Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hýr eður ei?

Sem mikil áhugamanneskja um kynlíf teiknimyndapersóna er ég að velta því fyrir mér hvort Tinni hafi verið hommi........ Þá er ég sérstaklega að velta fyrir mér sambandi hans og Kapteins Kolbeins! Hvorugur þeirra á sögu um kvennafar......

Hvað haldið þið?

Ójá - bíðiði bara þangað til ég tek fyrir kynlíf stjúpanna í Öskubusku og Þyrnirós! Hvernig lífi lifðu þessar manneskjur úr því að þær höfðu tíma til að dedúast í því að eitra epli og rölta með þau um skóginn...... 


Ég veit hvað ég ætla að verða....

 .....þegar ég verð stór!

Arabæjarhjáleiga

Ég ætla að verða bóndi og búa niðr´í Pörtum! Ég ætla að hafa hænur, hund(a) kött, gæsir, tvær kýr og nokkrar skjátur......... ;)  Þetta verður svona sjálfsþurftarbúskapur........Hver veit nema ég fái mér líka hesta! Ég er nú einu sinni með fætur eins og veðhlaupahryssa Tounge Að sjálfsögðu ætla ég svo að vera með kartöflugarð og rófur!

Ég er líka svo skotin í sorphirðufyrirkomulaginu í Flóahreppi! Joyful Þar er verið að taka upp þriggja tunnu system eins og í Stykkishólmi!

 

Fór í bíltúr í dag með Möggu, mömmu og Óla frænda á gamlar slóðir um Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppi hina fornu - sem í dag kallast Flóahreppur. Vorum svo stálheppin að komast inn í Arabæjarhjáleigu þar sem amma og afi bjuggu í den. Við sátum í bílnum þar fyrir utan eins og hverjir aðrir túristar þegar konunni, sem býr þar núna, hætti að standa á sama og kom út til að forvitnast hvað við eiginlega værum að gera........ Það endaði með því að hún bauð okkur inn! Smile

Fórum svo og fengum okkur að borða á Fjöruborðinu á Stokkseyri! Frábær matur og þjónusta - ég var að hugsa um að hafa þjóninn með heim....... ;)

Hér er Óli frændi á Fjöruborðinu.

Hittum Kristján í Skógsnesi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa eftir allt það sem þeir gátu rifjað upp - flissandi í framsætinu strákarnir.........

 

             Kíktum líka á Urriðafoss.....

Urriðafoss

 

 

 

 

En sumsé - framtíð mín er ráðin! Ég verð náttúrulega seint kölluð kuldalega kerlingin á Klöppinni, sem ég hef þó stefnt að leynt og ljóst í gegnum tíðina, úr því að ég vel mér búsetu þarna niður frá - en ég hugga mig við að það verður ekki vegna þess að ég sé svo hlýleg LoL

Hvernig líst ykkur á að ég verði kölluð Hrönn á Syðri Sýrlæk?  

InLove 


Morgunleikfimi.....

Ég stillti útvarpið á rás eitt um daginn - sorrí Markús.......... Þegar ég var búin að sitja í rúma tvo tíma við skjáinn brast á morgunleikfimi í útvarpinu!

Ég tók skyndiákvörðun og stóð upp til að vera með og Drottinn Minn Sæll og Dýri!! Ekkert smá erfið leikfimi. Það átti að standa á hægri fæti og lyfta vinstri fæti upp. Lyfta sér síðan á tær og niður aftur - lyfta síðan tánum þannig að maður stóð á hælnum á Einari........;) Ég pusaði og tinaði fram og til baka - þetta er nú einu sinni leikfimi fyrir eldri borgara.........

Eitt er á hreinu - ég er hrikalega fegin að hafa þó þessi ár til að æfa mig....... Joyful


Ljúf sem lamb.....

Ég gekk upp með á með Ljónshjartað - sem þessa dagana er eins og hugur manns! Ég er jafnvel að velta því fyrir mér hvort einhver hafi skipt á honum og öðrum úr álfaheimi - svona svipað og gert var með börnin í gamla daga........ nema með öfugum formerkjum Tounge Allavega sem við gengum þarna upp með á mætti ég krókódíl!! Ég hrökk í kút og hugsaði með mér: ÓMÆ!! Hvað verður næst? Mannætufiskar? Þegar ég athugaði málið nánar sá ég að vitaskuld var þetta ekki krókódíll heldur andamamma með ungana sína......... Þannig að mjög líklega verð ég svikin um mannætufiskana ef ég þekki þessar ungamömmur rétt GetLost

Annars var þetta alls ekki það sem ég ætlaði að tala um! Ég ætlaði að segja frá því þegar ég, "í gamla daga" tók strætó.

Þannig var að ég var nýflutt í bæinn og var að fara einhver fjárann sem ég man nú ekki lengur, örugglega í atvinnuviðtal........ Þetta var áður en strætóbílstjórinn á fjarkanum varð vinur minn og hinkraði þegar hann sá mig koma á handahlaupum út úr blokkinni á morgnana.

Ég átti forláta hermannafrakka - grænan - sem ég hafði keypt í búðinni sem var á horninu á Vesturgötu og einhverri annarri götu! Ég var ábyggilega afar uppreisnarleg á þessum árum þó ég hafi þá - eins og nú - verið ljúf sem lamb! Cool

Enívei - ég tók strætó - rataði ekki rassgat í Reykjavík og vissi ekkert hvert þessi strætó var að fara. Sat samt hin rólegasta í mínum hermannafrakka og mændi út um gluggann hvort umhverfið færi nú ekki að verða kunnuglegt....... Allt í einu stoppaði strætó, langt úti á Nesi, bílstjórinn stökk út og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann var sumsé kominn að endajöfnunarstöð! Muniði eftir þeim? Ég sat alein inni í strætó ásamt gömlum manni sem sat aftarlega og var örugglega bara að drepa tímann!! Nú voru góð ráð dýr! Hvað átti ég til bragðs að taka?

Veistu hvað ég gerði?

Ég stakk hendinn í vasann á mínum forláta hermannafrakka, tók upp sígarettupakka, hristi eina fram og kveikti í! Gamli maðurinn jarmaði eitthvað aftast - en ég hvessti á hann augun! Setti upp svokallaðan sítrónusvip.....  og hann þagnaði!

Vitaskuld var bannað að reykja í strætó! En ég vissi það ekki............. Tounge

Vinnuna fékk ég samt og vann þar í mörg ár! Enda var þetta fyrir þá tíma þegar fólk var rekið fyrir blogg Joyful


Á skjálftaslóð

Ég vaknaði hressilega í morgun!

Hér nötraði allt og skalf af því sem kallaðir eru eftirskjálftar og hefur skolfið reglulega síðan af því sem eru þá líklega fleiri eftirskjálftar..........! Hins vegar þykir það nú ekki fréttnæmt - enda allt með eðlilegum hætti í höfuðborginni Pinch  Ég reyndi ekki einu sinni að kveikja á rás eitt - þið munið öryggismiðlinum sem ég borga skylduáskriftina af vegna þess að hann ætlar að halda mér svo upplýstri á ögurstundum!! Ég get sagt ykkur það að mér finnst ég miklu öruggari með vængjavespre heldur en rás eitt! Þau halda þó þegar ég míg undir - allavega ef eitthvað er að marka auglýsinguna Tounge

Annars sá ég á netinu að þeir vöknuðu líka hressilega í morgun í Japan! Ábyggilega eftirskjálfti þar líka............Whistling


Ég er nörd......

"Úr handraðanum

Flestir munu þekkja sögnina dufla við e-n (‘daðra við e-n, gefa e-m undir fótinn’) en sú merking mun vera frá 19. öld. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er að finna dæmin dufla við stelpur og ... dufla og dansa fram á nótt.

