Færsluflokkur: allt annað

Draugar, skokk og ungir drengir

Búin að fara út að hlaupa alla vikuna - nema í dag. Í dag kom ég heim eftir vinnu lagðist upp í rúm og sofnaði.......

Hef hlaupið eins og skrattinn sé á hælunum á mér - það skal tekið fram að ég er ekki mjög hrædd við hann..... Tounge í gegnum skógræktina upp að helli. Rúma fjóra kílómetra. Ég gæti verið komin á Hellu núna.....allavega að Þjórsárbrú LoL

Alla dagana hefur Magga komið með nema í gær, þegar hún sveikst undan merkjum - les. þurfti að vinna!

Sagan segir að í hellinum sé reimt, þar hafi ungur drengur í ástarsorg hengt sig í bláum trefli og sjáist síðan vafra um skóginn í nágrenni hellisins.

Í gær hitti ég þar fjóra unga drengi á hjólum. Spurði þá hvort þeir hefðu séð strákinn með bláa trefilinn. Þeir veltu því fyrir sér smástund hvort ég væri skrýtin, ákváðu svo að taka enga sénsa og kváðu nei við. Spurðu mig síðan hvort hann hefði virkilega hengt sig í hellinum - eins og þeir héldu bókstaflega að ég myndi eftir því......

Ég sagði: já, já, hann gerði það og að ég hefði líka komið þarna í gær að leita að honum og hann hefði heldur ekki verið þar þá..... Þeir brostu voða sætt til mín og einn spurði: En hvernig gat hann hengt sig inni í hellinum? Í hvað gat hann fest trefilinn?

Efahyggjumenn.............

Hef að sjálfsögðu tekið stubbaling með mér alla dagana. Hann er nú ekki par hrifinn af bílnum hennar Möggu! Þykist ekki sjá hann né heyra í mér þegar ég segi honum að koma. Svolítill Lúkas í honum LoL

Knús Heart

 

 


Letidagur......

Fór með stubbaling upp með á. Þéttur úði og lyktin yndisleg. Gæti ímyndað mér að hann hafi fundið ýmisskonar lykt þegar hann "las" jarðveginn. Moldin angaði meira að segja eins og bara mold getur ilmað eftir svona langvarandi þurrka.

Haldiði að það hafi ekki einhver verið búinn að planta hjólhýsinu sínu þarna? Gvöð við vorum svo hneyksluð........ Veit fólk ekki að þetta er okkar staður? Les fólk ekki bloggið okkar eða hvað? Tounge

Á meðan við vorum úti breyttist úðinn í alvöru rigningu og við komum þokkalega blaut inn. Þetta er góður dagur fyrir letidag.

Eigið góðan......

knús Heart


Afmælisbarn dagsins!

Viktor Már dúlludós er þriggja ára í dag

Viktor Már

Til hamingju með afmælið Viktor minn - Feliz compliãnos Wink

- knús og kossar Heart Tia Maria Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband