verið þarna. Það hafði fennt í sporin mín jafnóðum. Ég brast í svolítið þunglyndi við að sjá það - mér fannst þetta allt í einu líkjast svo lífinu - að brjótast svona í gegnum kófið, vita ekkert hvað er framundan og svo sjást engin spor eftir þig......

Ég hugleiddi að stoppa við næstu stiku og snökkta svolitla stund en svo var bara of kalt til að vorkenna sér lengi og skilar í þokkabót engu! Svolítið eins og í lífinu.....

Kannski hefur Steini Steinarr verið svipað innanbrjósts þegar hann orti þetta: 

Tíminn er eins og vatnið,                             
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Blíðar heilsanir og farðu vel með þennan dag því hann kemur ekki aftur InLove


Mömmusinnardúlludúskur

á afmæli í dag InLove

Tuttuguogeinsárs! Hugsið ykkur tuttuguogeitt ár síðan ég hélt á honum nýfæddum.  Ég er hrædd um að ég haldi ekki á honum í dag - frekar að það væri öfugt.......

Ég bakaði skúffuköku í gær. Í tíukaffinu kom hann svo heim og sótti hana og bauð mér í afmæliskaffi með hinum strákunum Kissing 

Hann er krútt Wink


Að vera eða vera ekki.....

Ég leit sem snöggvast út um gluggann. Úti hamast snjókornin að villa mér sýn. Það er á svona stundum sem ég, rétt sem sneggvast, efast um að vorið komi..........

Ég las á blogginu hjá Víði að palestínskum börnum er innrætt hatur í gegnum barnaefni! Sorglegt - að í stað þess að reyna að kenna þeim samkennd, tillitssemi og að bera virðingu fyrir skoðunum annarra - skuli vera alið á hatri og tortryggni í garð þeirra sem annað hvort líta öðruvísi út eða hafa ekki sömu skoðanir og fjöldinn. Það er á þannig stundum sem ég efast um mannkynið....... Ég hef löngum haldið því fram að fólk sé fíbbl, aðallega til að ögra því til að afsanna þá skoðun mína en líka út af því að það hefur svosem margsannað sig að fólk er akkúrat það! Fékk síðast sönnur fyrir því núna alveg nýlega og alveg innanlands.....!

Ég var að ræða við minn nýja yfirmann í dag og kom með lausn á smá máli í framhaldinu. Ég sagði við hann að ég vildi, í staðinn, fá að heyra þau orð sem allar konur þrá að heyra.....

Hann sagði: "Rosalega er ég heppinn að hafa þig í vinnu" Tounge Ég þurfti að vísu aðeins að teyma hann af stað en svo mundi hann þetta...... Það er á þannig stundum sem ég efast ekki um að ég var heppin........

Hvað? Það ER þetta sem allar konur þrá að heyra! 

Ég hlustaði á litla bróður í útvarpinu í morgun. Það kom mér virkilega á óvart hvað hann kom vel út. Hann var ekki svona gáfulegur þegar hann hljóp um, berrassaður með koppinn á hausnum.....InLove Svakalega sem ég var stolt af honum, í morgun alltsvo - ekki þá.......W00t

Bakaði skúffuköku í dag. Fanney! Þú getur þá rekið inn nefið og við plottað næstu golfkylfumál...... LoL En nú er ég að spá í að fara að fleygja mér eins og Færeyingar segja við svo mörg tækifæri. Meira hvað þeir þurfa alltaf að dúra sér. Á morgun kemur nýr dagur og þá ætla ég að tala við Rússa og leysa fleiri mál. Hver veit nema ég leysi vatnsskortinn í Súdan bráðlega og finni lækningu við Ebólu og Hermannaveiki Joyful

Blíðar heilsanir InLove


Brrrrrr.....

....hvað mér er kalt Pinch

Ég fleygði mér nú bara hreinlega undir rúm í smástund eftir vinnu til að ná yl í kroppinn. 