Í eldra máli merkir sögnin að dufla (dubla) ‘tvöfalda’, sbr. sögnina dobla (einnig redobla) í nútímamáli, og er hún oft notuð um teningakast, fjárhættuspil, t.d.: dufla með teningum og dufla um peninga en hvort tveggja er gamalt í íslensku.

Það sem um var duflað var lagt við borð > ‘lagt undir’ og er svipað orðafar að finna í fornu máli. Í Jónsbók (lögbók Íslendinga frá 1281) er lagt bann við fjárhættuspili, dufli, en þar segir: Ef menn dufla eða kasta teningum um peninga, sé uppnæmt konungs umboðsmanni allt það er á borði/við borð liggur.

Þessa afstöðu er víða að finna, til gamans má tilgreina dæmi frá 16. öld.: Í þeirri borg ... var einn mjög ósálugur (‘ófrómur, illur’) maður sá er mjög lagðist [í] dufl og önnur ónytsamleg spil og töfl um peninga. Af þessum dæmum má ljóst vera að duflarar hafa þótt vafasamir náungar, hálfgerðir ‘bögubósar’, og iðja þeirra (dufl) lítt til eftirbreytni. Þessi neikvæða hlið á duflinu, öllu heldur hin neikvæða merking, færist síðan yfir á annars konar iðju eða fyrirtæki, sem ekki hefur heldur þótt til fyrirmyndar, og það er þessi merking og notkun sagnarinnar sem flestir þekkja núna.

Morgunblaðið, 6. september 2003"

Svona greinum hef ég gaman af............ Elska íslenskt mál - sakna mest þáttarins sem voru hér á öldum áður á RÚV. "............. þættinum hefur borist bréf frá húsmóður að austan. Hún spyr hvort einhver kannist við orðið..............." Játa það fyrir þér hér og nú - get alveg legið yfir svona pistlum og velt því fyrir mér hvort merkingin eins og til dæmis í sögninni "að dufla" hafi nokkuð breyst í sjálfu sér...  Þarna segir að í eldra máli merki sögnin að dobbla og þá átt við í peningaspili - sem var að sjálfsögðu bannað - þá eins og nú...... en ef þú spáir í merkinguna að dufla.......... Er það þá ekki að leggja allt undir? Að reyna að tvöfalda sig? Gera einn að pari með því að daðra svolítið og sjá hvað kemur út úr því?
 
Que?
 
Ég þurfti að skreppa úr þjónustuhöfninni Selfoss í Vöruhótel í Sundahöfn - var að spá í ef ég loggaði mig inn sem númer hvort ég gæti lagt mig í einhverjum rekkanum þar til morguns...... Tounge
 
Skrapp svo í einn kaffibolla til Eyglóar áður en ég hélt heim á leið á ný - enda yfir fjallveg að fara. Og þokan sem ég lenti í maður lifandi........ Ég var allt í einu orðin aðalpersónan og eini leikandinn í: "Lítil stúlka á heiðinni........."
 
Hvert sækir maður listamannalaunin? Heart

Ég er svöööööng......

Mig langar ekki lengur að borða bara AB mjólk! Ferlega er ég orðin þreytt á AB mjólk.... Mig langar í djúsí steikur, franskar kartöflur, salat!! Eitthvað sem bragð er að!! En AB mjólk er það eina sem kemst ofan í mig Pinch

Ég hringdi upp á heilsugæslu í morgun og spurði hvort það væri laus tími hjá einhverjum lækni! Já - sagði konan á símanum komdu eftir tuttugu mínútur! Ég varð svo hissa að ég missti næstum málið....  aftur Tounge Fór svo og hitti lækninn - eða drenginn. Var frekar fegin að eiga tíma fyrir hádegi hjá honum  til þess að þurfa ekki að spilla hádegislúrnum hans Wink Hann vildi skoða hálsinn og spjalla voða mikið! Ég hins vegar sat hin þrjózkulegasta og harðneitaði að opna munninn. Þegar við svo að lokum náðum málamiðlun úrskurðaði hann mig með streptococcasýkingu og sendi mig heim með undrapillur sem eiga að lækna mig á millimetra úr sekúndu. Hann virtist voða feginn þegar ég fór að hann þurfti ekki að taka á móti mér seinni partinn til að spilla nú ekki miðdegislúrnum mínum........Cool

Í öllu þessu málleysi höfum við Stúfur Stubbalings komið okkur upp okkar eigin máli - tákn með hljóðum - kalla ég það. "Klapp klapp - þýðir: komdu hér. Klapp klapp klapp - þýðir: Koma hér strax. Ef ég spretti fingrum fer hann þá leið sem ég bendi honum - og ein hendi - þýðir: ekki bannað innan tólf heldur, bíddu!" Hann verður orðinn hlýðnasti hundurinn í hverfinu þegar og ef ég næ heilsu á ný Wink

Ég er að lesa alveg fantagóða bók svona þessar fáu stundir sem ég næ að halda mér vakandi.... hún heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Mæli með henni! Hún leiðir mig svo áreynslulaust í gengum heim fullan af hatri og ofbeldi á meðan hún veitir einnig innsýn inn í aðra veröld svo miklu - miklu ljúfari..... með fróðleiksmolum um býflugnarækt inn á milli.

Mig langar svooooooo í eitthvað gott að borða.......... 


Þeir hringdu í morgun.....

Ég vaknaði í nótt og var algjörlega sannfærð um að ég væri orðin háð verkjatöflum! Sá fram á að ég þyrfti í framtíðinni að dvelja langtímum saman á stofnunum í köflóttum sloppi og á hræðilegu fæði, til að reyna að venja mig af þessum óþverra! Smátt og smátt tækist mér að vinna bug á fíkninni og myndi í framtíðinni blogga um litlu sigrana.............og þátt köflóttu sloppanna Sideways

Ég hef það mér til afsökunar að ég er búin að vera fárveik. Svo veik að ég hef gengið með veggjum og ekki verið rólfær! Þó náði ég ekki svo miklu óráði að ég skrifaði bók, þýddi hana og staðfærði bæði yfir á dönsku og ensku...........Joyful eins og hér um árið þegar ég fékk lungnabólguna og þegar ég loksins fékk mátt til að hringja í lækni þá sagði hann: Jáááá komdu eftir þrjá daga ef þú verður ekki orðin betri.....!! Pinch

Ég kem ekki upp orði og hef hvorki getað sett ofan í mig vott né þurrt síðan á sunnudag! Þetta endar með því að ég verð há og grönn........ Ég hef lært það í þessum veikindum að ég er efnilegt Bíafrabarn - þau borða ekki nema einu sinni í viku - eða það var mér allavega sagt hér á árum áður og þau borða víst allan fjáran líka - eða svo var manni sagt......... ég væri hins vegar minna efnileg vændiskona - eða gleðikona eins og ég kýs að kalla þær! Get nefnilega ekki kyngt Tounge

En - það sem ég ætla að fá einkaleyfi á núna eru verkjatöflur sem innihalda næringu! Sjáiði fyrir ykkur apótekin full af Panódil, Parkodin, Panodil Brus og Magnyl með alls bragðlýsingum? Svo þegar maður kemur, fárveikur og segist ætla að fá verkjatöflur - þá spyr afgreiðsludaman: Já viltu, panodil, parkodin, panodil brus eða magnyl? Og maður stynur upp: Bara Parkodin!  Þá spyr hún áfram: Já viltu með spaghetti bolougnes, tómatsúpu, hamborgara eða súkkulaði? Og ég vel spaghetti. Þá spyr hún: viltu með eða án parmasen?

Spáið í það að vera veikur í apótekinu með valkvíða í ofanálag? Joyful Þetta getur þjálfað upp svo margt hjá manni í leiðinni! Þolinmæði til dæmis...........

Hvernig verkjatöflubragð mætti bjóða þér? 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband