Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Hér eru ber um ber frá berjum til brjálæðis

Hvurslags berjabrjálæði hefur gripið þjóðina? Ég bara spyr!

Ég lét freistast - fór að vísu ekki í berjamó en keypti ber í búðinni Cool Jú jú það má hæglega misskilja þetta - þið gerið það þá bara sem eruð þannig þenkjandi - við hin höldum áfram að verzla í fötum Tounge

Talandi um fötur - ég sendi mömmusinnardúlludúsk út að grafa holur í rigningunni á laugardaginn - ég get sagt ykkur að það rigndi eldi og brennisteini....... allavega, ég sagði honum að ég ætlaði að veiða hvítasunnumenn í holurnar en vitaskuld gróðursetti ég þyrnigerði - ég meina, það er nóg til af hvítasunnumönnum - síðan hefur ekki rignt og ég hef þurft að bera vatn í tíu lítra berjafötu til að vökva þyrnigerðið - eins og ég kýs að kalla rósarunnana mína.

Þetta var nú bara svona smá útúrdúr - hvað var ég aftur að tala um? Já ber...... sumsé síðan ég fór þarna í búðina, hef ég sett bláber út á ab mjólkina mína á hverjum morgni og með þessu hef ég drukkið bláberjasaft. Nú er svo komið að ég vakna klukkan fimm á morgnana í stað sex - sem þótti nú yfrið nægilega snemmt - og vaki fram að miðnætti án þess að geyspa, hvað þá meir.

Hér með dreg ég úr neyslu á berjum og sný mér í svefnátt......

.....sem er gagnstæð humátt Sideways 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.