Ég grenjaði blómavönd út úr pabba í gær InLove Sagði honum, með grátstafinn í kverkunum, að engum þætti vænt um mig....... Held hann hafi nú ekki alveg keypt það en vöndinn fékk ég. Afskaplega  fallegan Tounge 

Ljónshjartað var latur í morgun, hann hafði nefnilega fengið aukahring með mömmusinnardúlludúsk í gærkvöldi á meðan ég skaust í bæinn með pabba. Ótrúlegt veður á Heiðinni í gær. Ég keyrði heim í ellefu stiga frosti og svarta þoku!! Mjög ruglingslegt veður.

Nú bíð ég eftir að uppáhaldsþátturinn byrji í sjónvarpinu. Criminal Minds - ég held ég sé afar efnilegur viður í glæpamann sbr. prófið á síðunni hjá Dísu Dóru um konuna í jarðarförinni. Ég veit allavega að ég kem til með að átta mig á því hver Dísa Dóra er ef ég mæti henni á götu - hún verður konan sem drífur sig yfir á hina gangstéttina LoL Eina svarið sem mér datt í hug sem lausn við gátunni var það sem hverjum öðrum serialkiller hefði dottið í hug...... Það gekk meira að segja svo langt um daginn að ég stakk upp á því við son minn að öll okkar samskipti færu fram á hotmail skilaboðum sem aldrei yrðu send - aðeins lesin..........Tounge Gvöð ég held ég verði bilaðri með hverjum deginum sem líður..... Hvernig verð ég um sextugt?

Vindurinn hvín og blæs - ég var að horfa á Dýrin í Hálsaskógi í gær, með "hinum börnunum...." Þau kepptust við að útskýra fyrir mér á meðan ég prjónaði og hlustaði með öðru eyranu á sjónvarpið að Mikki refur kæmist ekkert út úr sjónvarpinu, því ég sagði, í hvert sinn sem hann birtist á skjánum: "ÓNEI - þarna ER hann....." Meira þurfti ekki Wink 

Var ég búin að segja ykkur að það mest skemmtilegasta sem ég geri er að hræða börn og það næst skemmtilegasta er að ljúga þau full? Dúa hvenær ætlarðu að koma með Völu? LoL

 


Valkvíði ;)

Fór á bókasafnið í gær! Dró Ljónshjartað nauðugan viljugan með mér - eða þannig Tounge Hann sat svo stilltur og prúður úti á meðan ég skundaði inn og ætlaði að sækja mér Himnaríki og helvíti. En sú bók var ekki inni. Í staðinn tók ég eiginlega allar bækur sem Jón Kalman hefur skrifað. Spurning hvort ég gefi mig út sem sérfræðing í skrifum hans. Ætli það sé eitthvað upp úr því að hafa?  Gæti orðið fræg að endemum svona svipað og "konan sem kunni bara að elda bjúgu....." Einhver sem man eftir henni?

Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku var hins vegar inni og ég greip hana glóðvolga. Ég er að hugsa um að vera bara alltaf einni bók á eftir í leshringnum. Þegar hinir kommenta á Himnaríki og helvíti þá tala ég um traktorinn...... Líka soldið í mínum stíl að vera ekki eins og fjöldinn Wink

Ég er ógnarlöt í dag. Tók mig samt til og hlustaði á öll lögin sem taka þátt í Evrovision úrslitum í kvöld. Ég er búin að ákveða hvaða lag á að fara! Það má í rauninni blása þáttinn bara af í kvöld........Tounge Engin þörf á að vera að spandera peningum skattborgaranna í þessa vitleysu núna.

Lýðræði? Þekki ekki hugtakið! Hef eitthvað aðeins heyrt af því látið - en ekkert sérstaklega vel, hvort sem er......

Get hinsvegar alls ekki ákveðið mig hvort ég eigi að ryksuga, prjóna húfuna, handa mömmusinnardúlludúsk, sem ég byrjaði á endur fyrir löngu eða halda áfram að prjóna peysuna sem ég lagði frá mér þegar Magga fór að ganga í sinni. Við byrjuðum á sama tíma og hún skaust fram fyrri mig. Það náttúrulega þoldi ég ekki og setti peysuna mína í poka og þar liggur hún enn! Í mínum hóp komum við ekki seinastar i mark - muniði....? Halo Ég gæti líka lesið. Er að lesa fantagóða bók eftir Alice Sebold sem heitir "Skyggður máni". Mér sýnist á öllu að ryksugan verði undir í öllu þessu afþreyingarframboði......Tounge

pís InLove


Verði vor ;)

Ég er að hlusta á Útvarp sögu... já ég veit, ég hélt líka að Útvarp saga væri bara fyrir gamalmenni og vitleysinga - en ég er greinilega annað hvort Tounge

Það er góður þáttur núna, hjá Markúsi, um Eurovision keppnina. Ég er svosem engin öfgafullur aðdáandi keppninnar en gestir þáttarins eru Páll Óskar og ég er einlægur aðdáandi hans, alveg síðan ég bjó í sama húsi og hann, endur fyrir löngu þegar Páll Óskar var feiminn ungur drengur, alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig með barnavagninn og innkaupapokana. Agalega indæll drengur hann Páll Óskar. Jú, jú líka góður söngvari Joyful og hafsjór fróðleiks um eurovision. Sverrir Stormsker er líka gestur í þættinum - en ég hef aldrei búið með honum Tounge

Ég stóð í þeirri trú að vorið væri að koma og klæddi mig af því tilefni í fötin sem ég keypti mér þegar ég átti brúðkaupsafmæli um daginn - en ég gefst ekki upp, ég veit það kemur einn daginn.... vorið alltsvo Wink Ég græddi svo mikið á þessum kaupum að ég bauð vinkonu minni út að borða í tilefni dagsins LoL Mæli með þessu, sérstaklega því að halda áfram að fagna brúðkaupsdeginum þótt einhver heltist úr lestinni Halo

Nú nálgast helgin og ég vona að þið komið til með að eiga góðar stundir InLove

 


Ronja ræningjadóttir

Ég var komin út.... frekar snemma í morgun! Ætla ekkert að upplýsa ykkur um hvursu mikið snemma Tounge Ég var að leita að tunglinu! Úti var staflogn og smá snjór sáldraðist úr loftinu eins og flórsykur í gegnum sigti....... Ljónshjartað þurfti mikið að hnusa, greinilega margar lyktir úti! Margar lyktir? Segir maður svona.....? Hér er lykt um lykt frá lykt til lyktar. Héru eru lyktir um lyktir frá lyktum til lykta. Málalyktir? Hvernig lykt ætli það sé? Tounge Ég fann ekki tunglið - ekki einu sinni smá bút af því. Líklega of skýjað........

Fór svo í leikfimi fyrir vinnu. Var með mínum hóp í þetta sinn! Allt annað líf Tounge Ég var að reyna peppa kjéddlinguna sem var með mér í liði í gær. Sagði henni að í mínum hóp væri bannað að koma síðastur í mark! Hún horfði á mig smástund og sagði svo "að einhver yrði nú að vera síðastur" Pinch Sem er rétt! Bara ekki minn hópur!!

Ég er á því að vorið sé komið og af því tilefni legg ég fyrir ykkur vorgátu Joyful Mér finnst það svo gaman! 

Í blæja-logni baðar sól á báðum vöngum,
þá litlu morin sitja’ og syngja
svo það gleður Íslendinga. 

Hver samdi? og hvað er mor? 


Góður dagur

Ég vaknaði í gærmorgun með svo herfilegar harðsperrur eftir skokkið að ég stóð á emjunni....Tounge Ég var með harðsperrur í höndunum W00t Veit ekki alveg hversvegna....... Hefði betur borðað banana áður en ég fór að sofa! Það er eitthvað í bönönum sem veldur því að ég fæ minni harðsperrur! Þess vegna reyni ég að borða einn á dag - hann kemur allavega skapinu í lag!

Í gær fékk ég góða heimsókn. Ég sat hér og var að vinna - datt ykkur eitthvað annað í hug?Wink þegar það var bankað. Ég dokaði smá, því hér er ólæst á daginn og fólk veður yfirleitt bara inn eftir málamyndabank, en ekkert gerðist. Ég stóð því upp og fór til dyra. Úti stóð Linda Dröfn með fallega barnið sitt! Komnar í heimsókn, til uppáhaldsfrænku sinnar, alla leið frá Danmörku. InLove

Picture 214Ég knúsaði hana í bak og fyrir og gaf þeim svo nýbakaðar kærleiksbollur Wink Hvað annað?

En núna sit ég og bíð eftir að klukkan verði leikfimi! Ég nennti nefnilega ekki í gærmorgun með allar þessar harðsperrur, þær þyngja mann svo niður LoL þess vegna ætla ég að bæta mér það upp í dag.

Ég velti því fyrir mér í ca. 30 sekúndur í dag eða jafnvel ekki nema 25 að taka niður jólaljósin - en nennti því svo ekki. Það rigndi svo svakalega, ískaldri, íslenzkri rigningu eins og hún gerist bezt! 

Bezt ég hendi inn einu lagi fyrir ykkur líka. Þið getið hlustað á það á meðan ég busla í leikfimi InLove


Nýr dagur í anda Scarlett O´Hara

Ég fór út að hlaupa í morgun..... Hef ekki farið út að hlaupa síðan ég leit upp til stjarnanna og datt í kjölfarið - assgoti var það gott - að hlaupa alltsvo, það var hreint ekkert gott að detta Tounge Stúfur Stubbalings hljóp við hlið mér og hagaði sér eins og hann væri fullorðins, alveg þangað til við komum út á golfvöll - þá missti hann sig í pollunum LoL Ég get allavega sagt ykkur hvar verður flott skautasvell ef það frystir núna!

Ég var að lesa í einhverju blaði að fjöldi manns skiptir um nafn hjá Hagstofunni á hverju ári. Fór að velta fyrir mér þessu með nafnið, sjáðu til......

....einn skipti um nafn vegna þess að honum fannst hann aldrei vera Haraldur - ok! Hann breytti nafninu sínu í Gneisti..........LoL Mér fannst rosalega fyndið að finnast þú frekar vera Gneisti en Haraldur. En ég er svo víðsýn ég ætla hreint ekki að gera gys að manninum Tounge Ein bætti við sitt nafn vegna þess að hún bjó erlendis og vinir hennar áttu svo erfitt með að segja nafnið hennar. Allt í lagi með það. Ég hef líka gefið fullt af dönum leyfi til að kalla mig Gitte vegna þess að þeir eiga svo erfitt með að segja Hrönn. Hef samt ekkert verið að blanda Hagstofunni í okkar mál............

Ég er nokkuð sátt við mitt nafn. Ég man í gamla daga þegar ég var lítil og Magga systir sagði mér að hún héti í höfuðið á ömmu þá fékk ég fyrst smá sjokk yfir þeirri uppgötvun að amma héti eitthvað annað en amma - Já Magga, þú hefur ýmislegt á samviskunni - síðan örlaði fyrir afbrýðisemi og ég sagði: "Huh ég heiti líka í höfuðið á ömmu í sveitinni....." Mér tókst ekki að blekkja hana, hún er líka þetta eldri en ég Tounge

Hugsið ykkur ef ég héti Ingibjörg Sigurðardóttir - þá sæti ég kannski og skrifaði skáldsögur um dóttur hreppstjórans, sem hafði alltaf þykkustu fléttuna, kannski vegna þess að hreppstjórar eru alltaf með einhverjar fléttur í gangi........... Þær voru líka alltaf ástfangnar af fátækasta vinnumanninum - en þeir voru allavega alltaf góðir drengir. Helst það í hendur að vera góður og fátækur?

Hvort vill maður þá vera góður eða ríkur?

Spurning......... 


Letidagur

Náttfatadagur hjá mér í dag! Ég nenni engu og hef ákveðið að gera þá bara ekki neitt. Stundum er það í lagi............

Fór í göngu með Ljónshjartað í morgun. Við vöknuðum seint og fórum í rólegheita göngutúr niður með ánni í rigningunni, síðan hef ég ekki gert handtak. Lesið, drukkið kaffi og lagt mig þess á milli.

Nú líður dagur að kveldi og ég er jafn ánægð með sjálfa mig og dagsverkið -  eða var það öfugt? W00t

Yndislegt Joyful

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband